Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - apr 2018, Qupperneq 26

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - apr 2018, Qupperneq 26
Hljómsveitin Max 1969 Óli Ægis, Stjáni Hauks, Rabbi Erlends og Sverrir Elefsen. Siglfirðingablaðið Kristjáns saga Elíassonar. Einn þeirra sem kom meira við sögu á sjöunda áratugnum en margir muna eftir, var Kristján Elíasson. Ég hafði sam- band við hann og bað hann að segja mér frá aðkomu hans að siglrska poppinu, en ég mundi þá aðeins eftir honum í Enter- prise, Hiroshima og Lizu. Það kom reyndar á daginn eins og oft gerist að margt fer fram hjá mönnum í tímans rás, og það jafnvel þó það ha verið að ger- ast því sem næst undir nenu á þeim. Hann sendi mér gríðar- lega góðan og efnismikinn pistil sem fer hér á eftir. "Fyrsta hljómsveitin sem ég var í hét Sounds. Hana skipuðu ásamt mér sem lék á trommur, Guðmundur Víðir Vilhjálmsson, kallaður Ói, hann lék á sólógítar, Sverrir Elefsen á bassa, Hjálmar Jónsson á harmoniku og söngv- ari var Jónas Halldórsson. Ængar fóru fram í kjallaranum að Hversgötu 5, en þar bjuggu foreldrar Óa, suðaustur herberginu, einmitt þar sem Alfreð bakari hafði hnoðað í núggatið forðum daga. Við æfðum einhver lifandis býsn, aðallega instrúmental lög, Shadows og svoleiðis. Ói var mikill Shadows-maður enda svipur með honum og Hank Marvin á þessum árum. Einnig vorum við með Dakotas-lagið Millionaire, ábyggilega æft þús- und sinnum eða meir. Við vorum bara með eitt sungið lag, en það var vinsælasta lagið í öllum óskalagaþáttum, lagið ”Á sjó” sem Jonni söng af engu minni tilþrifum en Þorvaldur bróðir hans. Við komum einu sinni fram, spiluðum í pásu hjá Stormum á skólaballi í Gagganum, senni- lega haustið 1965. Mig rámar í að hafa verið í hljómsveit með Guðmundi Ingólfssyni og Sverri Björnssyni eftir þetta og við æfðum í Pól- stjörnubragganum, sem stóð sunnan við þar sem Bjarni málari reisti sér seinna lagerhúsnæði. Bjarni Þorsteinsson bóndi hafði umsjón með þessu húsnæði og ekkert sjálfsagðara en að lána okkur það undir ængar. Næst var það Enterprise. Í henni voru ásamt mér þeir Björn Birgisson, Kristján Hauks- son, og Jóhann Skarphéðinsson. Í fyrstu var æft í stofunni heima hjá Bjössa og í saumaherberg- inu heima hjá Stjána, við mis- jafnar undirtektir húsráðenda. Nafnið kom held ég til af því að okkur fannst þetta vera tals- vert fyrirtæki, (e. Enterprise ) og það situr eitthvað svo fast í minni mér að ugmóðurskipið Enterprise ha einnig eitthvað spilað inn í, en afhverju? Hef ekki glóru. Kannski vegna þess að það var fyrsta kjarnorku- knúna ugmóðurskipið og kjarnorka mikið til umræðu. ” Here comes the group named Enterprise” byrjaði kynningar- lagið okkar og síðan Searches gítarspil og raddað og allt, ( ef við höfðum þá mikrófón ), og þetta var, já, talsvert fyrirtæki, fannst okkur þá. Svona eftir á að hyggja nnst mér ég heyra í Searches þegar ég minnist þessarar hljómsveitar og kannski ekki að ófyrirsynju; Bjössi var mikill Searches-maður og réði miklu í bandinu. Kristján Elíasson 26

x

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni
https://timarit.is/publication/627

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.