Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.05.2022, Qupperneq 1

Fréttablaðið - 17.05.2022, Qupperneq 1
Málefnalega snýst þetta um stóru málin, Borgarlínu og sam- göngusáttmála. Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar og borgarstjóri 1 0 0 . T Ö L U B L A Ð 2 2 . Á R G A N G U R f rettab lad id . i s Þ R I Ð J U D A G U R 1 7 . M A Í 2 0 2 2 Kryfur íslenska sögu Didda er síðasti móhíkaninn Tímamót ➤ 10 Lífið ➤ 18 Laugavegi 174, 105 Rvk. www.hekla.is/skodasalur Škoda Kodiaq Vinsæli ferðafélaginn! Verð frá 7.590.000 kr. Eigum nokkra lausa bíla á lager! Fjórhjóladrifinn, mjög vel útbúinn með 2.5 tonna dráttargetu Fulltrúar flokkanna í borgar- stjórn Reykjavíkur þreifa nú fyrir sér um myndun nýs meirihluta. Framsóknar- menn virðast vera með bestu stöðuna í þeim viðræðum. bth@frettabladid.is gar@frettabladid.is STJÓRNMÁL Meirihlutar féllu víða í sveitarstjórnarkosningunum um helgina, meðal annars í Reykjavík þar sem kjörnir fulltrúar ræða nú um myndun nýs meirihluta. Meirihluti Samfylkingarinnar, Pírata, Viðreisnar og Vinstri grænna missti samanlagt tvo borgarfull- trúa og þar með meirihluta sinn í borgarstjórn Reykjavíkur. Líf Magn- eudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, hefur sagst ekki sækjast eftir að taka þátt í viðræðum um nýjan meirihluta en fulltrúar hinna f lokkanna þriggja segjast verða samstíga í komandi viðræðum. Þar sem Píratar hafa sagst ekki vilja starfa með Sjálfstæðisf lokknum, virðist ljóst að flokkarnir þrír þurfi að leita samstarfs við Framsóknar- flokkinn. „Málefnalega snýst þetta um stóru málin, Borgarlínu og sam- göngusáttmála,“ segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar. Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins, átti fundi í gær með að minnsta kosti fjórum oddvitum annarra flokka í borgar- stjórn, þar á meðal Hildi Björnsdótt- ur, oddvita Sjálfstæðisflokksins, og Degi. Einar sagði á Fréttavaktinni á Hringbraut í gærkvöldi að Fram- sóknarflokkurinn væri með mjög skýrt umboð til pólitískrar forystu. Hildur segir það ótrúverðugt hjá Framsóknarf lokknum að mynda meirihluta með gamla meirihlut- anum, þar sem f lokkurinn hafi talaði fyrir breytingum. Í Garðabæ munaði tólf atkvæðum á því að Garðabæjarlistinn næði inn sínum þriðja manni á kostnað sjö- unda fulltrúa Sjálfstæðisflokksins og krafðist listinn endurtalningar í gær. Talið verður á morgun. SJÁ SÍÐU 6 Framsókn er í kjörstöðu í Reykjavík Mikil mildi þykir að ekki fór verr laust fyrir klukkan tvö í gær þegar vinnulyfta losnaði af flutningabíl á aðrein þar sem Miklabraut og Hringbraut mætast í Reykjavík. Vinnulyftan lenti á eins góðum stað og hægt var, olli hvorki slysi né miklum töfum á umferð. Hins vegar er ljóst að miklar skemmdir urðu á vinnulyftunni. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK KJARAMÁL „Ég hef nú rannsakað þessi mál lengi og því ekki mikið sem kemur mér á óvart í þessu,“ segir Stefán Ólafsson, prófessor í félagsfræði og ábyrgðarmaður Kjara frétta Eflingar sem komu út í gær. Hann segir þó hafa komið sér í opna skjöldu hversu erfitt öryrkj- ar, sem vilja bæta hag sinn með atvinnuþátttöku samhliða lífeyris- töku, eigi með að ná endum saman. „Örorkulífeyrisþegi sem af lar sér allt að 200 þúsund króna með atvinnuþátttöku. Það kemur mér á óvart hvað það bætir hag hans lítið,“ segir hann og bætir við að þetta sé dæmi um ofurskerðingar. SJÁ SÍÐU 4 Aukatekjur hjálpa öryrkjum lítið

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.