Fylkir


Fylkir - 01.12.2021, Síða 30

Fylkir - 01.12.2021, Síða 30
30 FYLKIR - jólin 2021 ° ° Ég sat í lúkarnum ásamt nokkrum skipsfélögum mínum og við spil- uðum rommy. Þetta var sjötti dag- ur túrsins og lestin enn hálftóm. Ég hafði ráðið mig sem kokk á þennan gamla trébát sem bar nafnið Hug- ur VE 103 og var gerður út frá Vest- mannaeyjum. Ætlaði að þéna vel á þessari vertíð. En það hafði gengið frekar illa eftir, því við fiskuðum eiginlega ekki neitt. Allt sem kom í vasa þessarar áhafnar var þessi lúsartrygging sem okkur sjómönn- um er ætluð ef aflabrögð bregðast. Sem er nú ekkert til að hrópa húrra yfir. „Eigum við að taka annan slag?“ spurði Stebbi Dóru. „Ætli það ekki,“ svaraði Óli Heiðu frekar höstug- lega; „Það er hvort eð er ekkert annað að gera á þessum skítadalli.“ Einar Krafttöng, Gústi Hnykkur og Kjartan Barón tóku í sama streng. Gústi Hnikkur stokkaði spilin og gaf. Í miðjum slagnum kom stýri- maður arkandi fram dekkið og öskrar niður um lúkarsopið: „Klárir!“ „Andskotinn það er aldrei neinn friður,“ muldraði Gústi Hnykkur sem var nýbúinn að bölva að- gerðarleysinu um borð. Hver mað- ur fór á sinn stað og fljótlega öskr- aði kallinn: „Lagó!“ og trollinu var komið frá og hvarf ásamt trollhler- unum í sjóinn. Aftur settust menn að spilum. Ég fór að huga að pott- unum og henti hrossabjúgum og kartöflum í potta og skorðaði þau á kapisunni. „Ef það verður ekk- ert í pokanum núna er ég hættur eftir þennan túr,“ sagði Kjartan Barón um leið og hann lagði spil- in á lúkarsborðið. „Svona nú væni minn, vertu ekki með þessi læti,“ sagði Einar Krafttöng. „Mér er and- skotans sama ég ætla að hætta ef pokinn verður tómur,“ sagði Kjart- an um leið og hann leit hvössum augum til Helga Nagla en það var viðurnefni stýrimannsins okkar. Svo kom að því að kallinn öskraði „hífa“ og menn biðu spenntir eftir að sjá hvað væri í pokanum. Upp kom trollið og ekki bein í pokan- um. Svona gekk þetta meira og minna uns stímt var heim til að sá litli afli sem í lestinni var kæmist í vinnslu áður en hann yrði verð- laus og færi í gúanó. Er í land kom tók Kjartan Barón pokann sinn og sneri ekki aftur um borð. Við hinir héldum tryggð við karl- inn og ákváðum að fara næsta túr. Enginn hafði sótt um hið auða pláss er Kjartan Barón hafði skil- ið eftir sig. Við vorum allir komnir um borð og kallinn stikaði um bryggjuna því enn vantaði einn. Áhöfnin hafði heyrt utan að sér að útgerðin ætlaði að hróka kallinum út fyrir annan ef hann færi ekki að fiska. Kallinn gekk um bryggjuna þungur á brún og muldraði fyr- ir munni sér: „Við verðum að fara þó einn vanti,“ og gaf svo skipun um að leysa landfestar. Þá sáum við mann ganga upp að kallinum er hann var um það bil að hoppa um borð. „Er ekki laust pláss hjá þér herra minn?“ spurði maðurinn. „Jú, reyndar,“ svaraði kallinn um hæl, „við erum að leggja í hann.“ „Ég kem með,“ sagði maðurinn og stökk um borð. Vélin ræst og stefn- an tekin út á Portland. Þannig atvikaðist það að Krist- ján, en það hét maðurinn, réði sig á bátinn okkar. Þegar búið var að ganga frá spottunum voru há- setarnir settir í að dytta að trollinu. Vopnaðir netanálum og heima- gerðum hnífum hófu þeir störf sín. „Þetta verður langt stím svo það er eins gott að nota tímann,“ sagði Helgi stýrimaður. Ég fór fram í lúkar að ganga frá kostinum og henda einhverju í pottana til að gefa körlunum er þeir kæmu niður af dekki. Kristján hafði orðið eft- ir upp í brú, kallinn vildi tala við hann og fá að vita eitthvað um hans hagi. Ekki veit ég hvað þeim fór á milli en Kristján kom fljótlega fram í lúkar. Klifraði niður stigann og gekk rak- leiðis að kojunni er Kjartan Barón hafði skilið eftir auða. „Þú átt að vera í þessari koju,“ sagði Helgi stýrimaður um leið og hann kom niður í lúkarinn. „Ó, ég sé að þú hefur þegar fund- ið hana,“ sagði Helgi og leit um leið undr- andi til mín. „Hefur þú unnið við neta- viðgerðir?“ spurði Helgi Nagli. Kristján kinkaði góðlátlega kolli og stóð upp. „Þér er nú óhætt að fá þér einn kaffibolla áður en þú ferð upp á dekk,“ sagði Helgi um leið og hann smeygði sér upp um lúkarsopið. Kristján settist aftur og leit beint í augu mín. Ég varð að líta undan því mér fannst sem og hann horfði beint inn í mig. Ég sneri mér við og hellti nýuppáhelltu kaffi í krús og rétti honum. Hann þakkaði fyrir sig og leit aftur í augu mín. Ég reyndi að láta á engu bera og spurði: „Hvaðan ber þig að?“ „Það er nú löng saga,“ svaraði hann góðlát- lega, „sem við skulum ekki fara út í núna, enda verð ég að drífa mig upp á dekk.“ Svo hvarf hann líka upp um lúkarsopið. „Ætlar maður- inn ekki í vinnuföt?“ hugsaði ég um leið og ég saxaði lauk og setti í pott ásamt sméri og góðri matskeið af karrý til að láta meyrna áður en ég tæki til við sósuna. Á meðan ég var að fiska súpu- ketið upp úr pottinum tek ég eftir að bátnum er snúið hart á stjórn- borða. „Hvað er í gangi, við erum ekki búnir að vera á stími nema í tvo tíma,“ hugsaði ég. „Best að kanna þetta.“ Ég lagði frá mér bakkann og fiskispaðann, setti kaffi á brúsa og lagði af stað upp í brú. Er þangað kom stóðu þar kallinn, Helgi stýrimaður og Kristján. Ég rétti kallinum brúsann, hann tók við honum og leit varla á mig. Það óð mikið á honum: „Ætlar þú að fara að kenna mér að veiða?“ „Nei alls ekki,“ svaraði Kristján. „Jæja, ég skal þá reyna,“ muldraði kallinn. Við Helgi litum undrandi á hvorn ann- an, kallinn var nefnilega ekki vanur að taka ábendingum annara. Kristján snerist á hæl og var kominn niður á dekk áður en við höfðum snúið okkur við. Kallinn hægði á bátnum og öskraði út um brúargluggann: „Klárir!“ áhöfninni til mikillar undrunar. Strákarnir litu undrandi á hvorn annan en fóru samt hver á sinn stað. „Lagó!“ Karlarnir tóku nú til við að koma trollinu út fyrir síðuna, Stebbi Dóru lásaði frá gálganum og trollið hvarf í sjóinn. Ég flýtti mér fram í lúkar því nú myndu karlarnir koma niður og vilja fá eitthvað gott í kroppinn. Ég kláraði að fiska kjötið upp úr pottinum bakaði upp smjörið, lauk- inn og karrýið, hellti soðinu yfir og úr var heimsins besta karrýsósa. Snaraði þessu á lúkarsborðið ásamt óskrældum kartöflum. Í því koma karlarnir niður. „Aha, kjöt í karrý, aldeilis fínt,“ sagði Stebbi Dóru. Svo settust þeir allir niður og Kristján síðastur. Svo var tekið ærlega til matarins. Kristján fór sér að engu óðslega, en hinir helltu sér yfir matinn eins og hungraðir úlfar. „Hvað sagðir þú eiginlega við kall- inn?“ spurði Einar Krafttöng með kúffullan munninn og beindi spurninguni til Krist- jáns. Kristján leit til hans, brosti góðlátlega, og sagði: „Ég sagði honum einfaldlega að snúa bátn- um á stjórnborða og láta trollið fara.“ Eitthvað í augum Kristjáns fékk Einar til að spyrja ekki frekar. Saga af sjónum Smásaga eftir Hermann Inga Hermannsson HÖFUNDUR: HERMANN INGI HERMANNSSON Kristján snerist á hæl og var kominn niður á dekk áður en við höfðum snúið okkur við. Kallinn hægði á bátnum og öskraði út um brúargluggann: „Klárir!“ áhöfninni til mikillar undrunar. Strákarnir litu undrandi á hvorn annan en fóru samt hver á sinn stað. „Lagó!“ Karlarnir tóku nú til við að koma trollinu út fyrir síðuna, Stebbi Dóru lásaði frá gálganum og trollið hvarf í sjóinn. Ég flýtti mér fram í lúkar því nú myndu karlarnir koma niður og vilja fá eitthvað gott í kroppinn. Ég kláraði að fiska kjötið upp úr pottinum bakaði upp smjörið, laukinn og karrýið, hellti soðinu yfir og úr var heimsins besta karrýsósa. Snaraði þessu á lúkarsborðið ásamt óskrældum kartöflum. Í því koma karlarnir niður. „Aha, kjöt í karrý, aldeilis fínt,“ sagði Stebbi Dóru. Svo settust þeir allir niður og Kristján síðastur. Svo var tekið ærlega til matarins. Kristján fór sér að engu óðslega, en hinir helltu sér yfir matinn eins og hungraðir úlfar. Málverk: Hermann Ingi Hermannsson

x

Fylkir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.