Fréttablaðið - 17.05.2022, Qupperneq 2
Að þetta gamall maður
hafi verið kosinn, ég
man ekki eftir neinu
slíku dæmi.
Ólafur Þ. Harðar-
son, stjórnmála-
fræðiprófessor
Sögulegar kosningar urðu um
helgina hvað varðar framgang
eldri borgara. Aldurshöfðingi
þeirra sem náðu kjöri er á
níræðisaldri.
bth@frettabladid.is
SAMFÉLAG „Ég man ekki í f ljótu
bragði eftir neinum sem er eldri en
Brynjólfur, eflaust hafa álíka gamlir
menn verið á listum, oft í heiðurs-
sætum, en að þetta gamall maður
hafi verið kosinn, ég man ekki eftir
neinu slíku dæmi,“ segir Ólafur Þ.
Harðarson stjórnmálafræðipró-
fessor.
Framgangur eldri borgara í sveit-
arstjórnarkosningunum náði hæstu
hæðum um síðustu helgi. Brynjólfur
Ingvarsson, sem hlaut glæsilegt kjör
og fékk 12,2 prósenta fylgi á Akur-
eyri sem bæjarfulltrúi fyrir Flokk
fólksins, er á níræðisaldri.
Af fleirum í kringum eftirlauna-
aldur er það að segja að Guðmundur
Árni Stefánsson í Hafnarfirði, þar
sem Samfylkingin fékk fjóra menn,
er fæddur 1955. Helga Jónsdóttir,
fædd 1954, fékk mikið fylgi fyrir Vini
Kópavogs og tvo menn kjörna. Páll
Magnússon, fyrrverandi sjónvarps-
stjóri og þingmaður, fæddur 1954,
treysti stoðir meirihlutans í Eyjum.
„Ég held að það sé mjög heppi-
legt að í hópi kjörinna fulltrúa sé
bæði ungt fólk og fólk sem komið
er á virðulegan aldur. Mér sýnist að
í síðarnefnda hópnum séu fleiri en
nokkru sinni sem fara inn í bæjar-
stjórnir eða eru mjög nálægt því,“
segir Ólafur.
Brynjólfur Ingvarsson, aldurs-
höfðingi á Akureyri, bjó sig undir
reiðtúr þegar Fréttablaðið náði tali
af honum í gær. Hann er á 81. ald-
ursári, segist við góða heilsu, enda
reyni hann að ganga daglega, synda
eða ríða út.
Brynjólfur segist þakklátur fyrir
kjörið, enda sé mikilvægt að eldri
borgarar hafi rödd meðal kjörinna
fulltrúa.
„Það er búið að ræða það í ára-
tugi að aldraðir búi við áhyggju-
laust ævikvöld en í seinni tíð
verður margt eldra fólk sífellt
áhyggjufyllra,“ segir geðlæknirinn
Brynjólfur.
Brynjólfur segir húsnæðismál
aldraðra í lamasessi. Sá málaflokkur
hafi einkum orðið til þess að hann
fór fram. Úrræði milli þess að eldri
borgarar búi í eigin einbýlishúsi og
fari á stofnun vanti alveg.
„Það þarf millistig,“ segir Brynj-
ólfur. „Þetta er aðalverkefnið sem ég
sé fram undan hjá mínum flokki,“
bætir Brynjólfur við og þakkar kjós-
endum traustið. n
Brynjólfur hefur pólitískan
feril kominn á níræðisaldur
Brynjólfur Ingvarsson geðlæknir ríður út daglega og segir það mikla heilsubót.
Allt bendir til að hann sé elsti oddviti í kosningum innanlands sem nær kjöri.
FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN
Steinhella 17a / 221 Hafnarfjörður / s. 577 5050 / www.gluggasmidjan.is
gæða veka PLaSTgLuggar
• Útlit eins og timburgluggar
• Henta mjög vel í gluggaskipti!
• Þarf ekki að skrapa og mála
eins og timburglugga!
Gott verð og stuttur
afhendingartími!
Dagur mannréttinda
helenaros@frettabladid.is
VEÐUR Einstök veðurblíða var um
allt land í gær og fór hitinn yfir
nítján gráður á nokkrum stöðum.
Á Brúsastöðum á Norðurlandi
vestra mældist hitinn 19,5 gráður, á
Húsavík 19,3 og í Ásbyrgi 19,1 gráða.
Þorsteinn Jónsson, veðurfræð-
ingur á Veðurstofu Íslands, segir
kannski ekki verða alveg jafn hlýtt
í dag en að hitinn geti þó farið upp
í 19 gráður á sömu stöðum og í gær.
Á höfuðborgarsvæðinu mæld-
ist hitinn í gær hjá Korpu yfir 16
gráður. Útlit er fyrir aðeins lægra
hitastig í dag vegna skýjaðs himins
en búast má við um 14 gráðum og
rigningu seinnipartinn að sögn
Þorsteins. n
Nær tuttugu stiga
hiti nyrðra í gær
Veðurblíða í Ásbyrgi.
FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
19,5
stiga hiti mældist á
Brúsastöðum í gær.
ragnarjon@frettabladid.is
STJÓRNSÝSLA Í svari dómsmála-
ráðherra, Jóns Gunnarssonar, við
fyrirspurn þingmanns Pírata, Andr-
ésar Inga Jónssonar, um þvingaðar
brottvísanir frá landinu kemur ekki
fram hvort fólki hafi verið gefin lyf
til þess að auðvelda meðhöndlun
þeirra sem fluttir eru úr landi.
Að sögn Andrésar Inga kemur það
á óvart að ekkert sé minnst á þetta
atriði í svari ráðherra þar sem sér-
staklega hafi verið beðið um upp-
lýsingar varðandi það.
„Sérstaklega er óskað upplýsinga
um það hvort fólki hafi verið gefin
lyf gegn vilja þess í þeim tilgangi að
auðvelda yfirvöldum brottvísun-
ina,“ orðaði Andrés fyrirspurn sína
en svarið birtist í gær.
Aðspurður segist Andrés ekki vita
hvert hann eigi að snúa sér til þess
að fá svör varðandi málið en íhugar
þó að endursenda fyrirspurn sína
með meiri áherslu á þetta tiltekna
atriði.
Í svari dómsmálaráðherra segir
að heimilt sé að beita svokölluðu
flutningsbelti þegar fólk er fjarlægt
úr landi með valdi en lyfjagjöfinni
var sleppt. n
Andrés veit ekki hvert á að snúa sér
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri afhenti mannréttinda- og hvatningarverðlaun í gær við hátíðlega athöfn í Höfða á mannréttindadegi Reykjavíkurborgar. Líf
Magneudóttir, oddviti VG í Reykjavík, fylgist vel með Degi en hún hefur lýst því yfir að VG gefi ekki kost á sér í meirihluta í borginni. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
Andrés Ingi
Jónsson, þing-
maður Pírata
2 Fréttir 17. maí 2022 ÞRIÐJUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ