Fréttablaðið - 04.08.2022, Side 1

Fréttablaðið - 04.08.2022, Side 1
Ef þetta heldur áfram sem horfir þá fyllist dalurinn í nótt. Þá lekur þetta líklegast niður í Meradali eða mögulega hérna norð- ur fyrir. Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingur 1 5 7 . T Ö L U B L A Ð 2 2 . Á R G A N G U R f rettab lad id . i s F I M M T U D A G U R 4 . Á G Ú S T 2 0 2 2 Glæpakynslóð fjarar út Prófessor selur matarvagn Lífið ➤ 18 Lífið ➤ 20 Skutlaðu pizzunni á grillið í sumar! Fögnum fjölbreytileikanum Eldgos hófst í vestanverðum Meradölum í nótt. Ármann Höskuldsson eldfjalla- fræðingur sagði í gærkvöldi að hraun myndi líklega flæða upp úr dalverpinu í nótt og ofan í Meradali. Innviðir væru ekki í hættu næstu mánuðina. Sérfræðingur segir að sæstreng þurfi til að tryggja raforku út á Reykjanes ef illa fer. ragnarjon@frettabladid.is gar@frettabladid.is ELDGOS „Það er bara komið eldgos. Þetta er kannski tvisvar sinnum meira en síðast, sem getur nú varla talist mjög mikið,“ sagði Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur í gærkvöldi um nýja eldgosið sem hófst í vestanverðum Meradölum í gær. Eftir öf luga jarðskjálftahrinu á Reykjanesskaganum síðustu daga braust hraun upp yfirborðið við gossvæðið frá í fyrra um klukkan hálf tvö í gær. Á fundi Almanna- varna í gær kom fram að áætlað sé að hraunflæðið nú sé á bilinu fimm til tíu sinnum meira en í gosinu sem hófst í mars í fyrra. „Ef þetta heldur áfram sem horfir þá fyllist dalurinn í nótt. Þá lekur þetta líklegast niður í Mera- dali eða mögulega hérna norður fyrir. Mestar líkur eru á Mera- dölum,“ útskýrði Ármann spurður um hvert hraunið muni leita. Hann sagði innviðum ekki vera ógnað – ekki í bili að minnsta kosti. „Nei, ekki nema þetta haldi áfram í ein- hverja mánuði,“ svaraði eldfjalla- fræðingurinn sem kvað ekkert hægt að segja til um hversu lengi gosið muni standa. Grindvíkingar fögnuðu nýja gos- inu innilega því fari á sömu lund og í fyrra hættir jörð nú að skjálfa. Dijana Una Jankovic, starfsmaður á bæjarskrifstofunum, fór strax í bakarí þegar fréttirnar bárust. „Ég er svo hrædd við jarð- skjálfta og þegar ég heyrði frétt- irnar um að gos væri byrjað fór ég og keypti köku fyrir starfsfólkið hér á bæjarskrifstofunni,“ segir Dijana. Þótt gosið ógni ekki innviðum að svo stöddu er það líklega aðeins st ak ur atburður í aldalang r i umbrotahrinu sem nú er hafin á Reykjanesskaganum. Sérfræðingur í áhættugrein- ingu telur að háspennulínurnar á Reykjanesi séu í mun meiri hættu á að verða hrauni að bráð en Reykja- nesbrautin. Hann telur heppilegast að leggja sæstreng milli Hafnar- fjarðar og Keflavíkur til að tryggja raforkuflutning til Reykjaness. SJÁ SÍÐUR 2, 4 OG 6 Hrauninu spáð upp úr dalverpinu í nótt Björgunarsveitarfólk fylgdist með sjónarspilinu sem fylgir eldgosinu sem hófst í Meradölum í gær. Gönguleið að gosstöðvunum er löng og grýtt og ráðlegt að vera vel búin. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.