Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - Oct 2019, Page 14

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - Oct 2019, Page 14
Siglfirðingablaðið14 tekin upp í þessari upptökulotu og fimmtán þeirra enduðu á plötunni. Á umslagi plötunnar segir að „Hljómsveit Vísis“ leiki á henni, en mun um að ræða með­ limi úr danshljómsveitinni Gaut­ um, Tómas Sveinbjarnarson og félaga úr Sinfóníuhljómsveit Ís­ lands. Laust textablað fylgdi með breiðskífunni en slíkt var nýmæli á þeim tíma. Eftir þessa hápunkta fór heldur að fjara undan Karla­ kórnum Vísi í útgáfumálum, en kórinn fór áfram í stór söngferða­ lög um landið. Stundum voru Gautar í för og jafnvel félagar úr Sinfóníuhljómsveit Íslands, en eftir að Geirharður hætti störfum 1974 fór gæðum kórsins að hraka samhliða þreytu og áhugaleysis sem fylgdi eðlilega í kjölfarið. Stjórnendur stöldruðu styttra við og starfið lagðist jafnvel niður á löngum köflum. Hér við íshaf. Það var svo árið 1988 að út kom tvöföld vinylplata sem bar titilinn “Hér við íshaf”, en hún hafði að geyma úrval upptaka af fyrri plötum kórsins. Reyndar kom einnig út kassetta með sama efni og veit ég ekki til þess að nein önnur tónlist með Vísi hafi komið út á því formi. Lítið hafði þá heyrst frá kórnum sjálfum í all­ nokkurn tíma. Þarna voru í bland elstu og yngstu upptökurnar og allt þar á milli. Einnig lag eins og “Vor í dal” sem hafði aldrei komið formlega út. Siglufjörður. Árið 2003 hafði Björn Jónasson sem síðast hafði verið kosinn formaður á formlegum aðalfundi kórsins, samband við þann sem þetta ritar og fór þess á leit að ég héldi utan um það verkefni að koma öllu því efni Vísis sem hafði komið út áður í stafrænt form til að gefa það út á tvöföld­ um geisladisk. Ég gerði mér ekki alveg grein fyrir hve verkefnið var viðamikið og sagði bara já eins og skot. Það tók einhvern tíma að leita uppi sæmilega góð vinyleintök sem voru ekki risp­ uð svo mikið að lagið hinum megin heyrðist í gegn og reyndar tókst það ekki alveg fullkomlega. Þá fékk ég Þóri Úlfarsson til að suðhreinsa og klippa verstu smellina úr nokkrum laganna en síðan tók mikil og lítt spennandi skriffinnskuvinna við, en STEF (Samtök tónskálda og eigenda flutningsréttar) heldur utan um höfundarréttargjöld og skráningu á allri útgefinni tónlist. Þegar þarna var komið sögu giltu aðrar og mun strangari reglur varðandi útgáfu á t.d. erlendu efni, en þegar tónlist Vísis var upphaflega gefin út. Ekki fékkst t.d. leyfi til útgáfu ef höfundur var ókunnur og allt varð að vera rétt skráð, en nokkuð vantaði upp á það í frum­ útgáfum margra verkanna. Þegar að lokum sást fyrir endann á þeim kaflanum, var farið að huga að kápu og því ritmáli sem skyldi fylgja, en Gunnar Steinþórsson sem er grafískur hönnuður tók að sér að vinna þann hluta verksins. Allt var ferlið á eftir áætlun eins og oft er, og ekki vildi betur til í flýtinum en að meinleg ritvilla slæddist inn á versta stað. Sjálfur titillinn varð því SIGLUFJÖRUR en ekki SIGLUFJÖRÐUR eins og til stóð. Reyndar hef ég grun um að færri hafi tekið eftir þessu klúðri en margur hefur haldið, en ég veit að í það minnsta var Birni Jónassyni ekki hlátur í hug vegna þessa. Ciribiribin Árið 2011 var svo gefinn út einfaldur geisladiskur í minningu söngstjórans, trompetleikarans og útsetjarans Gerhards Schmidt

x

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni
https://timarit.is/publication/627

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.