Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - apr 2018, Qupperneq 30

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - apr 2018, Qupperneq 30
Siglfirðingablaðið hljómsveitir lifði hún ekki mjög lengi og lagðist af þegar Siggi Hólmsteins fór í M.A. Hann fór hins vegar að spila á Akureyri á menntaskólaárum sínum með nokkrum af Bravó Bítlunum, m.a. til að eiga fyrir "nauðþurftum" um helgar eins og hann tæpti á þegar ég talaði við hann. Tramps án Þolla en með Jónsa Ægis. Gunnar, Jóhann og Nonni Baddi. Hljómsveitin Hendrix var nefnd eftir gítargoðinu Það mun að öllum líkindum hafa verið öðru hvoru megin við áramótin 1968/69 að þrír ungir menn rétt ófermdir fóru að æfa saman. Þórhallur Ben á gítar, Viddi "Bö" Jóhannsson á bassa og Óttar Bjarna á trommur. Líklega var það svo Óttar sem stakk upp á að fá orgel- leikara í bandið og mun hafa bent á þann sem þetta ritar, því Óttar vissi til þess að það væri til nærri því aldargamalt fótstigið orgel heima hjá mér. Ég taldist því væntanlega líklegri en aðrir til að geta spilað eitthvað á slíkt hljóðfæri. Það reyndist þó ekki vera svo, því ég gat varla komist í gegnum Gamla Nóa klakklaust, en var engu að síður ráðinn formlega í bandið. Og menn dóu ekki ráðalausir, því Óttari hafði verið komið í píanótíma hjá Gerhard Schmidt sem var nokkuð sem hann hafði minna en engan áhuga á. Hann eygði hins vegar kærkomna undankomuleið út úr píanó- tímunum með aðkomu minni og samdi við Gerhard um að ég yrtæki tímana hans, en á þessum árum var oft langur biðlisti inn í slíka skóla. Þetta var síðan samþykkt af öllum aðilum okkur bæði til svolítillar furðu, en allmikils léttis. Þá var næsta mál að komast yr rafmagns- orgel, en sá hluti málsins leystist einnig farsællega. Ég fékk notaða Teiscord "öl" Gunnar Trausti og Gummi Ragnars í skólaferðalagi 1970. Míle þjálfari kallaði þá Gúní og Gúmí. 30

x

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni
https://timarit.is/publication/627

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.