Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.05.2022, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 17.05.2022, Qupperneq 4
FÁRÁNLEGA LÁGT VERÐ Við bjóðum upp á takmarkað magn af hjólbörðum og felgum fyrir fólksbíla, minni jeppa, stærri jeppa og pallbíla. Ný og ónotuð dekk á ótrúlegu lágu verði. Gott úrval af dekkjum og felgum. Hér fyrir neðan má sjá verðdæmi um dekk og felgur í boði: Dekkja- og felgugangar: 32” 255/75R17 - 199.000 kr. 33,5” 285/60R20 - 199.000 kr. 33” 275/70R18 - 179.000 kr. Dekkjagangur: 32” 255/75R17 - 69.960 kr. 30,5” 285/60R20 - 79.600 kr. 33” 275/70R18 - 79.600 kr. ALLAR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ISBAND.IS, DEKK@ISBAND.IS OG Í SÍMA 590 2323 FYRSTIR KOMA - FYRSTIR FÁ ÍSLENSK-BANDARÍSKA EHF • VERKSTÆÐI OG VARAHLUTAVERSLUN • SMIÐSHÖFÐA 5 • 110 REYKJAVÍK SÍMI 590 2323 • THJONUSTA@ISBAND.IS • WWW.ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 07:45 - 17:00 Fleiri stærðir í boði. Uppgefið verð er heill umgangur eða 4 stk með vsk. tsh@frettabladid.is EVRÓPUMÁL Svíar hafa formlega staðfest fyrirætlanir sínar um að sækja um aðild að Atlantshafs- bandalaginu. Magdalena Anders- son, forsætisráðherra Svíþjóðar, tilkynnti þetta á blaðamannafundi í Stokkhólmi í gær. Svíar feta þar með í fótspor Finna, sem tilkynntu á sunnudag að þeir hyggist sækja um í NATO. „Það er mikill meirihluti innan sænska þingsins um inngöngu í NATO. Þetta er það besta fyrir þjóðaröryggi Svíþjóðar. Við munum tilkynna NATO að við viljum gerast meðlimur í bandalaginu,“ sagði Magdalena Andersson. Að sögn forsætisráðherrans verð- ur Svíþjóð í „viðkvæmri stöðu“ á meðan umsókn þeirra verður tekin fyrir í NATO en hún telji mikinn stuðning vera við málið á meðal Svía. Ákvörðun Finna og Svía um að ganga í NATO og snúa þar með baki við áratugalangri veru sinni utan hernaðarbandalaga hefur vakið upp hörð viðbrögð Rússa sem segja Norðurlandaþjóðirnar tvær gera alvarleg mistök sem muni hafa víð- tækar afleiðingar. „Þeir ættu ekki að gefa sér þá tál- sýn að við munum bara sætta okkur við þetta,“ sagði aðstoðarutanríkis- ráðherra Rússlands, Sergej Ríjabkov, í viðtali við rússneska fjölmiðla. n Svíar sækja um aðild að NATO Magdalena Andersson, for- sætisráðherra Svíþjóðar sbt@frettabladid.is SKÓLAMÁL Útskriftarefni úr Mennta- skólanum í Reykjavík (MR) þurfa að veita samþykki fyrir að lesa megi upp nafn þeirra við skólaslit, að þeirra sé getið sem verðlaunahafa og að nafn þeirra sé á lista brautskráðra frá skólanum. Rektor skólans segir persónu- verndarlög kveða á um þetta. For- stjóri Persónuverndar er þó ekki á sama máli. Nemendur MR fengu tölvupóst frá stjórnendum skólans þar sem upplýst var um að nemarnir þyrftu að veita samþykki fyrir þessu. Elísa- bet Siemsen, rektor MR, segir í sam- tali við Fréttablaðið að skólinn sé að uppfylla fyrirmæli frá Persónuvernd. „Þetta gengur líka út á að við erum að senda lista og segja hverjir voru efstir og það hefur farið í blöðin og við þurfum að fá samþykki fyrir þessu,“ segir Elísabet. Helga Þórisdóttir, forstjóri Per- sónuverndar, segir Persónuvernd ekki hafa gert athugasemd við fram- kvæmd útskrifta og sér ekki ástæðu til þess. „Þetta hefur verið gert alla tíð og aldrei nokkurn tímann hefur verið gerð athugasemd við það. Þetta er, að því er virðist, of þröng túlkun á persónuverndarlögum,“ segir Helga. Hún segir misskilning á lögunum hafa verið algengan frá því að nýju persónuverndarlögin tóku gildi árið 2018. n Persónuvernd segir MR biðja um samþykki að ástæðulausu Útskriftarnemar í MR dimmitera. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Í greiningu Eflingar segir að almannatryggingakerfið og tekjuskattskerfið streitist gegn því að öryrkjar geti bætt afkomu sína með atvinnu- þátttöku. jonthor@frettabladid.is KJARAMÁL Öryrkjar sem vilja bæta hag sinn með atvinnuþátttöku sam- hliða lífeyristöku eiga þrátt fyrir það erfitt með að ná endum saman. Þetta eru niðurstöður Kjara frétta Eflingar, en þar segir að of lágur líf- eyrir almannatrygginga, of miklar skerðingar og of háir skattar á lágar tekjur lífeyrisþega festi allt of marga örorkulífeyrisþega í fjötrum fátæktar. „Ég hef nú rannsakað þessi mál lengi og því ekki mikið sem kemur mér á óvart í þessu,“ segir Stefán Ólafsson, prófessor í félagsfræði og ábyrgðarmaður Kjarafrétta, í sam- tali við Fréttablaðið. Hann nefnir þó dæmi um niðurstöður sem komu honum í opna skjöldu. „Örorkulífeyrisþegi sem af lar sér allt að 200 þúsund króna með atvinnuþátttöku. Það kemur mér á óvart hvað það bætir hag hans lítið. Þó að það saxi á hallareksturinn þá dugar það samt ekki til,“ segir hann og bætir við að þetta sé dæmi um ofurskerðingar. Þar vísar hann í dæmi úr grein- ingu sinnu. Þar er skoðaður öryrki sem býr einn í sextíu fermetra leiguíbúð í Reykjavík. Miðað er við örorku við fjörutíu ára aldur, og þrjár mismunandi leiðir skoð- aðar: þar sem einstaklingurinn er ekki með neinar aðrar tekjur en frá lífeyrinum, þar sem hann fær 100 þúsund krónur aukalega úr atvinnuþátttöku og síðan þar sem hann fær 200 þúsund krónur auka- lega, líka úr atvinnuþátttöku. Niðurstaðan er sú að allir þrír einstaklingarnir koma út með halla mánaðarlega. Sá sem er með engar tekjur aukalega endar í tæplega 45 þúsund króna halla, sá sem er með 100 þúsund króna tekjur endar í tæplega 23 þúsund króna halla og að lokum endar sá sem er með 200 þúsund króna tekjur í rúmlega tvö þúsund króna halla. Í greiningunni segir að megin- lexían af þessum reiknidæmum sé sú, að almannatryggingakerfið og tekjuskattskerfið streitist gegn því að öryrkjar geti bætt afkomu sína með atvinnuþátttöku. Svipuð dæmi eru tekin þar sem aukatekjurnar komu frá lífeyrissjóðum og eru niðurstöðurnar svipaðar. Í grein- ingunni er fullyrt að kerfið sé með þessu að festa fólk í fátæktargildru. „Þetta er eins vitlaust og getur verið í lífeyriskerfi,“ segir Stefán, sem telur þetta fyrirkomulag vinnu- letjandi. Þá gagnrýnir hann vel- ferðarkerfið yfir höfuð og segir það órökrétt og ósanngjarnt á marga vegu. Í Kjarafréttum Ef lingar segir síðan að velferðarkerfið ætti að styðja betur við afkomu þeirra sem þurfa á því að halda og hvetja jafn- framt til sjálfsbjargar með atvinnu- þátttöku. Því er síðan haldið fram að í stað þess að gera það leggi kerfið stóra steina í götu fólks sem vill vinna með örorkulífeyrinum. n Tvö hundruð þúsund króna tekjur bæti kjör öryrkja afskaplega lítið Þetta er eins vitlaust og getur verið í lífeyris- kerfi. Stefán Ólafsson, prófessor í félagsfræði og ábyrgðarmaður Kjarafrétta Eflingar Öryrki sem getur unnið og aflað sér aukatekna nær samt ekki að ná endum saman, samkvæmt reikningum Kjara frétta Eflingar. FRÉTTABLAÐIÐ/ VALLI 4 Fréttir 17. maí 2022 ÞRIÐJUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.