Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - maí 2022, Blaðsíða 18

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - maí 2022, Blaðsíða 18
Siglfirðingablaðið18 Erling Jónsson: Við Valtýr notuðum Jóhann sem tilraunadýr! Erling Jónsson, vélsmiður bjó í útjaðri villimannahverfisins Hvanneyrarbraut 23 og er hálfbróðir Ægis Jónssonar föður bræðranna Gylfa og Lýðs. Erlingur er hagur á hönd eins og ættmenni hans og Valtýr Sigurðsson og strákarnir fundu strax út að Erling gat smíðað flest sem almennilegir villimenn þurftu til dagslegs brúks svo sem örvarodda úr áli. En Erling man eftir að hafa fengið skammir eftir að ein álörin lenti í læri óvinahermanna. Eitt sinn voru þeir félagar Valtýr og Erling nýbúnir að sjá mynd hja Oddi Thor um fallhlífarhermenn, sem þeir heill­ uðust af og ákváðu að gera tilraun. Jóhann Sigurðsson yngri bróðir Valtýs var tilvalið tilraunadýr eins og oft áður. Erling og Valtýr útveguðu sér húlahopphring og síðan voru þeir bræður sendir á Gyðu móður þeirra en hún vann þá í Túngötu 1 sem seldi allskonar föt og efni fyrir hagsýnar húsmæður. Það tókst að væla út nokkra metra af lakalérefti og nú var hafist handa við fallhlífargerðina. Þúsundþjala smiðurinn Erling var ekki í vandræðum að sauma og sníða og festa léreftið við húlahringinn. Síðan var útvegað smá­ barnakerrubeisli sem var víkkað fyrir rassinn á Jóhanni. Þegar fallhlífin var fullgerð þá datt þeim félögum í hug að fara með Jóhann uppá lýsistanka við Mjölhúsendann og henda Jóhanni þar niður! Einhverja bakþanka fengu þeir um að þetta gæti verið of hátt! Og breytt um plan og klifrað upp á bílskúr Garðars svæfingalæknis sem bjó við Hvanneyrarbraut 36. Erling þvertekur fyrir að Jóhann hafi streist á móti þegar þeir Erling og Valtýr tóku Jóhann í fallhlífarmúnderingunni og hentu honum fram af bílskúrnum. Þegar Jóhann lenti stóð á endum að húllafallhlífin dróst fram af bílskúrsþakinu og veitti ekki það viðnám sem hafði sést í litum og cinemascóp hjá Oddi! Jóhann meiddi sig og hágrét og hjóp inn og klagaði þá félaga og var refsing saksóknarans Valtýs hýðing! G.T. Gyða Jóhanns með drengina sína, Valtý og Jóhann Ágúst.

x

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni
https://timarit.is/publication/627

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.