Fréttablaðið - 17.05.2022, Qupperneq 6
3,7
prósent atkvæða
fékk Miðflokkurinn
í Garðabæ.
Það sem þátttakendur uppskera:
• Aukið sjálfstraust, sterkari sjálfsmynd og trú á eigin getu
• Hugrekki til að segja sína skoðun óháð áliti annarra
• Kjark til að tala um eigin líðan og annarra
• Leiðir til að eignast vini, bæta samskipti og styrkja sambönd
• Þor til að koma hugmyndum sínum á framfæri
• Betra skipulag og skýrari markmið
• Jákvætt viðhorf og kvíða/streitustjórnun
• Kveikja eldmóð og sýna seiglu
Námskeið hefjast:
9 til 12 ára Leiðtogabúðir 20. júní 8.45-17.00 4 dagar í röð
10 til 12 ára 13. júní 9.00-13.00 átta virka dagar í röð
13 til 15 ára 13. júní 13.30-17.00 átta virka dagar í röð
16 til 19 ára 3. ágúst 18.00-22.00 tvisvar í viku, 9 skipti
20 til 25 ára 30. maí 18.00-22.00 tvisvar í viku, 9 skipti
Komum sterk inn í sumarið
Skráning á dale.is eða 555 7080
Ókeypis kynningartími dale.is/ungtfolk
*Hægt er að nota frístundastyrki bæjarfélaga sem greiðslu - Youth_Ad_040722
bth@frettabladid.is
STJÓRNMÁL Meirihluti kjósenda
í sameinuðu sveitarfélagi Þing-
eyjarsveitar og Skútustaðahrepps
hafnaði sitjandi meirihlutafull-
trúum sveitarfélaganna tveggja í
kosningunum um helgina.
Tveir listar voru í framboði,
E-listi og K-listi. K-listann leiddi
oddviti Skútustaðahrepps, Helgi
Héðinsson, sem jafnframt er vara-
þingmaður f y rir Framsóknar-
f lokkinn. Listinn fékk 47 prósent
og fjóra menn kjörna. Nýja fólkið,
E-listinn, fékk 53 prósent og fimm
menn kjörna.
Þar var fólk í efstu sætum sem
ekki hefur setið í sveitarstjórnum
í héraðinu undanfarin ár.
Gerður Sigtryggsdóttir, full-
trúi af E-lista, segir að meirihlutar
úr báðum sveitarfélögum ásamt
minnihluta í Þingeyjarsveit hafi
sameinast um að bjóða fram saman
undir merkjum K-listans. Því sæti
útkoma kosninganna tíðindum.
Gerður segir K-listann hafa
goldið fyrir boðaðar breytingar
sem hefðu þýtt að þrír sviðsstjórar
væru ráðnir og þeir farið með vald
sveitarstjóra ásamt einum kjörnum
fulltrúa í stað eins sveitarstjóra,
með auknu f lækjustigi og fjárút-
látum.
„Þetta hefði orðið gjörólíkt hefð-
bundinni stjórnsýslu sveitarfélaga,“
segir Gerður sem kveður fulltrúa
Íbúalistans þó hlakka til að starfa
með fulltrúum minnihlutans. n
Hugmyndir um bruðl hafi bylt
sitjandi fulltrúum í Þingeyjarsveit
Oddviti Framsóknarflokksins
í borginni segir flokkinn hafa
umboð til pólitískrar forystu.
Oddviti Sjálfstæðismanna
segir að stærsti flokkurinn
eigi að fá borgarstjórastólinn.
bth@frettabladid.is
STJÓRNMÁL Dagur B. Eggertsson,
oddviti Samfylkingarinnar, vill
ekki svara hvort til greina komi að
hann og Einar Þorsteinsson, oddviti
Framsóknar, skipti með sér borgar-
stjórastólnum á kjörtímabilinu.
Með öllu er óljóst hvort Einar Þor-
steinsson hallar sér til hægri eða til
vinstri við myndun nýs meirihluta
í borginni. Framgangur annarra
flokka er í höndum Einars en hann
átti fundi í gær með að minnsta
kosti fjórum oddvitum annarra
f lokka í borgarstjórn, þar á meðal
Hildi Björnsdóttur, oddvita Sjálf-
stæðisf lokksins, og Degi. Fundur
Dags og Einars fór fram á leyni-
legum stað undir kvöld.
„Málefnalega snýst þetta um
stóru málin, Borgarlínu og sam-
göngusáttmála,“ segir Dagur B. Egg-
ertsson sem hrósar Einari.
„Hann er að gera rétt með því að
spjalla við alla,“ segir Dagur.
Einar gæti myndað meirihluta
með Samfylkingu og Pírötum með
eða án Viðreisnar. Hann sagði á
Baráttan um borgina er nú
komin í hendurnar á Einari
K O S N I N G A R 2 0 2 2
n Sjálfstæðis-
flokkurinn
n Samfylkingin
n Framsóknar-
flokkurinn
n Píratar
n Sósíalistar
n Viðreisn
n Flokkur fólksins
n Vinstri græn
4
3
2
1 1 1 6
5
Skipting sæta í borgarstjórn Reykjavíkur
Ýmsir möguleikar eru á meirihlutasamstarfi í borgastjórn þótt sumir flokkar útiloki aðra. MYND/HRINGBRAUT
Fulltrúar E-listans fögnuðu sigri í sameinuðu sveitarfélagi. MYND/AÐSEND
Fréttavaktinni á Hringbraut í gær
að Framsóknarf lokkurinn væri
með fjóra fulltrúa í borginni með
mjög skýrt um boð til pólitískrar
for ystu. Einar hefur ef til vill einnig
val um myndun meirihluta til hægri
með Sjálfstæðismönnum, Kolbrúnu
Baldursdóttur, borgar f ulltr úa
Flokks fólksins, og Þórdísi Lóu Þór-
hallsdóttur, fulltrúa Viðreisnar.
Fréttablaðið spurði Dag hvort
hann gæti hugsað sér að gefa frá
sér borgarstjórastólinn í meiri-
hlutasamstarfi með Framsóknar-
flokknum.
„Ég hef í fyrri viðræðum aldrei
gert þá kröfu,“ svarar Dagur. Þá vill
hann ekki svara hvort til greina
komi að þeir Einar deili borgar-
stjórastólnum á kjörtímabilinu.
„Það er alveg ótímabært að ræða
það,“ segir Dagur, enda séu mál-
efnin í fyrsta sæti, síðan komi verka-
skipting.
Hildur Björnsdóttir segir að það
væri ótrúverðugt hjá Framsókn ef
f lokkurinn hygðist mynda nýjan
meirihluta með gamla meirihlut-
anum, þar sem Framsókn talaði í
kosningabaráttunni fyrir breyt-
ingum.
Spurð hvort hún geri kröfu um
borgarstjórastól ef f lokkurinn
myndar meirihluta með Fram-
sóknarflokknum og fleiri f lokkum
segir Hildur að hefð sé fyrir að odd-
viti stærsta f lokksins fái borgar-
stjórastól. n
gar@frettabladid.is
STJÓRNSÝSLA „Þetta var fyrst og
fremst mjög kjánalegt,“ segir Har-
aldur Á. Gíslason, umboðsmaður
Miðflokksins í Garðabæ, sem í kosn-
ingunum á laugardag gerði athuga-
semd við það hvernig kjörseðillinn
var brotinn saman.
„Seðillinn var ekki brotinn til
helminga heldur tvíbrotinn og Mið-
flokksendinn var brotinn sér. Þann-
ig að hann sást ekki nema þú opn-
aðir seðilinn alveg. Ég tók ekki eftir
þessu fyrr en ég kaus sjálfur,“ segir
Haraldur sem kveður kjörstjórnina
hafa tekið vel í athugasemd Mið-
flokksmanna og afhent kjörseðilinn
opinn til kjósenda eftir það.
Haraldur kveður engin eftirmál
verða vegna þessa máls. „Ég held
nú ekki að við höfum tapað manni
fyrir þetta,“ bendir hann á. Mið-
flokkurinn fékk 3,7 prósent atkvæða
í Garðabæ og var langt frá því að ná
inn bæjarfulltrúa. „Ég hafði svo sem
ekki stórar áhyggjur af þessu.“ n
Sá ekki flokkinn sinn fyrir brotinu
Listar Garðabæjarlistans og Mið-
flokksins í Garðabæ voru undir broti
til hægri á kjörseðlinum. MYND/AÐSEND
6 Fréttir 17. maí 2022 ÞRIÐJUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ