Fylkir


Fylkir - 01.12.2021, Page 20

Fylkir - 01.12.2021, Page 20
20 FYLKIR - jólin 2021 ° ° Íslendingar vita meira en margar aðrar þjóðir um uppruna sinn. Ís- lendingabók Ara fróða rekur upp- haf byggðar í landinu og Land- námabók er eins og fasteignaskrá, skýrir frá landnámi fyrstu manna í hverju héraði, jarðamörkum og ábúendum. Að sönnu hafa margir efast um sannleiksgildi þessara heimilda, en þær liggja þó fyrir í gömlum handritum og eru ein- stæðar að mörgu leyti. M.a.s. Hæsti- réttur vísar í dómum sínum um landamerkjaþrætur til Landnámu, síðast í dómi sem var kveðinn upp fyrir tveimur mánuðum. Manntöl og Jarðabók Ekki er nóg með þetta. Manntal yfir alla Íslendinga var tekið 1703, elsta heildarmanntal í heimi, og var gert samhliða skráningu jarðabókar yfir landið allt, þ.e. annarri fasteigna- skrá. Í Jarðabókinni kemur t.d. fram að í Vestmannaeyjum er 21 jörð og eru nöfn þeirra flest kunnug- leg þeim sem muna aftur fyrir gos, þ.e. muna Austurbæinn, Kirkjubæ- ina o.s.frv. Á mörgum jarðanna er margbýli, t.d. 9 bæir á Vilborgar- staða-jörðinni. Auk þessa eru talin 16 „húsmannshús“ en íbúar þeirra stunduðu ekki landbúnað að ráði, höfðu ekki tún (grasnyt) og lifðu á fiskveiðum og fiskverkun og áttu svo vöruskipti við bændur, keyptu mjólk og kjöt en létu í staðinn t.d. saltfisk eða skreið (harðfisk). Jarðabókin, sem var rituð 1702- 1714, hefur verið prentuð og gef- in út. Sama er að segja um elstu manntölin, a.m.k. fram til 1845, en þau eru auk þess aðgengilegt á vefsíðu Þjóðskjalasafns („stafræn- ar heimildir“) ásamt yngri mann- tölum. Skv. Manntalinu 1703 voru þá 329 íbúar í Vestmanna- eyjum. Íbúatalan hefur sennilega haldist á því róli öldum saman, um 300-500 manns, stundum hátt í 700 þegar vel fiskað- ist. Svo var allt þar til eftir aldamótin 1900 þegar Vest- mannaeyjar urðu eitt mesta upp- gangspláss lands- ins eftir að vélvæð- ing bátaflotans hófst. Íbúatalan margfaldaðist, var mannsaldri síðar komin á 4. þúsund. Það þýddi mikið aðstreymi fólks sem sló sér niður í Eyj- um. Flest kom það af Suðurlandi svo sem nærri má geta en einnig frá öðrum landshlutum. Væri raunar verðugt að rannsaka betur en gert hefur verið hvaðan fólkið kom til Vestmannaeyja á þessu árabili. Þetta þýddi að „Vest- manneyingar“, gamalgrónir íbúar, voru eftir þessa umbyltingu í mikl- um minni hluta íbúanna, aðeins 15-20%. Elsta byggð í Vestmannaeyjum Það er viðtekin söguskoðun að Vestmannaeyjar hafi byggst seint, jafnvel ekki fyrr en eftir 900, þar hafi fyrst verið „veiðistöð“ (segir Landnáma). Aðeins eins land- námsmanns í Eyjum er getið í Landnámu, Herjólfs Bárðarsonar (líka nefndur Ormur Bárðarson í einni gerð bókarinnar). Margt í frá- sögn Landnámu um elstu byggð í Vestmannaeyjum er ótrúverðugt. Tvennt má nefna í því sambandi: Þegar siglt er að Íslandi frá Nor- egi eða Írlandi er líklegast að skip komi fyrst að Suðausturlandi. Hafstraumar liggja vestur með suðurströnd og því er sennilegt að marga landnámsmenn hafi borið vestur með landinu. Skásta brúk- lega hafnarlagið og hið fyrsta á þeirri leið er einmitt í Vestmanna- eyjum. Er ekki sennilegt að fyrstu landnemar hafi komið þar að og e.t.v. dokað við til að átta sig á landinu? Er ekki frekar líklegt að mönnum hafi þótt akkur í því að hafa sitt fólk við þessar útidyr Ís- lands? Hitt atriðið er að landkostir eru góðir í Vestmanna- eyjum. Að vísu var ekki mikið undir- lendi en það var þó nokkurt fram að gosinu 1973. Bjarg- nytjar voru miklar. En mestu munaði að í kringum Eyjar eru ein gjöfulustu fiskimið við Ísland. Það var vandalaust góðum bónda að búa í Vestmannaeyj- um, lifa af landinu og fugla- og sjávar- fangi. Sögur herma að Skálholtsbiskup hafi eignast Vestmanna- eyjar um 1050, þ.e. röskri öld eftir landnám þar, og þá eftir búsetu þriggja til fjögurra kynslóða eða svo. Ástæðan var sú að setja átti klaustur á Heimaey. Ekkert varð úr því. En vissulega bendir þessi frásögn til að ekki hafi verið mann- margt í Eyjum á þessum tíma og eignarhald eyjanna ekki verið flók- ið, e.t.v. aðeins einn eigandi allra eyja. Vestmannaeyjar komust svo um 1200 í konungseigu og þannig stóð fram eftir öldum. Á 13. og 14. öld er talið að Norðmenn, Björg- vinjarmenn, hafi annast siglingar til landsins og líkalega þá með viðkomu í Vestmannaeyjum. En þegar eyjarnar komust í konungs- eigu og konungsvaldið efldist er sennilegt að veruleg útgerð hefjist í Eyjum í því skyni að afla konungi tekna af auðlindum þar í kring. Það var mest skreið, lýsi og aðrar fiskafurðir sem út voru fluttar. Hvað gátu margir búið í Vestmannaeyjum? Spyrja má hve marga íbúa Vest- mannaeyjar gátu borið fyrr á öld- um. Ef hliðsjón er höfð af jarða- skipan á seinni tímum, með 48 jörðum og jarðarpörtum (hjáleig- um) og miðað við að u.þ.b. 6 manns hafi búið á hverju býli, gætu íbúar hafa verið um 300 og sennilega er það hámark þess sem jarðarnytjar gátu borið. En þess utan voru áðurnefndar þurrabúðir (tómthús) við höfnina og verslun- arstaðina. Erfitt er að giska á hve margar þurrabúðirnar voru á árum áður í Eyjum, það hefur áreiðan- lega ráðist af fiskgengd og veð- urfari hverju sinni. Ef gera má ráð fyrir 10 slíkum húsum í meðalári og um 6 íbúum í hverju gætu um 60 manns hafa framfleytt sér með þessu móti í Vestmannaeyjum. Þannig má sjá að íbúatalan 350 í Vestmannaeyjum á fyrri tímum er sennileg og styðst við augljós sjálfstæð rök. Í góðum fiskiárum hafa íbúar, sem lifðu einvörðungu á sjávarfangi, verið fleiri og eins hefur verið í Vestmannaeyjum Hver er mesti Vestmanneyingurinn? Hugmynd um nýjan samkvæmisleik GREINARHÖFUNDUR: HELGI BERNÓDUSSON Mjög fáar og fátæklegar heimildir eru um búsetu í Eyjum fyrir 1400, en þá má ráða af frásögnum að fullbyggt sé þar, þ.e. komin sú byggð sem síðar var lengi. Elsta jarðaskrá (afgjaldaskrá) Vestmannaeyja er frá 1451 og má af henni sjá að búið hafi verið á 15-16 bæjum og margbýlt sums staðar, þ.e. svipuð byggð og síðar var. Bæjarnöfn, sem þar má finna, eru kunnugleg: Höfn, Ofanleiti, Dalir og Steinstaðir.

x

Fylkir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.