Fréttablaðið - 17.05.2022, Síða 8
n Halldór
n Frá degi til dags
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jón Þórisson RITSTJÓRI: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@
frettabladid.is , Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is . Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni.
Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is
VEFSTJÓRI: Einar Þór Sigurðsson einarthor@frettabladid.is, MARKAÐURINN: Guðmundur Gunnarsson ggunnars@frettabladid.is, HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir
kolbrunb@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Hörður Snævar Jónsson hoddi@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Eðlilegt og
líklegt er
að Einar
geri kröfu
um borgar-
stjórastól-
inn.
Elín
Hirst
elinhirst
@frettabladid.is
Svokölluð innflutt verðbólga, það er hækkanir á inn-
fluttum vörum vegna mikilla verðhækkana á alþjóð-
legum mörkuðum, er áhyggjuefni margra, ekki sízt
vegna áhrifa á matarverð. Verðlagseftirlit Alþýðusam-
bandsins komst þó að þeirri áhugaverðu niðurstöðu að
innlend matvæli, til dæmis mjólkurvörur og kjöt, hefðu
hækkað mun meira en innfluttar vörur undanfarið og
nefndi hagfræðingur ASÍ skort á samkeppni sem eina
skýringuna á því.
Innlend búvöruframleiðsla nýtur þess að háir
verndartollar eru lagðir á innfluttar búvörur. Heimildir
til að flytja inn búvörur á lægri eða engum tolli, svokall-
aðir tollkvótar sem samið er um í alþjóðasamningum,
eru takmarkaðar. Auk þess fer íslenzka ríkið þá leið að
bjóða upp kvótana og slagar verðið, sem innflytjendur
greiða fyrir þá, stundum upp í fullan toll á vörunni. Allt
takmarkar þetta samkeppni.
Stjórnmálamenn hafa velt upp leiðum til að milda
áhrif hækkandi matarverðs á almenning. Matvælaráð-
herrann sagði í viðtali að henni fyndist ekki útilokað
að fella niður virðisaukaskatt á matvælum tímabundið.
Sú leið hefði vissulega áhrif á verð, en þýddi um leið
mikið tekjutap ríkissjóðs. Tekjur ríkisins af tollum
eru hins vegar mjög litlar. Nærtækari leið væri því að
lækka tolla. Ef kjúklingur hækkar til dæmis í verði um
500 krónur á alþjóðlegum mörkuðum, myndi lækkun
tolla um 500 krónur þýða sömu vernd fyrir innlenda
framleiðslu, í stað þess að innlendir framleiðendur geti
hækkað sínar vörur í skjóli aukinnar verðverndar.
Í vikunni benti Félag atvinnurekenda á að sumir
innlendir búvöruframleiðendur stunda þá vafasömu
viðskiptahætti að bjóða hátt í tollkvóta fyrir vörur,
sem eru fluttar inn í samkeppni við framleiðslu þeirra,
fá þannig meirihluta kvótans í sinn hlut og geta ráðið
verðinu. Önnur leið sem mætti fara til að lækka matar-
verð er að úthluta tollkvótum fyrir búvörur án endur-
gjalds, í stað uppboðanna. Samkeppniseftirlitið hefur
mælt með slíkri leið, enda þýddi hún að alþjóðleg sam-
keppni veitti innlendu framleiðslunni meira aðhald. n
Ráð gegn innfluttri
verðbólgu
Ólafur
Stephensen
framkvæmdastjóri
Félags atvinnu-
rekenda
Úrslit sveitarstjórnarkosninganna
í Reykjavík eru söguleg. Fram-
sóknarflokkurinn er óumdeildur
sigurvegari. Ýmsar sviðsmyndir
eru mögulegar þegar kemur að
myndun nýs meirihluta í borginni. Einar Þor-
steinsson og Framsóknarflokkurinn hljóta
að vera þar í forystuhlutverki, miðað við ákall
kjósenda. Eðlilegt og líklegt er að Einar geri
kröfu um borgarstjórastólinn. Eins og Einar
sagði sjálfur á Fréttavaktinni á Hringbraut í
gærkvöld þá er núverandi meirihluti fallinn og
nýr tekur við.
Kosningaúrslit eru Framsóknarflokknum
hliðholl víðar en í Reykjavík. Það sama var upp
á teningnum í síðustu kosningum. Flokkurinn
hefur breytt um ásýnd, breyst úr því að vera
flokkur sem alltaf var að verja kerfið ásamt
því að ástunda ýmiss konar sjálfshygli, í að
verða flokkur sem boðar að almannaheill sé í
fyrirrúmi. Ásmundur Einar Daðason hefur átt
drjúgan þátt í þessu með áherslu á velferðarmál
og málefni barna. Einar Þorsteinsson segist
vilja hafa hreinskilni og gegnsæi að leiðarljósi.
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður flokksins,
vill koma böndum á ofurhagnað í sjávarútvegi
þannig að þjóðin fái réttlátan skerf. Flokkurinn
geldur ekki fyrir óviðurkvæmileg ummæli
hans eins og margir töldu víst. Vonandi er það
breyting sem er einlæg og komin til að vera. n
Afleit tímasetning
Léleg kjörsóknin í þessum kosningum er mikið
áhyggjuefni. Kjörsókn á landinu öll var aðeins
63 prósent en var 68 prósent í síðustu sveitar-
stjórnarkosningum. Ný lög tilgreina að sveitar-
stjórnarkosningar fari fram annan laugardag í
maí. Gagnrýni hefur komið fram á þessa dag-
setningu. Hún sé afleit fyrir ungt fólk.
Árni Pétur Árnason, háskólanemi og fram-
bjóðandi Pírata í Kópavogi, segir umgjörð
kosninga fjandsamlega ungu fólki. Á meðan á
kosningabaráttu standi sitji háskólanemar og
menntskælingar lokaðir inni á bókasöfnum við
próflestur og ritgerðarskrif.
Pawel Bartoszek, nú fyrrverandi borgarfull-
trúi Viðreisnar, tekur í sama streng. Ríkisstjórn
og Alþingi verði að endurskoða lögin. Ef það
verði ekki gert muni fátt ungt fólk taka þátt
í sveitarstjórnum. Það hafi síðan keðjuverk-
andi áhrif því ungt fólk kjósi enn síður þegar
jafnaldrar þess eru ekki í framboði. n
Borgarstjórastóll
N Ý F O R M
h ú s g a g n a v e r s l u n
h ú s g a g n av e r s l u n
Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is
Mikið úrval af HVÍLDARSTÓLUM
með og án rafmagns lyftibúnaði
Komið og
skoðið úrvalið
benediktboas@frettabladid.is
toti@frettabladid.is
Óður RÚV til NFS
Ólöf Rún Skúladóttir gerði svo
geggjaða frétt í aukafréttatíma
RÚV í hádeginu á sunnudag
að hún var spiluð aftur þegar
kvöldfréttatíminn fór í loftið.
Segja gárungarnir að þetta minni
á gamla góða tíma NFS sem
spilaði sömu fréttir í sólarhring.
RÚV lagði allt í sölurnar þessar
kosningarnar og inniskórnir fóru
upp í hillu og fréttamenn RÚV
skelltu sér út. Allar hendur voru
uppi á dekki og því hjákátlegt að
fréttastofan hafi, þrátt fyrir fjöl-
menni á vakt, ekki haft úr meiru
að moða í kvöldfréttatímanum
en endurvinnslu á frétt Ólafar.
Geirfuglabjargið
Á kosninganótt var enginn
skortur á álitsgjöfum á sam-
félagsmiðlum sem voru örlátir á
alls konar greiningar og skoðanir
langt umfram eftirspurn. Þó dró
til nokkurra tíðinda á Facebook
þegar Össur Skarphéðinsson
rumskaði og rauf þögnina þegar
hann las það helst úr tölum sem
áttu eftir að koma seint og illa að
Framsókn væri með friðhelgi í
Íslandsbankaklúðrinu auk þess
sem flokkurinn væri að vinna
annan óbeinan sigur í því að
„úrslit kvöldsins virðast vera
andlátstilkynning Miðflokksins,
sem alls staðar er að hverfa nema
í Grindavík. En skammt þaðan
voru einmitt heimkynni síðasta
geirfuglsins …“n
SKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ 17. maí 2022 ÞRIÐJUDAGUR