Fréttablaðið - 17.05.2022, Side 11
KYNN INGARBLAÐ
ALLT
ÞRIÐJUDAGUR 17. maí 2022
jme@frettabladid.is
Prófessor Robert Poulin frá
Háskólanum í Otago á Nýja-Sjá-
landi vill að fólk hugsi sig tvisvar
um áður en það nefnir nýjar
tegundir eftir frægu fólki, vegna
hættu á að stjörnurnar falli í ónáð
síðar. Undanfarið hefur nætur-
fiðrildi verið nefnt í höfuðið á
Donald Trump, þúsundfætla nefnd
eftir Taylor Swift og froskur eftir
David Attenborough. Doktor
Poulin líkir þessu við frændhygli.
Doktor Poulin skrifar: „Hetja eins
er þorpari annars og vel þokkaðar
stjörnur samtímans geta minnkað
í vinsældum … Í staðinn ætti að
nefna tegundir eftir lagi þeirra eða
staðnum sem þær fundust á,“ bætir
hann við.
Illa séður kynjamunur
Að nefna tegundir eftir sjálfum
sér segir doktor Poulin vera illa
séð. Hann tekur til dæmis 2.900
tegundir af helminths, sem eru
sníkjuormar, sem hann hefur verið
að rannsaka. Margar tegundirnar
séu nefndar eftir frægum vísinda-
mönnum. „Þessar skepnur, sem
allar voru uppgötvaðar á síðustu
20 árum, sýna fram á stöðuga
kynjahlutdrægni, enda voru
tegundirnar oftar en ekki nefndar
eftir karlkyns vísindamönnum.“
Hann bætir við: „Að lokum hefur
tilhneiging flokkunarfræðinga til
þess að nefna nýjar tegundir eftir
fjölskyldumeðlimum eða nánum
vinum aukist gríðarlega á síðustu
20 árum.“ n
Nafntogaðar og
nýjar tegundir
Þúsundfætlutegundin Nannaria
swiftae er nefnd í höfuðið á Taylor
Swift. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
Kristján Sveinsson, eigandi Novus Habitat á Spáni, og Kristján Þórir Hauksson, einn eigenda Lindar, sjást hér handsala samning um samstarf. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Fyrsta skrefið í átt til nýrra
heimkynna á Spáni tekið heima
Að eignast fasteign á Spáni hefur aldrei verið einfaldara né þægilegra því á dögunum skrif-
aði íslenska fasteignasalan Lind undir samstarfssamning við fasteignasöluna Novus Habitat
á Spáni. Það gerir skoðunar- og kaupferli fasteigna ytra enn aðgengilegra en áður. 2
ALOE VERA
MELTING & BÓLGUR
85%VIRKTCURCUMIN
www.celsus.is