Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - maí 2022, Blaðsíða 2
Siglfirðingablaðið2
ÚTGEFANDI OG ÁBYRGÐ:
SIGLFIRÐINGAFÉLAGIÐ
RITSTJÓRI:
Gunnar Trausti
SIGLFIRÐINGABLAÐIÐ
FRÉTTABLAÐ SIGLFIRÐINGAFÉLAGSINS
Ágætu Siglfirðingar!
Það er búið að vera gaman
að vinna þetta Sigl
firðinga blað með Villi
mönnum ungum og öld
num. „Þarna bjó Herdís
með sonum sínum, Gulla
og Hirti, mest þekkt fyrir að vera með „græna
fingur“ á þessum tíma.
Einstaka gamall mórall tók sig upp og þetta fékk
ég upp úr einum og eftirsjáin og leynir sér ekki:
„Já aumingja Herdís sem galt þess að búa í útjaðri
Villimannahverfisins. Hún mátti þola látlausa
ásókn villimannanna í radísurnar, rófurnar og
jafnvel gulrætur sem hún gerði tilraun til að
rækta. Hún var einstaklega góð kona og kærði
okkur aldrei.”
Og annar minntist Braga Magg löggu með bland
inni hlýju:
„Bragi Magg hefði átt að fá heiðursmerki fyrir
forvarnarstörf. En á þessum tímum var hann bara
grýla í okkar huga.“
Meðan annar hélt því fram að Bragi hefði haft
einhverja djöfulsins ánægju af að eyðileggja
kajakana!
En hvað um það ég vona að þarna hafi verið
dregin upp mynd af kraftmiklum krökkum í
bæjarfélagi sem ekki átti sína líka í fjölgun íbúa.
Ástæða er til að vekja athygli á myndaseríunni af
kajakarassíu lögreglunnar sem Júlíus Jónsson tók
og leyfði okkur að birta enda nágranni villimanna.
Kajakarnir voru úr bárujaárnsplötum sem lagðar
voru saman og búinn til stafn og skutur úr
tréstaurum. Kíttað var svo í naglagöt með stálbiki.
Alveg ætti að vera óhætt að játa hér og nú að ekki
var allt efni í kajakana fengið með því sem kallað
er með leyfi eigenda, sem er önnur saga.
Gunnar Trausti
Fr
á
rit
st
jó
ra
www.gilbert.is
KLASSÍSKT OG STÍLHREINT
GILBERT DICTATOR
VERUM
VAKANDI
ER
ALLT
Í GÓÐU?
Fagleg og persónuleg
dýrasnyrtistofa fyrir allar
tegundir hunda og katta.
Bókaðu tíma á
noona.is/mariadyrasnyrting
868-7814
Hörgslundur 8, 210 Garðabæ
@mariadyrasnyrting
Samskipti ehf. hefur verið leiðandi fyrirtæki í
prentþjónustu allt frá árinu 1978. Samskipti er reynslumikið
þjónustufyrirtæki sem hefur alla tíð kappkostað að veita
persónulega og góða þjónustu.
Hafðu samband!
Söluráðgafar okkar finna lausn sem hentar þér!
580 7820 · sala@samskipti.is · www.samskipti.is