Fylkir - 01.12.2021, Side 13
FYLKIR - jólin 2021
°
°
13
og Haukur Högnasynir störfuðu
báðir sem vörubílstjórar hjá Bif-
reiðastöð Vestmannaeyja þar sem
vatni var dælt í vatnstanka á vöru-
bílunum og dælt í brunna heima-
manna. Sáu þeir bræður til þess að
aldrei varð vatnsskortur í Vatnsdal.
Því má segja að Vatnsdalur hafi
staðið undir nafni! Vatnið var sótt
m.a. á Póstflatir í Friðarhöfn og í
gamla vatnsbólið
innst í Herjólfsdal.
Þegar afgangur var
í vatnstönkunum í
lok dags fóru bræð-
urnir af stað og gáfu
vatnið til þeirra sem
þurftu sannarlega á
því að halda.
Högni í Vatnsdal,
Sigríður
og Guðný
Högni Sigurðsson
fæddist í Görð-
um 23. september
1874, sonur hjón-
anna Sigurðar Sig-
urfinnssonar hrepp-
stjóra og Þorgerðar
Gísladóttur. Tómt-
húsið Garðar hvarf
af yfirborði jarðar
ári síðar en kofarnir
í Görðum voru þá
að fallni komnir. Í
staðinn keyptu Sig-
urður og Þorgerður
tómthúsið Kokkhús
og hófu þaðan at-
vinnurekstur til sjós
og lands. Í þessu umhverfi ólst
Högni upp og vandist allri þeirri
vinnu sem féll til. Sigurði Sigur-
finnssyni fannst smæðarlegt að
búa í tómthúsi sem þessu, það
minnti hann á danska undirok-
un. Hann vildi danskt vald úr vegi
og ól upp Högna son sinn í þeim
þjóðræknisanda. En 1877 kastaði
Sigurður Kokkhúsnafninu af tómt-
húsi sínu að Fífilgötu 2 og gaf því
nafnið Boston en stórborgarnöfn
á Eyjahúsum voru í tísku á þessum
tíma. Sem dæmi voru tómthús-
in París og London fyrir í Eyjum.
Högni bjó í Boston til 19 ára aldurs.
Hann átti tvö alsystkini, Guðmund
sem bjó lengst af í Bandaríkjunum
og dó frekar ungur og svo Hildi
sem einnig dó ung að árum. Þá
átti Högni tvo hálfbræður, þá Einar
hraðfrystihúseiganda Sigurðsson
og Baldur Sigurðsson bílstjóra í
Heiði.
Högna er lýst
sem miklum að
vallarsýn, þrjár
álnir á hæð og
gildur, hraust-
menni að burð-
um, virðulegur
í fasi og fróðari
flestum mönnum
hér um slóðir eins
og það var orðað
í minningargrein.
Högni hóf sjósókn
með föður sínum
15 ára gamall á
opnu skipi og
héldu þeir feðgar
lengi saman í sjó-
sókn. Sigurður
var m.a. formað-
ur svokallaðrar
bjargráðanefndar
sem vann að ör-
yggismálum og
b j ö r g u n a r m á l -
um sjómanna og
bjargveiðimanna.
Bjargráðanefndin
lagði áherslu á
að uppvaxandi
kynslóð á hverjum tíma skyldi læra
sund og sá Sigurður til þess að
Högni sonur sinn gerði það. Högni
var einnig glímumaður góður
á yngri árum og fimleikamaður
ágætur.
Högni hneigðist snemma til
mennta enda munu foreldrar
hans hafa fyrirhugað honum lang-
skólanám. Högni lærði latínu hjá
embættismönnum og tók próf
í þeirri fræðigrein. Haustið 1893
hleypti Högni heimdraganum og
lærði tvo vetur við Flensborgar-
skóla í Hafnarfirði og lauk þaðan
námi og kennaraprófi með af-
burðar námsárangri. Í skólanum
bjó hann á heimavist og á milli
skólavetra stundaði hann sjó
á skútu frá Faxaflóa og kostaði
þannig námið. Skólabróðir Högna
frá þessum árum lýsir Eyjamann-
inum þannig að hann var þrek-
vaxinn, hár, prúðmannlegur og
alvörugefinn. Hann þótti bera af
öðrum piltum í skólanum um vöxt
og afl og líkamsorku og fágaða
framkomu, enda var hann eldri
en flestir aðrir sveinar. Högni var
dulur og hæglátur og gaf sig lítið
að ærslum og gleðilátum skóla-
félaganna. Svo glíminn var Högni
að engir stóðu honum snúning í
skólanum nema tveir skólapiltar. Í
Flensborgarskólanum kom sund-
færni Högna sér vel því hann var
látinn kenna skólabræðrum sínum
sundtökin sem hann lærði í Eyjum.
En ekki var vatnið til að synda í og
sjórinn þótti of kaldur. Því kenndi
Högni skólabræðrum sínum sund-
tökin á þurru landi. Hengdar voru
upp eins konar rólur í fimleikasaln-
um. Þar voru strigagjarðir sem
piltarnir héngu láréttir í, ein undir
brjósti, önnur undir kvið og svo
gjarðir um hvort læri. Því er lýst
þannig að piltarnir hafi dinglað
þannig í rólunum og lærðu þannig
sundtökin hjá Högna sem kenndi
þeim af lifandi huga að beita orku
sinni á sundi. Piltarnir höfðu mikla
ánægju og gagn af sundkennslu
Högna þótt hún færi fram með
þessum óvenjulega hætti og hafa
eflaust æft sundtökin síðar í vatni
eða sjó.
Segja má að Högni hafi komið
úr Flensborgarskólanum sem vel
menntaður maður á þess tíma
mælikvarða, þaðan kom hann vel
undirbúinn og lagði í raun aldrei
frá sér bókina. Hann varð snemma
víðlesinn og gat jafnan miðlað
öðrum af fróðleik sínum, enda
mun um margra ára skeið engin
fræðibók hafa komið út á Íslandi
svo að Högni læsi hana ekki.
Að námi loknu flutti Högni austur
að Nesi í Norðfirði þar sem hann
var í sex ár barnakennari á veturna
en sjó yfir sumarið. Þar var hann
um skeið formaður á árabáti og
aflaði vel. Ekkert skólahús var þá
í Norðfirði og hefur Högni stund-
að þar umgangskennslu sem þá
var kölluð eða farkennslu. Högni
lét talsvert að sér kveða í menn-
ingarlífinu í Norðfirði enda var
hann söngelskur og tók þátt í
sönglífi í Eyjum á uppvaxtarárum
sínum. Á Nesi í Norðfirði kenndi
hann nemendum sínum m.a.
söng.
Í Norðfirði kynntist Högni fyrri
konu sinni, Sigríði Brynjólfsdóttur
frá Garðbæ í Reykjavík sem leitað
hafði austur í kaupavinnu. Hún
var næstum þrem árum yngri en
Högni, fædd 29. júní 1877. Þau
giftust í Norðfirði 5. mars 1899 en
tveim árum áður fæddist þeim
fyrsta barnið sem hlaut nafn Sig-
urðar föðurafa síns. Þremur árum
síðar eignuðust þau stúlku sem
skírð varð Ágústa Þorgerður. Sum-
arið 1902 fluttust Högni og Sigríð-
ur með börnin tvö til Vestmanna-
eyja en árið áður höfðu foreldrar
Högna slitið samvistir.
Frá aldamótunum 1900 var
Högni þátttakandi í útgerð föður
síns, fyrst á opnu skipi og síðar á
vélbátunum Skeiðinni og Freyju.
Hélst félagsútgerð þeirra til 1916
en þá lést Sigurður. Högni fór í
framhaldinu einn í útgerð og lét
byggja nýjan bát, vélbátinn Esther,
sem hann gerði út til 1930. Eins
og algengt var á þeirra tíma mæli-
kvarða var Högni sannkallaður
útvegsbóndi. Jafnhliða útgerðinni
stundaði hann búskap í Vatnsdal,
bæði á jörði sinni og braut einnig
til nýræktar stórt landsvæði á svo-
nefndri Strembu.
Þann 1. desember 1901 stofnuðu
útgerðarmenn Ísfélag Vestmanna-
eyja en tilgangurinn var að koma
upp vélknúnu frystihúsi. Vantaði
mann með haldgóða þekkingu að
stjórna því. Faðir Högna, Sigurður
Sigurfinnsson hreppstjóri og for-
maður Framfarafélags Vestmanna-
eyja, var einn af stofnendunum
en hann var fyrstur manna, svo
vitað sé, sem vakti máls á því hve
aðkallandi nauðsyn það var að
byggja íshús. Gísli J. Johnsen út-
gerðar- og kaupmaður fékk Högna
til þess að taka starfið að sér og var
hann ráðinn íshússtjóri 22. mars
1903. Var Högni sendur til náms til
Árósa í Danmörku og lærði þar vél-
stjórn og meðferð frystivéla á ótrú-
lega skömmum tíma. Þetta fyrsta
vélfrystihús á Íslandi tók til starfa
undir stjórn Högna 1908. Þar var
hann vélstjóri í 23 ár eða til 1931
og leysti það starf af hendi af sóma
og mikilli samviskusemi. En þetta
ár var öllum starfsmönnum Ísfé-
lagsins sagt upp störfum sökum
fjárhagskreppu. Högni hætti þá
öllu starfi sínu í þágu þessa merka
fyrirtækis sem hann átti ekki lítinn
þátt í að byggja upp með ötulu
starfi, árvekni og verkviti.
Högni gerðist barnakennari í
Eyjum samhliða starfi sínu sem
íshússtjóri, eða frá 1904-1908. Í
kennaratali er Högna lýst sem góð-
um kennara, skýrum og glöggum,
sem hélt góðum aga á nemendum
sínum „og kom þeim til nokkurs
þroska“.
Högni tók þátt í bæjarpólitíkinni
og var alla sína tíð mikill vinstri
maður en lynti vel við alla. Vest-
mannaeyjasýsla varð kaupstaður
að lögum árið 1918 og strax í jan-
úar 1919 voru haldnar kosningar.
Högni var í kjörstjórn og bárust
sjö framboðslistar. Á þeim tíma
var hægt að vera á fleiri en einum
lista og var Högni sjálfur á fjórum
listum. Svo fór að hann var kosinn
í fyrstu bæjarstjórn Vestmanna-
eyja en lögð voru saman atkvæði
einstakra frambjóðenda. Alls voru
níu bæjarfulltrúar í þessari fyrstu
bæjarstjórn og fékk Högni fjórðu
flestu atkvæðin. Högni sat í bæjar-
stjórn til 1922 . En 1942 var hann
á lista hjá Sameiningarflokki Al-
þýðu-Sósíalistaflokks og var þar í
8. sæti.
Högni var virkur þátttakandi í
menningar- og félagslífi Eyjanna.
Hann var söngmaður ágætur og
SÁ ÓLAFUR
ELDGOSIÐ FYRIR?
Í Þjóðviljanum 30. mars 1973 er grein sem ber yfirskriftina
Sérkennileg túlkun. Þar segir blaðamaður með undirskrift-
inni S.J. frá því að hann hitti að máli Ólaf R. Sigurðsson,
fyrrum vörubílstjóra og núverandi lögregluþjón, sem
sýndi honum málverk sem hann hafði málað nokkrum
árum áður, þ.e. löngu fyrir gosið. Haft er eftir Ólafi að
hann hafi ósjálfrátt umlukið húsið eldi og hrauntungum
og fannst fólki sem sá myndina þetta furðulegt athæfi af
höfundinum. Þá segir Ólafur að hann hafi aldrei gert sér
almennilega grein fyrir því hvers vegna hann vildi hafa
myndina með þessum hætti.
Ólafur segir greinarhöfundi 48 árum síðar að hann hafi
fyrst málað Vatnsdal án þess að hraun hafi umleikið hús-
ið. En einhverju síðar kom hann heim eftir að hafa verið
út á lífinu og þá hafi hann tekið upp á því að bæta við
hrauntungum og eldi á myndina. Nokkrum árum síðar
raungerðist þessi ótrúlega mynd.
Guðný og Högni í Vatnsdal. Hulda Sigurðardóttir tók þessa mynd af þeim heiðarshjónum á kassa
myndavél 10 ára gömul. Myndin er tekin 1957 fyrir utan verkstæði bræðranna Guðmundar og Hauks.
Sigríður Brynjólfsdóttir, fyrri
kona Högna Sigurðarsonar. Hún
lést aðeins 44 ára og skildi eftir
sig fjögur börn.
Högni Sigurðsson í Vatnsdal.
Högna er lýst
sem miklum
að vallarsýn,
þrjár álnir á
hæð og gildur,
hraustmenni
að burðum,
virðulegur í
fasi og fróðari
flestum
mönnum hér
um slóðir
eins og það
var orðað í
minningargrein.