Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - apr 2018, Qupperneq 11
Siglfirðingablaðið
Þar sem glitský sigla við sjónhring
Líf og listir Ragnars Páls
Þann 22. apríl árið 1938 fæddist
lítill drengur í Reykjavík. Það fædd-
ust auðvitað eiri börn þennan dag
en þessi átti eftir að skoða heiminn
með augum listamanns sem sér
fegurðina í himninum, skýjunum,
sólinni, margbrotnu landslagi og
gömlum bátum og byggingum,
svo eitthvað sé nefnt. Hann hefur
ekki látið sér nægja að horfa heldur
fest þetta á pappír og striga með
ýmiss konar aðferðum.
Hann var skírður Ragnar Páll eftir
afa sínum og móðurbróður sem
lést ungur.
Undirrituð heimsótti hann og
spjallaði við hann um líð, tilver-
una og listagyðjurnar sem hafa
fylgt honum alla ævi, bæði í mynd-
list og tónlist.
Upphaf alls
Faðir minn var Einar oroddsen
Guðmundsson frá Króki á Rauða-
sandi, síðar héraðslæknir í Kirkju-
bæjar- Bíldudals- og Eyrarbakka-
héraði. Foreldrar hans voru Guð-
mundur Sigfreðsson, bóndi, hrepp-
stjóri og oddviti í Rauðasandshreppi
og Guðrún Júlíana Einarsdóttir
oroddsen ljósmóðir. Þau uttu
síðar með ölskylduna í Lögmanns-
hlíð í Eyjarði.
Móðir mín var Alma Sövrine Tynes
húsfreyja. Faðir hennar var Carl
Tynes skósmiður og tréskurðar-
meistari í Noregi og síðar í Kanada
eða Alaska og móðir hennar var
Elín Sesselja Steinsdóttir frá Gröf
á Höfðaströnd, veitingakona á Siglu-
rði. Hún hafði unnið hjá Óla Tynes
og Indíönu og fór með þeim til
Noregs. Þar kynntist hún Carli
ættingja Óla og varð þunguð af
móður minni. Ekkert meira varð
úr því sambandi og hún fór aftur
í heimahagana og giftist Páli Guð-
mundssyni frá Fyrirbarði í Fljótum.
Þau ráku Hótel Sigluörð í veg-
legu timburhúsi með risi og kvist-
um, húsi sem stóð hátt með útsýni
yr Aðalgötuna og torgið. Það var
alltaf mikið um að vera á hótelinu,
líf og ör alla daga, allt árið. Á sumr-
in var auðvitað alltaf nóg af alls konar
fólki og á veturna voru það agentar,
íslenskir og erlendir sölumenn, og
heilu skipshafnirnar.
Í þessu umhver hjá ömmu og afa
ólst ég upp við gott atlæti þeirra og
Rögnu móðursystur minnar sem
var mér eins og góð systir. Alma
móðir mín og Einar faðir minn
kynntust á Siglurði þegar faðir
minn kom þangað í sumarvinnu
eins og allmargt ungt fólk. Foreldr-
ar hans voru þá uttir í Eyjaörð-
inn og hann stundaði nám við
Menntaskólann á Akureyri og fór
síðan í læknisfræði í Reykjavík. Þar
bjuggu foreldrar mínir á námsárum
hans en mamma eyddi alltaf sumr-
unum í vinnu á Siglurði. Þegar
ég fæddist átti ég eldri bróður
Guðmund Rúnar f. 1936. Hann
ólst upp hjá föðurfólki okkar í Lög-
mannshlíð. Seinna eignuðust for-
eldrar mínir einnig Sverri f. 1947,
Elínu f. 1948, Önnu Sigríði f. 1951
og Normu f. 1955. Örlögin hög-
uðu því þannig að ég varð eftir á
Siglurði hjá ömmu og afa, líkaði
vel líð þar og vildi hvergi annars
staðar vera, hélt samt ágætu sam-
bandi við foreldra mína og bjó hjá
þeim eitt ár á Klaustri en á Siglu-
rði vildi ég vera og fékk að ráða
11
Málverk Ragnars Páls af Stefaníu Guðmundsdóttur leikkonu.