Fylkir


Fylkir - 01.12.2021, Qupperneq 18

Fylkir - 01.12.2021, Qupperneq 18
18 FYLKIR - jólin 2021 ° ° fráfall Sigríðar. Þá lifði Högni þrjú elstu börnin sín sem reyndist hon- um afar þungbært. Einnig dóu barnabörn ung að árum. Hluti af daglegri rútínu var að kveikja upp í fýrnum, Högni fór að gefa hænsnunum og hirti eggin og Guðný fór í fjósið og mjólk- aði og fékk stundum liðsinni við það. Eftir að rafmagn var leitt út í hænsnakofa kveikti Högni á ljóstýrunni þar kl. 10 á kvöldin svo hænurnar verptu. En svo sá hann til þess að slökkt var á öllum ljós- um í Vatnsdal kl. 11 til að spara rafmagnið. Fannst ungviðinu þar á bæ frekar ósanngjarnt að gamli maðurinn skyldi gera upp á milli afkomenda sinna og hænsnanna með þessum hætti. Ýmislegt var gert til þess að draga björg í bú í Vatnsdal. Högni seldi egg og mjólk og Guðný sá um að setja mjólkina á brúsana og það ríflega. Einhverjir voru í nokkurs konar áskrift og komu í Vatnsdal til að ná í fulla mjólkurbrúsana og skila þeim tómu. Á ýmsu gekk á fjölmennu heim- ili, þar skiptust á skin og skúrir eins og gengur og gerist. Vatns- dælingar unnu við það sem til féll í búskapnum frá unga aldri, einkum við heyskapinn. Fjósið var spölkörn frá Vatnsdal en þar var í sjálfu sér ekki mikill búskapur, sex kýr og tveir til þrír hestar um tíma. Heyfengur var af all stóru túni austur af Vatnsdal og náði upp að bænum Svanhól við Austurveg og að Vilborgarstöðum. Einnig var túnspillda suður af Vatnsdal sem náði að landi Laufáss. Vatnsdælingar nutu einnig góðs af því að Sigurður Sigurfinnsson hreppstjóri, faðir Högna, hafði ræktað tún vestur af bænum Döl- um en stærð þess náði frá Lukku og vestur að bænum Stapa. Túnið var ræktað með kraftmiklu sáð- gresi og þegar best lét náðu strá- in allt að 60 sm. hæð þegar slegið var. Svörðurinn var dökkrauður. Grasfengur var oft á tíðum svo mikill að ekki var viðlit að breiða hann út til þerris fyrstu dagana. Ástæða þessarar miklu túnsprettu var kraftmikill og að sögn dular- fullur áburður sem saman stóð af kúaskít, fiski, slori og beinum sem safnað var í svokallaðar forir, eða steyptar rotþrær, sem komið hafði verið við stærri tún og eru enn til en gegna engu hlutverki nú til dags. Safnað var í forirnar frá ársbyrjun og til vors og af og til var dælt vatni og sjó í þær. Þessi náttúrulegi áburður var tilbúinn á vorin til dreifingar á túnið. Gums- inu var dælt í járntank eða annan búnað og dreift á túnin. Slík var orkan í þessum frumstæða áburði að heil vika í vætutíð dugði vart svo að svörðurinn brynni ekki. Vatnsdælingar á öllum aldri hjálp- uðust að við heyskapinn. Unnið var á vöktum við sláttinn þar sem Ólafur, Högni og Hilmir fóru með ferðina. Reyndar var það hestaf- lið sem vann verkið. Sláttuvél var til taks og hana drógu hestöflin Skjóni og Grani. Síðar kom mikill gæðingur af fastalandinu sem sló þeim gömlu við og var kallaður Bleikur og dró sláttuvélina nánast einn. Heyvinnuvélin var um margt merkileg en hún var sú fyrsta sinnar tegundar sem keypt var til Eyja. Högni fjármagnaði kaupin m.a. með því að safna beinum og þurrka úti á túni og seldi Norð- mönnum. Heyvinnuvélin kom að góðum notum, ekki síst á þessari fimm hektara spildu Vatnsdæl- inga vestan við Dalaveg sem fór svo undir norður-suðurbraut flug- vallarins þegar hann var lagður, sem hafði nokkra eftirmála því Vatnsdælingar kröfðust þess að fá bætur fyrir missinn sem gekk eftir. Á sumrin var ávallt gestkvæmt í Vatnsdal en þá komu brottfluttir Vatnsdælingar heim og dvöldu sumarlangt í Eyjum og voru fram yfir þjóðhátíð. Það voru m.a. barnabörn Högna, dætur Eddu og Gústu, sem nýttu sumarfríið til ævintýra í Vestmannaeyjum. Þetta þjappaði Vatns- dalsættinni vel saman. Þegar flest var í Vatnsdal á sínum tíma voru þar lík- lega á þriðja tug íbúa. Á tímabili voru Högni og Guðný, Sigurður og Ingibjörg og börn þeirra sex, Hilmir og Alda með elstu börnin sín, Guðmundur og Högni, nokkr- ir Vatnsdæl- ingar til viðbótar sem dvöldu þar tímabundið og efsta hæðin var leigð út. Æskuminningar Vatnsdælinga eru óþrjótandi enda sögumenn miklir. Nokkrar sögurnar tengjast seinni heimsstyrjöldinni. Að sögn Ólafs R. Sigurðssonar, elsta núlif- andi Vatnsdælingsins, var í upp- hafi seinni heimsstyrjaldarinnar verið að tala um eitthvað í hljóði og því haldið frá krökkunum. En það dugði ekki fyrir þá bræður Ólaf og Högna og þeir unnu úr þessu hvísli hægt og örugglega. Stríð var skollið á, hermenn á leið til Íslands. Engar vörur komu frá útlöndum og því engin kol til upp- hitunar í Vatnsdal. Þeim bræðrum var ekki til setunnar boðið, þeir vildu leggja sitt af mörkum til að draga björg í bú á þessum viðsjár- verðu tímum og hófust handa. Ofninn á neðstu hæð hitaði Vatns- dal upp og var í huga barnanna miðjupunktur lífsins. Húsið skyldi hitað upp, sama hvað það kostaði. Hver spýta, hvar sem hún fannst, var tekin herfangi af þeim bræðr- um og öðrum krökkum. Þeir fóru t.d. daglega austur á Urðir til að athuga með sjórekið timbur sem aldan hafði skutlað upp á klapp- irnar og voru teknar herfangi. Eitthvað af börnunum voru send í sveit á sumrin eins og algengt var á þessum tíma. Ólafur lýsir því þannig að einn góðan veðurdag hafi sér, þá á tíunda ári, og Högna verið skellt í spariföt. Þeir fóru um borð í næsta bát sem sigldi til Stokkseyrar. Þaðan fóru þeir á bæ- inn Bólstað austan við Vík í Mýr- dal. Þar voru bræðurnir í ágætu yfirlæti í tæp tvö ár. Að sögn Ólafs var heimsstyrjöldin síðari ástæðan fyrir því að bræðurnir voru sendir í sveit. Þegar þeir bræður komu aftur heim eftir vistina höfðu þeir stækkað svo mikið og þroskast að Sigurður faðir þeirra þekkti þá ekki þegar hann tók á móti þeim á bryggjunni. Á stríðsárunum var yngri kyn- slóðin í Vatnsdal í léttu stríði við jafnaldra sína í næsta nágrenni þar sem bræðurnir Ólafur og Högni voru fremstir í flokki. Þessi stríð voru háð á kvöldin. Ólafur rifjar upp að Guðmundur frændi þeirra hafi aðstoðað þau og haldið fundi þar sem gerð var hernaðaráætlun. Tangarsókn kallaði Guðmundur áætlunina þar sem þremur liðsmönn- um var fórnað en svo komu hinir og sóttu að óvininum úr sitthvorri áttinni. Gekk tangarsóknin eftir! Eins og áður var vikið að gekk Högni menntaveg þess tíma og var óþrjót- andi að sækja sér þekkingar. Hann hafði mikinn áhuga á alþjóðamálum, var alla tíð vinstri sinnaður og jafnvel nokkuð róttækur í þeim efnum en sumir af hans bestu vinum voru engu að síður til hægri í pólitíkinni. Eitt fyrsta út- varpið í Eyjum kom í Vatnsdal og þar hlustaði Högni mikið á breska ríkisútvarpið, BBC. Í seinni heims- styrjöldinni fylgdist hann náið með gangi mála í fréttum BBC. Hann setti stórt landakort upp á vegginn, stakk niður títiprjónum og færði þar til víglínuna út frá fréttum dagsins. Fyrst eftir að út- varpið kom í Vatnsdal fylltist for- stofan af forvitnum krökkum að hlusta á þetta undratæki. Í Vatnsdal var talsverð pólitísk umræða. Kommúnistanum Högna var í mun að heyra mismunandi sjónarmið. Hann bauð bæði sam- herjum sem og pólitískum and- stæðingum heim í Vatnsdal til að ræða málin en þá var setið inn af eldhúsinu. Á meðal þeirra sem komu þangað reglulega voru Filippus Árnason tollari, Einar hálfbróðir Högna, Ingibergur í Hjálmholti og fleiri. Fyrir kom að blóðþrýstingurinn varð full hár og læti og rifrildi heyrðist um Vatns- dal. Þegar Guðnýju leist ekki orðið á blikuna skellti hún í klatta fyrir fundagesti og þá féll allt í ljúfa löð. Eins og lög gerðu ráð fyrir var hinn vinstri sinnaði Högni áskrifandi að Þjóðviljanum sem kom fyrst út 1936 og gefinn út af Kommúnista- flokki Íslands í fyrstu. En svo bar við að barnabarn og alnafni Högna, sonur Sigurðar sem bjó í Vatnsdal, gerðist einnig áskrifandi að Þjóð- viljanum. Því voru tveir nafnarn- ir áskrifendur að Þjóðviljanum í Vatnsdal. Voru blöðin kyrfilega merkt Högna Sigurðssyni eldri og yngri til aðskilnaðar. Sjálfbærnin var í öndvegi á þessum tíma og Þjóðviljinn kom svo að góðum notum þegar farið var á útikamar- inn út á lóð í alls konar veðri. Högni eldri var einnig áskrifandi að tímaritinu Soviet Union sem gefið var út á ensku fyrir fylgjend- ur kommúnismans og var mikið glanstímarit. Þegar blaðið barst í Vatnsdal var fastur liður að Ingi- bergur Hannesson í Hjálmholti Frá ættarmóti Vatnsdælinga 1994. Sigurður Hauksson smíðaði nákvæmt módel af Vatnsdal sem var til sýnis á ættarmóti Vatnsdælinga 2017. Með Sigurði á myndinni er Svava dóttir hans. Alda og Hilmir með fjögur af átta börnum sínum, á þjóðhátíð. Hilmir heldur á Birnu, til vinstri er Guðný Sigríður, þá Hörður og svo Hrefna. Myndin er tekin á þjóðhátíð um miðjan fimmta áratug síðustu aldar. Þegar flest var í Vatnsdal á sínum tíma voru þar líklega á þriðja tug íbúa. Á tímabili voru Högni og Guðný, Sigurður og Ingibjörg og börn þeirra sex, Hilmir og Alda með elstu börnin sín, Guðmundur og Högni, nokkrir Vatnsdælingar til viðbótar sem dvöldu þar tímabundið og efsta hæðin var leigð út.

x

Fylkir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.