Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - maí 2022, Blaðsíða 29

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - maí 2022, Blaðsíða 29
Siglfirðingablaðið 29 Í síðasta blaði birtum við mynd af listaverkinu af Palla á Höfninni sem lent hafði í hremmingum við tiltekt á Hótel Hvanneyri. Kiddi bróðir Guðbjarnar Haralds er kvæntur Pálínu dóttur fyrrnefnds Páls Jónssonar. Guðbjörn brá skjótt við og bað Ragnar Pál að lagfæra myndina af Palla sem hafði orðið fyrir hnjaski. Ragnar gerði gott betur og skipti um föt á Palla; færði hann úr léttum bikini baðfötum og kom fyrir á honum slaufunni sem hann bar allajafnan og setti á hann þessa fínu kokkahúfu. Þeir félagar hafa komið í heimsókn til ritstjóra Sigl­ firðingablaðsins um nokkurt skeið og látið gamminn geisa og er það skoðun okkar Bubba að minni Ragnars Páls jafnist á við minni kerlingarinnar sem mundi getnað sinn! Þeim hefur orðið vel til vina og Guðbjörn launaði Ragnari greiðann með því að gera við og huga að bíl málarans, sem þarf oft að skjótast í snögga túra um okkar fagra land og skissa mótív, fell og flóa. Guðbjörn hafði komist yfir orginal tunnubotn, sem framleiddur var undir vökulum augum Rögnvaldar Sveinssonar í Tunnuverksmiðju ríkisins á Siglufirði sem brann til kaldra kola árið 1964. Þegar verkinu lauk þá vorum við Guðbjörn kallaðir til því hvorki listmálarinn eða við vildum að hann hætti sér út í hálkuna sem þá var yfir öllu og listmálarinn góði auk þess með klemmda taug sem ekki þoldi nokkurt hnjask. Verkið er unnið af alúð og er af síldarkerlingu sem er að fá afhent merki fyrir tunnu sína. Og auðvitað gnæfir Hólshyrnan yfir og við sjáum Sunnusalthús gægjast upp úr málverkinu bakvið. Fjær má sjá í Þóroddarbraggann og Nöfina hans Skafta. Milli þeirra vina arkar síldarkerling á leið til að bjarga verðmætum fyrir þjóðina. Ragnar málaði á hlemminn Vinirnir Ragnar Páll og Guðbjörn Haraldsson með tunnubotn úr Tunnuverksmiðju ríkisins á Siglufirði.

x

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni
https://timarit.is/publication/627

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.