Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - apr. 2018, Side 22

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - apr. 2018, Side 22
22 Siglfirðingablaðið Guðsmaðurinn Gústi dró ekki af sér þegar gestir gengu til kirkju. Gestirnir sleiktu sólina enda Siglóblíðan einstök. á slá og hlaut gott klapp fyrir. Það riaðist upp fyrir við- stöddum, að stjórnandinn, Helgi Sveinsson, hafði einnig stjórnað mleikasýningu á 25 ára afmælishátíð kaupstaðarins. Fimleikamennirnir heiðruðu stjórnanda sinn að lokinni sýningunni með sérstakri gjöf, styttu af mleikamanni úr silfri. Meðan börn og unglingar skemmtu sér við að horfa á þá Bessa Bjarnason og Gunnar Eyjólfsson við barnaskólann, hröðuðu aðrir sér að íþrótta- vellinum, þar sem fram fór knattspyrnukeppni milli heima- manna og Siglrðinga búsettra annarsstaðar. Vildu estir ógjarnan missa af því að sjá heimamenn veita „óttamönn- unum“, eins og heimamenn glottandi nefndu þá burtuttu, verðskuldaða ráðningu. Urðu þeir heldur ekki fyrir von- brigðum því að leiknum lyktaði með glæsilegum sigri heima- manna. Síðan dreifðist mannöldinn — sumir til þess að skoða málverka- og ljósmyndasýningu, sem opnuð hafði verið í gagnfræða- skólanum, en aðrir til þess að tryggja sér aðgöngumiða að músíkkabarett, sem sýndur var í bíóinu um kvöldið. Fram eftir nóttu var svo stiginn dans í samkomuhúsunum báðum, en á sunnudag var hátíðardag- skránni haldið áfram. Myndirnar sem hér fylgja, tók Haiði Guðmundsson kennari þessa umræddu hátíðisdaga í júlí 1968.

x

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni
https://timarit.is/publication/627

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.