Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - Oct 2019, Page 24

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - Oct 2019, Page 24
Siglfirðingablaðið24 mönnunum var að þeir húsverðir og forsvarsmenn félaga sem höfðu samband eftir að platan kom út, spurðu ekki lengur hvað hljóm­ sveitin kostaði heldur hvort hún væri laus einhverja tiltekna helgi. Það hafði aldrei verið meira og við vorum spilandi nánast hverja einustu helgi næstu tvö árin eða svo. Í mars 1983 flutti Birgir úr bæn­ um og því þurfti að bregðast við þar sem við vorum þá aðeins tveir eftir. Þeir bræður Þórhallur og Dúi Benediktssynir gengu þá til liðs við okkur Sturlaug og æfingar hófust. Ekki höfðu þær staðið lengi þegar Sturlaugur sagðist verða að segja okkur þau tíðindi að hann væri að flytja úr bænum alveg á næstunni, þetta hefði komið mjög skyndilega upp og frekari æfingar með honum hefðu því engan tilgang. Best væri að þetta lægi fyrir strax svo við gætum brugðist við. Þórhall­ ur og Dúi horfðu niður í gólfið og þögðu báðir þunnu hljóði. Ég var svo hissa að ég var alveg kjaftstopp því ég hafði talið að Sturlaugur væri sá sem einna síst væri líklegur til að flytja úr bæn­ um af öllum mönnum. Ég hafði samband við Magnús Guðbrands og tjáði honum hvernig málum væri nú háttað. Hann sagðist þá myndu hlaupa í skarðið þar til annar bassaleikari fyndist, en sagðist ekki vera trúaður á þessa sögu. Ég hafði strax samband við nýju meðlimina og tjáði þeim að ég væri búinn að fá mann í stað þess sem væri að hætta, en mér til mikillar furðu tóku þeir mjög dræmt í það og sáu öll tormerki á því að þetta væri nein lausn mála. Það kom líka á daginn því að næsta kvöld átti ég leið að Fúsa Bald bragganum þar sem við höfðum æft, en þá var búið að skipta um skrá og mátti einnig heyra að greinilega var búið að endurlífga hljómsveitina með sömu mönnum að mér undan­ skildum. Stubbi & Stuðkarlarnir og spænska lagið. Hljómsveitin Stubbi og Stuðkarl­ arnir varð til snemma árs 1983. Þar voru saman komnir Viddi Bö á bassa, Ingi Lár á gítar, ég spilaði á orgel og stjórnaði trommuheil­ anum, en svo var þar líka söngv­ arinn “Stubbi” eða Kristbjörn Bjarnason. Við æfðum í kjallar­ anum á Aðalgötu 28 í herberginu undir videóleigunni sem var alveg ágætt nema það að hlerinn fyrir ofan tröppurnar var annað hvort svo lítill, eða hljóðfærin svo fyr­ irferðarmikil að það tók tímann sinn og reyndist hið mesta basl að komast með þau út og inn, eða réttara sagt upp og niður. Við vorum búnir að æfa upp nokkur lög þegar ég fékk nánast vitrun. “Við verðum að taka Half as nice með hljómsveitinni Amen corner, veit annars nokkur um textann?” Ég sagði þetta stundarhátt á einni æfingunni og reyndar nokkrum sinnum. Ég held það hafi jafnvel hljómað svolítið svipað og þegar Danny Crane nefndi nafnið sitt í sífellu í Boston Legal þáttunum hér um árið. Viddi vissi alveg hvaða lag þetta var en yngri strák­ arnir komu af fjöllum. Þetta lá síðan eins og mara á mér og ég hugsaði vart um annað en hvernig væri hægt að finna fjárans text­ ann. Kvöldið fyrir næstu æfingu fékk ég að mér fannst frábæra hugmynd sem ég taldi að bjargaði málunum. “Gjörið svo vel, hér kemur text­ inn.” Ingi Lár renndi lauslega yfir blaðið og leit svo á mig. “Hvaða andskotans bull er þetta? Gvandó sjerra vaðe lúla eitthvað.” “Er þetta spænskt lag?” Kristbjörn heyrði ekkert óeðlilegt við textann nema hann virtist vera á spænsku. Ég útskýrði fyrir strákunum að af því að þetta væri svo flott lag þá yrðum við að taka það, en vegna þess að við fyndum ekki textann þá hefði ég brugðið á það ráð að setja nokkur orð á blað sem hljómuðu eins og spænska, en lagið væri jú upphaflega spænskt. Þeim fannst þetta ágæt lausn nema að Ingi hafði einhverjar efasemdir. “Ef það kemur nú Spánverji á ball hjá okkur, myndi hann ekki kjafta frá og allir gerðu síðan grín að okkur?” “Spánverja myndi aldrei gruna að þetta ætti að vera spænska og svo er þetta algjört grín hvort sem er.” Ég taldi þetta góð og gild rök og það komu ekki fram fleiri athugasemdir. Lagið var svo æft og spilað á næsta balli. Ekki bara einu sinni, heldur aftur og aftur því það var alltaf verið að biðja um spænska lagið. Auðvitað var svo brunað inn á Akureyri og tekin upp tvö lög í Stúdíó Bimbó og smáskífa með þeim var gefin út úti í Gríms­ ey. Oddviti Grímseyinga Alfreð Jónsson og fyrrum skíðakappi frá Siglufirði veitti fyrsta eintakinu formlega viðtöku þegar bandið spilaði þar á balli í vikunni sem platan kom út. Þar var sungið um póstinn Jón sem var ferðbú­ inn snemma morguns og Stubbi söng um að hann væri táningur, enda var hann þá ekki nema 17 ára gamall. Platan seldist nánast upp bara á Siglufirði, en sáralítið annars staðar þrátt fyrir liðsinni öflugrar dreifimaskínu sem var Skífan. Við vorum hæstánægðir með útkomuna þó að hún geti

x

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni
https://timarit.is/publication/627

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.