Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - Oct 2019, Page 20

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - Oct 2019, Page 20
Siglfirðingablaðið20 Að byggja kofa uppi í fjalli Fyrir ofan Háveg 12b var Guð­ mundartúnið, en það var nefnt eftir Guðmundi Þorleifssyni sem bjó ásamt Ingibjörgu Jóns dóttir konu sinni og Baldvinu frænku sinni í umræddu húsi, allt þar hann lést árið 1968. Skammt fyrir ofan túnið var vel gróin laut og þar fyrir ofan svolítið nef í landslaginu þar sem lækurinn sem rennur ofan úr Fífladölunum var stíflaður og veitt til norðurs. Í dag er hlíðin verulega breytt og alveg óþekkjanleg frá því sem áður var vegna Ríplanna eða snjóflóða­ varnargarðanna, en það er nú annað mál. Á þessum slóðum fékk ég útrás fyrir framkvæmdagleðina sem kofaheilkennið olli og ég var svo illa (eða vel) haldinn af á árunum fyrir Gaggó. Ef ég vissi af spýtum einhvers staðar sem óljóst var hver eigandi gæti verið að, leið yfirleitt ekki á löngu þar til búið var að burðast með timbrið upp í fjall og þær orðnar naglfastar. Fyrst þurfti auðvitað að grafa grunninn því þannig var nú alltaf byrjað að byggja alvöruhús, en síðan þurfti að koma fyrir stoðum sem oft voru girðingarstaurar til að mynda traust horn. Síðan var haldið áfram þar til búið var að klæða veggi og þakið komið. Lík­ lega hefðu fáir til þess bærir verið tilbúnir að gefa út fokheldis­ vottorð á þessar byggingar, en það skipti nú ekki alltaf öllu máli. Stoltir smiðirnir héldu undan­ tekningalaust glaðir heim á leið eftir mikið og gott dagsverk, og þarna var oftar en ekki haldið meira og minna til allt þar til annað hvort napur norðanvindur­ inn feykti kofanum um koll, eða einhverjir óknyttastrákar úr norðurbænum gerðu sér ferð í skjóli myrkurs suður yfir hin ósýnilegu landamæri bæjar­ hlutanna og þá var ekki að sökum að spyrja. Ekki man ég með hvaða hætti afdrif þessarar byggingar komu til, en svona enduðu þær margar. Eitt sinn var búið að byggja stærðarinnar kofa á melnum fyrir ofan Guðmundartúnið, eða eins konar deluxe týpu, því einhver hafði dregið nokkrar bárujárnsplötur af Haugunum sem voru í þetta skiptið notaðar til húsbyggingarinnar en ekki til að búa til kajak eins og algengara var þegar slíkt byggingarefni féll til. Þessi kofi var óvenju stór og reisulegur og menn voru jafnvel enn stoltari en nokkru sinni fyrr, en dag einn barst njósn af áform­ um einhverra Villimannagutta um að fara þá um kvöldið og kveikja í hinu nýreista húsi. Ekki þóttu það góðar fréttir og nokkrir Brekkuguttar skutu á fundi og réðu ráðum sínum um mögulegar björgunaraðgerðir. Það vildi þá svo vel til að nokkur snjór var í fjallinu, hæfilega blautur og því vel meðfærilegur. Niðurstaðan varð sú að við fórum nokkrir saman síðla dags upp í fjall eftir skóla og byggðum snjóhús utan um kofann svo hvergi sást í nokkra fjöl eða bárujárnsplötu. Þetta dugði að sinni og Villi­ mennirnir urðu því að hverfa frá óbrunnum kofanum þann daginn. Leó R. Ólason

x

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni
https://timarit.is/publication/627

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.