Fréttablaðið - 17.05.2022, Síða 36
80’s
í
fókus
Framhald í næsta bréfi er
óvenjulegt sviðslistaverk þar
sem fólk fær bréf send heim
til sín með dularfullri sögu er
tengist mannshvarfi í Kaup-
mannahöfn og grímuballi í
seinni heimsstyrjöldinni.
tsh@frettabladid.is
Sviðlistakonurnar Aðalbjörg Árna-
dóttir og Salka Guðmundsdóttir
frumf lytja nýstárlegt sviðslista-
verk á Listahátíð í júní. Verkið ber
titilinn Framhald í næsta bréfi og er
þátttökuverk sem byggist á bréfa-
sendingum.
Salka: „Við hugsum þetta sem
ferðalag á þínu eigin heimili. Leik-
húsið kemur heim til þín, leikhúsið
inn um lúguna segjum við. Verkið
er saga sem spannar eina öld og er
byggt mikið til á raunverulegum
stöðum og hverfist í kringum sögu-
legar staðreyndir og viðburði úr
Íslands- og mannkynssögunni.“
Verkið byggist annars vegar á
hljóðverki, eins konar útvarpsleik-
riti, sem þátttakendur hlusta á og
hins vegar á sjö bréfasendingum
sem koma inn um lúguna heima
hjá fólki.
Salka: „Í hverju og einu umslagi
eru persónuleg bréf og það eru líka
ýmiss konar gögn sem leiða þig inn í
þessa sögu. Það eru gamlar blaðaúr-
klippur, það eru ljósmyndir, það eru
símskeyti, það er ýmislegt sem segir
þér þessa sögu. Svo í hvert skipti
sem fólk fær umslag þá hlustar það
líka á hljóðverk sem fylgir hverjum
og einum hluta. Þannig að sagan
smám saman opnast fyrir þátttak-
endum.“
Hægt að njóta hvar sem er
Spurðar hvort verkið taki langan
tíma í f lutningi segir Aðalbjörg:
„Við gefum okkur fjórtán daga til
að afhenda sjö bréf. Stundum koma
þau á dags fresti en oft líða tveir
dagar á milli. Nema þú eigir heima
einhvers staðar lengst á hjara ver-
aldar, þá færðu þau send öll saman
í einum pakka og þú stjórnar því þá
bara sjálfur, opnar eitt á hverjum
degi. Okkur þótti svo mikilvægt
að það væri hægt að njóta verksins
hvar sem er á landinu og jafnvel
deila því með fjölskyldunni. Svo
sendirðu bara mömmu með þetta
upp í sumarbústað.“
Höfundar verksins eru báðir með
bakgrunn í sviðslistum. Aðalbjörg
sem leikari og Salka sem leikskáld.
Þó er ljóst að ekki er um hefðbundið
sviðslistaverk að ræða.
Aðalbjörg: „Við erum náttúrlega
sviðslistamenn upphaflega báðar.
Fyrir okkur er þetta bara sviðs-
listaverk sem þó reynir náttúrlega
á einhver mörk. Útvarpshlutinn er
greinilega bara útvarpsleikrit. Er
þetta ekki bara sviðsverk án leik-
ara?“
Salka: „Sviðsverk án sviðs. Á
ensku er þetta bara kallað perform-
ing arts. Þetta er sviðslistaverk utan
sviðs.“
Grímuball, stríð og mannshvarf
Aðalbjörg segir kveikju verksins
hafa verið gamla ljósmynd frá 1945
eftir Sigurhans Vigni sem hún fann
á Ljósmyndasafni Reykjavíkur
og er notuð sem kynningarmynd
verksins.
Aðalbjörg: „Myndin er tekin á
grímuballi hjá starfsmannafélagi
Landssmiðjunnar á Sölvhólsgötu
við stríðslok. Þetta er alveg sturluð
mynd og ég fer að rannsaka hana
til að komast að því hvað þetta er.
Þá förum við að skoða þetta starfs-
mannafélag sem var í Landssmiðj-
unni og verðum heillaðar af því og
förum í kjölfarið að skoða Sölvhóls-
götuna sem sögusvið. Margt í verk-
inu byggist á alvöru auglýsingum og
fréttum og gömlum bréfum sem við
fundum en við gefum okkur algjört
skáldaleyfi.“
Í kynningartexta Listahátíðar
er Framhaldi í næsta bréfi lýst sem
óvenjulegu og skemmtilegu ferða-
lagi fyrir forvitna. Salka segir að
í verkinu sé ákveðin ráðgáta sem
glöggir þátttakendur geti áttað sig á
þó svo að þeir taki ekki beinan þátt
í framvindu verksins.
Salka: „Þú kemst að því strax
í fyrsta bréfi að það er maður
sem hefur horfið á 8. áratugnum,
Íslendingur í Kaupmannahöfn.
Það eru nokkur lög af frásögninni
sem tengjast smám saman og efnið
hjálpar þér að tengja þau saman. En
það er vissulega ákveðið ráðgátu-
element í því.“
Aðalbjörg: „Við höfum báðar
mjög gaman af því þegar maður fær
að vera snjall lesandi, hlustandi eða
áhorfandi.“ n
Ferðalag fyrir forvitna
Kveikjan að verkinu var þessi dularfulla ljósmynd sem tekin var á grímuballi
starfsmanna Landssmiðjunnar á Sölvhólsgötu árið 1945.
LJÓSMYNDASAFN REYKJAVÍKUR/SIGURHANS VIGNIR
Þær Aðalbjörg og Salka bjóða þátttakendum upp á ferðalag á þeirra eigin heimili. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
Við höfum báðar mjög
gaman af því þegar
maður fær að vera
snjall lesandi, hlust-
andi eða áhorfandi.
Aðalbjörg Árnadóttir
toti@frettabladid.is
Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir,
lögmaður og framkvæmdastjóri,
tilkynnti framboð sitt til stjórnar
Frjálsa lífeyrissjóðsins á Facebook
með þeim orðum að hún ætli að
vinna af eljusemi og heiðarleika
fyrir sjóðfélaga og hvatti Facebook-
vini sína úr þeirra röðum til þess að
vera í sambandi.
„Ég tel mig eiga fullt erindi í stjórn
lífeyrissjóðsins, ég hef þekkingu á
starfsháttum og rekstrarumhverfi
lífeyrissjóða,“ segir Sveinbjörg sem
gerði á garðinn frægan sem odd-
viti Framsóknar og f lugvallarvina
í borgarstjórnarkosningunum 2014.
Kosið er um þrjú stjórnarsæti og
Sveinbjörg bendir á að þrír núver-
andi stjórnarmenn, sem að meðal-
tali hafi setið í stjórn félagsins í tólf
ár, óski allir eftir endurkjöri.
„Það má öllum vera ljóst að hætta
er á því að kraftur og árvekni eftir-
lits þeirrar stjórnar sem setið hefur
svo lengi dvínar,“ segir Sveinbjörg
sem ætlar sér að taka eftirlitshlut-
verk stjórnar með til dæmis rekstr-
arsamningi.
Þá segist hún fagna því að kjörið
sé nú rafrænt í fyrsta skipti enda
stórt skref í átt að sjóðfélagalýð-
ræði og mikilvægur þáttur í fram-
boði hennar. „Enda gefst nú 60.000
sjóðfélögum nú loks tækifæri til að
kjósa sinn fulltrúa í stjórn með ein-
földum hætti.“
Hún segir ýmis teikn á lofti í
íslensku efnahagslífi, hækkandi
vextir og verðbólga og mikil áskor-
un að gæta réttinda sjóðfélaga i
slíku árferði. „Það er áskorun sem
ég vil taka og fá umboð sjóðfélaga
næstu þrjú árin til að vera rödd
þeirra í stjórn sjóðsins.“
Kjörið stendur yfir þessa viku
og lýkur á hádegi á sunnudaginn
og Sveinbjörg bendir á að með raf-
rænum skilríkjum ætti ekki að taka
nema hálfa mínútu að kjósa. n
Sveinbjörg Birna vill
koma inn af krafti
Sveinbjörg Birna sér rafrænt sóknar-
færi hjá Frjálsa. MYND/AÐSEND
FRÉTTAVAKTIN
ÚTKALL
MATUR OG HEIMILI
433
Kl. 18.30 og kl. 20.30
Kl. 19.30 og kl. 21.30
Kl. 19.00 og kl. 21.00
Kl. 20.00 og kl. 22.00
Í KVÖLD
16 Lífið 17. maí 2022 ÞRIÐJUDAGURFRÉTTABLAÐIÐLÍFIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 17. maí 2022 ÞRIÐJUDAGUR