Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - Oct 2019, Page 10
Siglfirðingablaðið10
Vísir þekktist að sjálfsögðu þetta
góða boð og aðfaranótt sunnu
dags 21. janúar sl. lagði kórinn,
47 manna hópur, af stað frá
Siglufirði. Hafa varð hraðann á
því að norðanhríð hafði skollið
á síðari hluta dags og var hætta á
að leiðin til Sauðárkróks teppt
ist, en á Sauðárkróki var ákveðið
að flugvél frá Loftleiðum flytti
hópinn suður snemma á sunnu
dagsmorgun. Ferðin þennan
fyrsta áfanga gekk vel og með
aðstoð snjómoksturstækis skiluðu
langferðabílar Siglufjarðarleiðar
hópnum til Sauðárkróks í tæka
tíð. Þaðan var flogið til Keflavík
ur og stansað þar nokkra stund,
en síðan var haldið af stað aftur
og nú flogið í einum áfanga til
flugvallarins við Nice.
Þar veitti Vísir viðurkenningunni
viðtöku, silfurskildi með áletr
uðu nafni kórsins. Sagan segir að
runnið hefðu tvær grímur á andlit
stjórnenda hátíðarinnar þegar
kórinn mætti á svæðið því þeir
hefðu ekki haft hugmynd um að
um væri að ræða fimmtíu manna
karlakór. Verðlaunaafhendingin
fór fram í Cannes í Frakklandi
laugardaginn 27. janúar 1968 á
hátíðartónleikum sem var út
varpað beint um þrjár útvarps
stöðvar í VesturEvrópu og auk
þess var dagskránni sjónvarpað
bæði í litum og svarthvítu, segir
í Vísi 7. febrúar það sama ár, en
hugmyndin er að gera þessari
frægðarferð ítarlegri skil í næsta
blaði.
Viðtal við Gerhard í Morgun-
blaðinu 1. maí 1969.
„Það tekur alltaf tvo vetur að
undirbúa söngskrá nægilega vel,
gera hana fjölbreytta og þaulæfa
hana. Þess vegna hefur Karlakór
inn Vísir haft fremur hægt um
sig nú um langt skeið, en með
þessari söngferð fórum við aftur
af stað, sagði Geirharður Valtýs
son, söngstjóri karlakórsins Vísis á
Siglufirðí, þegar við hittum hann
að máli á föstudagskvöld, þar
sem hann var önnum kafinn að
undirbúa tónleika í Hafnarfirði
þá um kvöldið. Fyrstu tónleikar
kórsins voru á Akranesi á mið
vikudagskvöld, hinir næstu í
Keflavík á fimmtudagskvöld, þá
aftur í Hafnarfirði á föstudags
kvöld, plötuupptaka á laugardag
og tónleikar í Reykjavík á mánu
dag. Þá eru einnig fyrirhugaðir
tónleikar í Vestmannaeyjum nk.
miðvikudag, ef veður leyfir flug
til Eyja, og einnig mun kórinn
koma fram á Siglfirðingakvöldi að
Hótel Sögu á þriðjudag. „Já, dag
skráin á þessu söngferðalagi okkar
er býsna ströng, en erfiðið borgar
sig, þegar vel gengur, segir Geir
harður ennfremur. Viðtökur nar
fram til þessa hafa verið frábærar.
Tónleikarnir á Akranesi voru
mjög vel sóttir, húsfyllir í Keflavík
og í Hafnarfirði er uppselt í
kvöld, þannig að við þurfum ekki
að kvarta yfir aðsókn enn sem
komið er. Uppbygging söng
skrárinnar núna er mjög svipuð
og síðast, er við vorum hér á
ferðinni. Eiginlega má segja að
hún sé tvískipt, annars vegar eru
ýmis þekkt eða vinsæl kórlög, og
svo hins vegar ýmis lög af léttara
tagi í kórútsetningu.” Geirharður
Valtýsson er fæddur og uppalinn
í Þýskalandi og Gerhard Schmidt
er hið upphaflega þýska heiti
hans. Hann kom hingað til lands
fyrir aðeins átta árum og fór þá
strax til Siglufjarðar. „Ég var ráð
inn þangað sem tónlistarkennari
árið 1961”, segir hann, „en það
var ekki fyrr en tveimur árum
síðar, að ég tók við stjórn karla
kórsins Vísis. Og með karla
kórnum hef ég átt margar
ánægjustundir, enda hygg ég,
að við kórfélagarnir getum allir
verið mjög bærilega ánægðir með
árangurinn. En hann held ég að
við getum þakkað það, að allir