Fylkir


Fylkir - 01.12.2021, Qupperneq 15

Fylkir - 01.12.2021, Qupperneq 15
FYLKIR - jólin 2021 ° ° 15 starfaði lengi í söngflokki sem Ágúst J. Johnsen stjórnaði. Einnig var hann í Söngfélagi Vestmanna- eyja. Í íþróttalífinu lét hann líka að sér kveðja en hann var glímu- maður góður og tók fullan þátt í íþróttalífi sinnar samtíðar. Högni var vel lesinn í forníslensk- um bókmenntum. Hann talaði og skrifaði kjarnyrt mál enda undir miklum áhrifum í foreldrahúsum, unni tungu sinni og öðrum megin- þáttum íslensks þjóðernis. Högni var hagmæltur eins og hann átti kyn til en var hlédrægur í þeim efnum. Þó er til ágætis safn kvæða hans og stökur sem og ýmsar tækifærisvísur um ættingja, vini og málefni dagsins, sem varðveist hafa, m.a. í Bliki. Hér er vísa sem ber yfirskriftina Höldum á sæinn: Þótt á Græði geigvaldur góli bræðistemmu, ekki hræðist Eyjólfur, yfir ræður Emmu. Þessi vísa ber yfirskriftina Er þjóðarskútan að sökkva? Hana samdi Högni eftir að hafa lesið málgagnið sitt Þjóðviljann. Það brakar í reiðanum brestur í ráð og brýtur um þjóðstjórnar nökkva. Ráðvilltir, fálmandi rekaldi á ráðherrar fimm eru að sökkva. Um barnabarnið Huldu Sigurðar- dóttur orti Högni: Vina litla er vina mörg vilja hana allar dróttir. Sú er Hulda Sigurbjörg Sigurðs getin dóttir. Um barnabarnið Svölu Hauksdóttur orti Högni: Sjötta árið Svala mín sökk í báru tímans. Ljósra-hárs-liljan fín lukka án társ bíði þín. Þetta ættjarðarljóð Högna ber heitið Landið mitt: Ég elska landið, landið sem mig bar það land, sem fóstra minnar æsku var. Þó fátæk sértu og óblíð ættjörð mín ég uni mér við jökulbrjóstin þín. Í Norðfirði kynntist Högni skáldinu Jónasi Þorsteinssyni. Högni og Sigríður reyndust Jónasi vel í veikindum hans. Högni og Jónas stunduðu sjó saman og urðu aldarvinir meðan báðir lifðu. Jónas hirti oft lítið um kvæði sín en Högni fékk Jónas til þess að senda öll kvæði sín til varðveislu. Högni skuldbatt sig á móti að skrá kvæðin í sérstaka bók og varð- veita þannig en rithönd Högna þótti einstök og var víða rómuð. Kvæðahandritið afhenti Högni svo afkomendum hans nokkru áður en hann lést. Ekki eru til miklar heimildir um Sigríði og enginn Vatnsdælingur á lífi í dag sem þekkti hana á sínum tíma enda lést hún langt um aldur fram. Sigríður fæddist í Gljúfurholti í Ölfusi. Fjölskyldan flutti í Garðbæ í Brekkustíg 6 í Reykjavík og stend- ur það hús enn. Móðir hennar Elín Sigurðardóttir lést þegar Sigríður var aðeins 10 ára og þá var hún sett í fóstur á Álftanesi. Síðar fór hún sem vinnukona til Norðfjarðar og kynntist þar Högna. Jónas skáld kunni að meta mann- gæsku Sigríðar og vildi svo gjarn- an vera maður til að launa henni að einhverju leyti allt það sem hún hafði honum vel gjört í veikindum hans. Skáldið kvað til hennar vel gerða vísu: Ég til knúður yrki óð um þig, skrúða lilja, hugumprýð og hjartagóð, Högnabrúður vangarjóð. En Jónas skáld orti til brúðhjón- anna og vina sinna Högna og Sigríðar á brúðkaupsdegi þeirra og þar fer ekki á milli mála að hann stendur í mikilli þakkarskuld við þau. Bæði fundu þau til með einstæðingnum. Jónas orti m.a.: Þú himnadrottning, heilög ástardís! Þig hjarta mannsins verndarengil kýs. Þú hefur svifið svalt um jarðarskaut, og sigurljóma slær á þína braut. Þú sameinaðir heiminn himnadýrð. Þú huggar, græðir, himnakrönsum býrð. Í dufti foldar dáð sem litla ber þinn drottinlegi helgidómur er. Sigríður var aðeins 44 ára þegar hún lést 18. september 1921 og var Vatnsdælingum og Högna mikill harmdauði. Talið er að Sig- ríður hafi farið út í kuldann með þvott með blautt hárið og fengið lungnabólgu í kjölfarið sem dró hana til dauða. Ekki eru til miklar skriflegar heimildir um hana en vísur Jónasar lýsa henni vel. En Sigríður var einnig hagmælt en lítið hefur varðveist eftir hana. Hér er staka úr erfiljóðum Sigríðar. Líðurðu sviflétt á ljósvakans öldum ljóshraða fljótar um himnanna geim. Dvelur í fagnað hjá drottins útvöldum dýrðleg og fögur í sumarlandsheim. Högni og Sigríður eignuðust sex börn: 1. Sigurður f. 4. okt. 1897 að Nesi í Norðfirði. Kvæntist Ingibjörgu Ólafsdóttur frá Vík í Mýrdal 26. feb. 1927. Þau eignuðust sex börn; Ástu Hildi, Högna, Ólaf Ragnar, Sigríði, Kristínu Ester og Huldu Sigurbjörgu. Sigurður lést 1951 en Ingibjörg 1989. 2. Ágústa Þorgerður, f. að Nesi 17. ágúst 1901. Giftist Sigurði Oddgeirssyni prests Guðmund- sen að Ofanleiti. Þau bjuggu í Reykjavík og eignuðust fimm börn; Stellu, Önnu, Sigurð, Svanhildi og Hilmi. Ágústa Þor- gerður lést 1948. 3. Hildur Ísfold, f. 18. feb. 1904 í Eyjum. Giftist Tómasi Kristni Jónssyni frá Reyðarfirði. Þau bjuggu í Reykjavík og eignuð- ust þau þrjú börn; Richard, Sig- ríði og Högna. Hildur Ísfold dó af barnsförum 1926 og Högni, barnið sem hún ól, með henni. 4. Guðmundur, f. 10. maí 1908 í Eyjum. Ókvæntur og barnlaus. Hann lést 1982. 5. Haukur, f. 7. júlí 1912 í Eyj- um. Kvæntist Jóhönnu Jós- epsdóttur frá Siglufirði. Þau eignuðust þrjú börn; Svölu Guðnýju, Öl- ver Guðna og Sigurð Högna. Haukur lést 1993. 6. E l í n Esther, f. 6. maí 1917. Giftist Jóni Björgvini Björnssyni frá Reykjavík. Þau bjuggu í Reykja- vík og eignuð- ust fimm börn; Högna, Eddu Ísfold, Högna Björn, Björgvin og Margréti Guðnýju. Elín Esther lést 1992. Nokkru eftir andlát Sigríðar kom Guðný Magnúsdóttir frá Norð- ur-Búðarhólshjáleigu í Landeyj- um, ein af sjö systkinum, sem vinnukona í Vatnsdal. Reyndist hún sannkallaður bjargvættur fyrir börn og afkomendur Högna. Svo farsæl voru kynni þeirra að þau gengu í hjónaband 15. des- ember 1922. Guðný gekk yngri börnum Högna í móðurstað og reyndist þeim einstaklega vel, yngsta barnið var fjögurra ára en elsta 24 ára. Hún og Högni eignuðust eitt barn, Hilmi, sem reyndist þeim mikill gleðigjafi: 7. Hilmir, fæddur 27. ágúst 1923. Kvæntist Öldu Björnsdóttur. Þau eignuðust 8 börn; Hörð, Hrefnu, Guðnýju Sigríði, Birnu, Ingu Jónu, Högna Þór og tví- burana Óðinn og Örn. Hilmir lést 2014. Guðný fæddist 17. júlí 1882. Þegar hún kom til Vestmannaeyja gerð- ist hún fyrst vinnukona að Strönd um 1910. Þar átti hún góð ár og var hún elskuð og ákaflega vel ÞRÍBURARNIR Í VATNSDAL Fyrstu þríburarnir sem fæddust í Vest- mannaeyjum voru úr Vatnsdal en þær fæddust 24. nóvember 1955, foreldrar þeirra voru Sigríður Sigurðardóttir og Kolbeinn Sigurjónsson. Fæðing systr- anna vakti mikla athygli og var greint frá því í landsmiðlum. Anna Ísfold kom fyrst í heiminn en hún var fjórar merkur, svo Marý Ólöf og loks Guðrún Fjóla en báðar voru átta merkur. Ljósmóðir var Anna Páls- dóttir og læknir Einar Guttormsson. Anna var nefnd eftir ljósmóðurinni en Ísfoldar- nafnið kom úr móðurættinni í Vatnsdal. Marý var nefnd eftir Marie ömmusystur sinni og manni hennar Ólafi Kristjánssyni sem var bæjarstjóri í Vestmannaeyjum og bróðir Oddgeirs Kristjánssonar tónlistar- manns. Guðrún var nefnd eftir hjúkrunar- konu á spítalanum en Fjólunafnið var út í loftið. Talið er að Anna og Marý hafi verið eineggja. Anna Ísfold lést 21. júní 2017. Fyrir áttu foreldrarnir eina dóttur, Kolbrúnu Hörpu fædd 1954. Hún var á öðru ári þegar Sig- ríður fæddi þríburana. Síðar fæddust þrjú systkini í viðbót, Ingibjörg Sigríður 1957, Elva Sigurjóna 1963 og Kolbeinn Freyr 1973. Nokkru eftir andlát Sigríðar kom Guðný Magnúsdóttir frá Norður- Búðarhólshjáleigu í Landeyjum, ein af sjö systkinum, sem vinnukona í Vatnsdal. Reyndist hún sannkallaður bjargvættur fyrir börn og afkomendur Högna. Svo farsæl voru kynni þeirra að þau gengu í hjónaband 15. desember 1922. Vatnsdælingar á leið í þjóðhátíð í Herjólfsdal, hluti hópsins kominn ofan af landi. Hópurinn stendur á Landagötunni, norðan við Vatns­ dal. Fyrir aftan þau eru húsin Hof til vinstri, elliheimilið Skálholt fjær fyrir miðju og til hægri er einn verkamannabústaðanna við Urðarveg. Frá vinstri: Edda Brown, Bergur Ólason, Björgvin Jóns­ son, Svana Sigurðardóttir, Högni Sigurðsson, Anna Sigurðardóttir, Stella Sigurðardóttir, Högni Björn Jónsson, Jóhanna Friðriksdóttir og fremst er Bjartey Sigurðardóttir. Bræðurnir og vörubílstjórarnir í Vatnsdal, Haukur og Guðmundur Högnasynir, önnum kafnir í viðgerðarsloppunum, væntanlega að lagfæra vörubílana. Sigurður og Ingibjörg með fjórum af sex börnum sínum. Högni er lengst til vinstri, Ólafur lengst til hægri, Ásta Hildur aftast fyrir miðju og fremst er Sigríður. Síðar bættust Kristín Ester og Hulda í hópinn. Þríburarnir Guðrún Fjóla, Marý Ólöf og Anna Ísfold með frænku sinni Huldu Sigurðardóttur. Myndin er líklega tekin 1958.

x

Fylkir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.