Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.07.2022, Qupperneq 28

Fréttablaðið - 12.07.2022, Qupperneq 28
FRÉTTIR, FÓLK & MENNING á Hringbraut Edda segir heimsfaraldurinn hafa reynst sér einkar vel fyrir listsköpunina. Fréttablaðið/Sigtryggur ari Teikningar Eddu eru óhlutbundnar en í þeim gætir þó áhrifa borgarlandslags. Fréttablaðið/Sigtryggur ari tsh@frettabladid.is Edda Jónsdóttir sýnir einka- sýninguna Teikningar í Hverfisgalleríi. Hún stofnaði i8 gallerí en sneri svo aftur í listheiminn sem listamaður eftir áratugalanga pásu. Myndlistarmaðurinn og galleristinn Edda Jónsdóttir opnaði sýninguna Teikningar í Hverfisgalleríi á dög- unum. Sýningin samanstendur af 28 vatnslita- og blýantsverkum sem Edda vann á undanförnum tveimur árum í Reykjavík auk bókverks með ljósmyndum af verkunum sem gefið er út samhliða. „Þegar Covid byrjaði var ég nýbúin að vera með sýningu í Ásmundar- sal og ég byrjaði að vinna dálítið ryþmískt eftir það til að halda mér lifandi. Ég komst á eitthvert skeið þar sem mér fannst áreynslulítið að vinna en ofsalega gott. Ég fór alltaf á svipuðum tíma niður á Snorrabraut þar sem ég var með vinnustofu og þetta gekk svona í eitt og hálft ár, alveg taktfast. Þá var ég komin með svo mikinn bunka af pappír og hugs- aði, það er svolítið skrýtið að halda áfram að vinna svona bara fyrir mig og sjá það ekki uppsett,“ segir Edda. Hún segist þá hafa leitað til Sigríð- ar L. Gunnarsdóttur, framkvæmda- stjóra Hverfisgallerís, sem hafi litist vel á verkin og þær hafi því komið sér saman um að sýna þau í galleríinu. Leið mjög vel í Covid Margir listamenn hafa talað um að einangrunin í Covid hafi reynst þeim vel fyrir listsköpun. Var það svo hjá þér? „Já, mér leið bara mjög vel á þessu tímabili. Það var reglufesta og það var ekkert svo margt annað að trufla mann. Yfirleitt er ég mjög dugleg að skoða annarra manna sýningar og þvælast út um bæ, hitta ungt fólk í hádeginu og gera ýmislegt. En þarna var hvíld frá öllu nema þessu og mér leið bara mjög vel, verð ég að segja.“ Teikningar Eddu eru látlausar og yfirvegaðar vatnslita- og blýants- myndir. Þær eru málaðar í alls kyns litum á hvítan pappír og minna á nokkurs konar hnita- eða gatnakerfi. Edda segir myndirnar ekki hafa verið hugsaðar sem sería upphaflega. „Þær kannski leyna á sér, þær öskra ekki. Ég gerði náttúrlega stærri og mismunandi myndir en minn frábæri sýningarstjóri, Hildi- gunnur Birgisdóttir, sá alfarið um að velja og setja upp. Ef það er gott þá er það henni að þakka. Ég var ekkert með puttana í þessu,“ segir Edda og bætir við að hún vilji einn- ig þakka Ásmundi Hrafni Sturlusyni arkitekt fyrir veitta aðstoð. Þótt verkin séu óhlutbundin má sjá í þeim óljós áhrif frá borgar- landslagi, að sögn Eddu. „Ég flutti úr húsi upp á efstu hæð í blokk og sýn mín hefur svolítið breyst við það. Þó það kannski sjá- ist ekki þá er einhver svona borgar- taktur í þeim, án þess að ég viti hvort aðrir sjái það eða ekki.“ Vildi ekki trana sér fram Edda er lærður myndlistarmaður og starfaði sem slíkur frá 1975-1995. Hún er auk þess stofnandi i8 gallerís og stýrði því frá 1995-2007 þegar sonur hennar, Börkur Arnarson, tók við af henni. „Ég vildi ekki trana mér fram þegar ég var að reka gallerí þannig að ég vann bara alfarið í skissubæk- ur. Hélt mér við þannig í öll þessi ár,“ segir hún. Spurð um hvort það séu ekki ákveðin viðbrigði að snúa sér aftur að listsköpun eftir áratugalanga pásu segir Edda að það hafi verið erfitt en nauðsynlegt. „Maður verður kannski svolítið feiminn með sína eigin myndlist þegar maður er búinn að vera bæði mjög krítískur og að reka gallerí. En þetta náttúrlega hefur alltaf verið í mér og ég finn að þetta er bara lífið. Ég verð að gera þetta.“ Edda hefur haldið tvær aðrar sýningar á undanförnum árum, í Ásmundarsal og á Mokka kaffi. Spurð um hvað sé næst á döfinni hjá henni segist hún vera byrjuð að sauma verk í pappír. „Ég veit ekkert hvert það leiðir mig, hvort ég held því áfram, en allavega þá mun ég halda áfram að vinna alveg eins og ég get, ég bara elska það.“ n Sneri aftur sem listamaður eftir áratugalanga pásu Ég komst á eitthvert skeið þar sem mér fannst áreynslulítið að vinna en ofsalega gott. Ég fór alltaf á svip- uðum tíma niður á Snorrabraut þar sem ég var með vinnustofu og þetta gekk svona í eitt og hálft ár. www.husgagnahollin.is Sími: 558 1100 *Verð og vöru upp lýsingar í auglýs ingunni eru birtar með fyrirvara um prentvillur. KARE MUSTIQUE Morgunverðarsett. 12 stk. í pk. 26.990 kr. KARE DESIRE Legubekkur, silfurlitað sléttflauel. L173 cm. 299.990 kr. NÝTT NORDAL KAPITI Blómavasi. H23 cm. 8.990 kr. H25 cm. 11.990 kr. 16 Menning 12. júlí 2022 ÞRIÐJUDAGURFréttablaðiðmennInG Fréttablaðið 12. júlí 2022 ÞRIÐJUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.