Fylkir - 01.12.2021, Side 31
FYLKIR - jólin 2021
°
°
Gleðileg jól
og farsælt komandi ár
þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða!
Gleðileg jól
og farsælt komandi ár
þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða!
Gleðileg jól
og farsælt komandi ár
þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða!
Gleðileg jól
og farsælt komandi ár
þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða!
Uppsetning og þjónusta á
frysti-, kæli- og krapakerfum
31
Þá gerðist það sem engin átti von
á; „Hífa!“ var öskrað út um brúar-
gluggann. Helgi stýrimaður kom
æðandi fram dekkið og kallaði
niður: „Upp með ykkur, kallinn var
að öskra hífa!“ „Hvur andskotinn
er í gangi,“ hreytti Gústi Hnykkur
út úr sér, „við erum ekki einu sinni
búnir að éta!“ Kristján leit snöggt
til Gústa og orðin hálfköfnuðu í
munni hans. Menn litu undrandi á
hvorn annan og ruku upp á dekk.
Það var ekki um að villast, kallinn
var byrjaður að hífa.
Öll áhöfnin var nú komin upp á
dekk og biðu menn spenntir eft-
ir að sjá hvað þetta óvænta hal
mundi færa með sér. Hver stökk á
sinn stað. Brátt fór sjórinn að ólga
í kjölfari bátsins, svo skaust pokinn
hátt í loft upp og skall niður með
miklum gusugangi og við áhöfn-
inni blasti það stærsta hal er þeir
höfðu augum litið. Það var ekki
nóg með að pokinn væri fullur og
skverinn líka heldur flaut fiskurinn
út um vængina. „Ja, hvur andskot-
inn!“ hrópaði Helgi Nagli. „Svei mér
þá, það er vængjafullt!“ Nú varð
aldeilis handagangur í öskjunni
og eftir mikla vinnu og mikið erf-
iði var trollið látið fara aftur. Svona
gekk þetta, látið fara, togað í stutta
stund og þá híft aftur og ekki leið á
löngu þar til Hugur VE 103 var með
fullfermi og stímt var í heimahöfn.
Er menn höfðu komið sér fyrir við
lúkarsborðið, þreyttir og sælir eins
og sannir sjómenn verða þegar vel
aflast, heimtuðu þeir velgerðir af
kokknum til að narta í á heimstím-
inu. Ég dró upp úr bekknum
draum sjómannsinns, kleinur, og
skar þverhandarþykkar þrumara-
sneiðar smurði með miklu smjöri
og púðursykur þar ofan á. Lagaði
sterkt kaffi og gerðu menn þessu
góð skil. Óli Heiðu færði kallinum
upp í brú.
Brátt voru allir komnir í koju nema
ég og Kristján og að sjálfsögðu
var kallinn uppi í brú, heldur bet-
ur góður með sig. „Ætlar þú ekki
í koju?“ spurði ég Kristján sem
virtist ekki vera ögn þreyttur. Það
vakti undrun mína að fötin hans
voru eins og þau væru nýkom-
in úr hreinsun. Hvorki hreistur
né slor eftir að hafa staðið upp í
klof í aðgerð og eftir allan hama-
ganginn við að fylla bátinn. „Nei,“
svaraði Kristján. „Ég er orðin mjög
þreyttur,“ sagði ég, „er að hugsa
um að fá mér smá kríu áður en við
komum í land.“ „Sestu hérna hjá
mér, smástund,“ bað hann og eitt-
hvað í augum hans sagði mér að
gera einmitt það. Hann lagði hönd
sína yfir mína og sagði: „Þakka
þér velgerðirnar.“ Svo sátum við
þarna og töluðum um alla heima
og geima þar til við sigldum inn í
Friðarhöfn. Mér til undrunar var öll
þreyta fokin út í veður og vind.
Það var uppi fótur og fit þegar
Hugur VE 103 sigldi drekkhlaðinn
inn höfnina eftir aðeins einn dag á
sjó. Næsta dag stefndi allur flotinn
á þennan sama stað en varð einsk-
is var.
Nú var heldur betur runninn eld-
móður á kallinn. Það var ekki fyrr
búið að landa en rokið var í ann-
an túr. Er við vorum komnir út á
ytri höfnina kom Helgi stýrimaður
fram í lúkar og sækir Kristján: „Karl-
inn vill finna þig.“ Kristján brosti
til okkar hinna og hvarf svo upp
um lúkarsopið. Enn í sömu hreinu
fötunum og hann var í þegar lagt
var upp í síðasta túr.
Menn voru farnir að bera tak-
markalausa virðingu fyrir þessum
nýja skipsfélaga. Eins og allir um
borð fékk hann sitt viðurnefni,
Kristján Klári. Því aldrei þurfti að
segja honum til verka. Hann virtist
kunna allt. Kristján klári kom fram
í lúkar og nú hafði kallinn tekið
stefnuna í austur. Er menn ætluðu
að fara að koma sér í koju sagði
Kristján íbygginn á svip: „Það tekur
því varla að fara í koju, strákar mín-
ir.“ Hann hafði varla sleppt orðinu
er kallinn öskraði: „Klárir!“ „Hvað er
þetta, við erum rétt komnir austur
fyrir Bjarnarey,“ sagðu Gústi Hnykk-
ur og nú bar svo við að karlanginn
bölvaði ekki. Allt fór á sama veg
og innan sólarhrings var Hugur VE
103 kominn með fullfermi og sigldi
til hafnar.
Sagan um aflasæld okkar fór sem
eldur í sinu um allan flotann, svo
ekki sé talað um bæinn. Ekki leið
á löngu þar til Hugur VE 103 var
orðið aflahæsta skipið í flotanum.
Það fór ekki hjá því að við tengdum
þessa velgengni við Kristján Klára.
Því í upphafi hvers túrs var Kristján
Klári kallaður upp í brú svo kom
hann brosandi fram í lúkar og svo
leið ekki langur tími þar til kallið
kom: „Klárir!“ Menn voru farnir að
pískra sín á milli hver væri eigin-
lega kapteinn á þessu skipi?
Er áhöfnin sat að snæðingi í lúk-
arnum vakti athygli mína að fúk-
yrðin, klámið og bölvið var að
mestu horfið. Menn ræddu saman
á háfleygum nótum. Þetta fannst
mér harla skrítið, því ég sem kokk-
ur hef heyrt ýmislegt í lúkarnum
mínum sem ég treysti mér ekki til
að setja á prent. Alltaf átti Kristján
svör við öllum spurning áhafnar-
innar. Ég gat ekki annað en dáðst
að þessum manni visku hans og
speki. En hver var hann?
Svo dundi ógæfan yfir. Við vor-
um á heimstími eftir rétt enn einn
metaflatúrinn. Ég var staddur uppi
í brú, hafði verið að færa hróðug-
um kallinum kaffi. Helgi stýrimað-
ur ásamt hásetum voru að hamast
við að ganga frá þeim afla er ekki
komst í lestina í stíur á dekkinu. Þá
skyndilega skall á hvöss austanátt
og erfitt varð að fóta sig á sleipu
dekkinu. Óli Heiðu var að gogga í
síðustu stíuna er há alda reið yfir
bátinn. Óli Heiðu fellur aftur fyrir
sig með stinginn á lofti og ég sá
mér til skelfingar að Kristján sem
stóð gengt honum fellur fram fyr-
ir sig og stingurinn fer á kaf í síðu
hans. Ég stökk í hendingskasti til
hans. Hann gaf ekkert hljóð frá
sér er hann lá þarna og ég sá blóð
vætla undan stakki hans. Nú kom
Helgi stýrimaður og dró stinginn
úr sárinu. Ég lá þarna á hnjánum
og hélt um höfuð Kristjáns. Í aug-
um hans var ekki að sjá neina skelf-
ingu og hann horfði beint í augu
mín. Ég sá lífið fjara út og hann var
allur. Það þyrmdi yfir mig og er ég
leit upp stóðu allir sem lamaðir. Þá
áttuðum við okkur að storminn
hafði lægt og komið dúnalogn eins
og hendi hafi verið veifað. Menn
litu undrandi á hvern annan en
enginn sagði neitt.
Áhöfnin gekk þögul til verka
sinna. Líkami Kristjáns Klára var
lagður til í koju skipstjóranns sem
var í bestykkinu inn af brúni. Svo
var lagt af stað og stefnan tekin á
heimahöfn.
Það féllu ekki mörg orð í lúkarn-
um á þessu heimstími. Er báturinn
lagðist að bryggju beið þar lög-
reglan, sjúkrabíll og læknir.
Læknirinn úrskurðaði Kristján
látinn. Lögregluþjónarnir báru lík-
ama hans í land þar var farið með
hann á sjúkrahúsið þar sem hann
var lagður til í kapellu í kjallara
sjúkrahússins.
Við tókum til við að koma aflanum
á land.
Það voru þung sporin frá borði
heim á Skólaveginn. Ég gat ekki
hætt að hugsa um þennan merki-
lega mann sem ég hafði fengið að
kynnast, þessa fáu daga sem hann
var um borð.
Við sem búum í sjávarþorpi vitum
að sjórinn krefst sinna fórna svo ég
var ekki mjög hissa er ég var ræstur
á sjóinn á þriðja degi frá þessum
hörmulega atburði. Árla morguns
tók ég mig til og bjóst til að leggja
af stað niður á bryggju. Opnaði
dyrnar og steig út í sólina sem var
að skríða upp á himininn yfir jökul-
inn og lít til beggja handa og hjarta
mitt bókstaflega stoppaði. Þarna á
leið upp Skólaveginn sá ég Kristján
Klára á gangi í fylgd ungs manns
og annars sveins.