Fréttablaðið - 04.08.2022, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 04.08.2022, Blaðsíða 12
Til að birta andláts-, útfarar- eða þakkartilkynningar í Fréttablaðinu þarf að senda tölvupóst á timamot@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5055 . Í fyrsta sinn verða allir fræðslu- viðburðir Hinsegin daga teknir saman í eina heild og úr verður sérstök Regnbogaráðstefna Hin- segin daga. benediktboas@frettabladid.is Ráðstefna Hinsegin daga byrjaði í gær og heldur áfram í dag, annars vegar í Pride Center, sem er staðsett á Geirsgötu 9, og hins vegar á Borgarbókasafninu Grófinni. Á dagskrá ráðstefnunnar er fjöldi áhugaverðra og fræðandi fyrirlestra, erinda, pallborða og fleira um fjölbreytt málefni tengd hinsegin samfélaginu. Allir dagskrárliðir ráðstefnunnar eru tákn- málstúlkaðir. Í gær var til dæmis fyrirlestur um Trans fólk og afreksíþróttir sem hefur verið í deiglunni undanfarið, Hinsegin í heimabyggð og Hinsegin í tölvuleikjum. Í dag verða fjórir viðburðir og hefjast þeir klukkan 12.30 þar sem rætt verður um Fjölástir og fjölbreytileikann. Ofbeldis- forvarnarskólinn sér um Hatrið sem þú hunsar er fordæmið sem þú setur! og enskur fyrirlestur er á dagskrá um Hatrið í heiminum áður en Hvað felst í jafnrétti fyrir kvár? verður í lok dagskrár. Gunnlaugur Bragi Björnsson, for- maður Hinsegin daga, hafði í ansi mörg horn að líta þegar Fréttablaðið sló á þráð- inn til hans en hann segir að á þessum tveimur stöðum sé búið að safna saman allri fræðslu og viðburðum sem Hinsegin dagar hafa lagt áherslu á í mörg ár í eina heild. „Þetta er í fyrsta skipti sem við erum að keyra þetta í þessu ráðstefnuformi og gera þessu þar með hærra undir höfði en að dreifa þessu hér og þar yfir alla dagana.“ Gunnlaugur bendir á að mikið af þessum fyrirlestrum og fræðslu komi inn á borð Hinsegin daga og sé ekkert frá þeim komið. „Mörg þessara erinda koma til okkar. Við erum að sitja sem minnst og hugsa um hvað sé áhugavert heldur erum í samtölum við okkar fólk og mikið af þessu kemur inn til okkar frá fólki sem vill ræða um þessi atriði. Tölvuleikjahlut- inn til dæmis kemur frá aðilum í þeim geira sem vildu ræða þessi mál. Enda er hinsegin fólk ekki algengt í tölvuleikjum. Þarna skapast vettvangur þar sem hægt er að kafa í hlutina og ræða þessi mál.“ Miðbær Reykjavíkur er kjaftfullur af erlendum ferðamönnum en Gunn- laugur segir að margir komi sérstaklega til Íslands til að taka þátt en Hinsegin dagar halda ekki sérstaklega utan um erlenda gesti. „Við vitum að það er mjög stór hópur erlendra gesta sem kemur sér- staklega hingað til lands til að taka þátt. Við fáum mikið af fyrirspurnum erlendis frá og einhverjir eru hérna fyrir tilviljun og grípa tækifærið. En það er vonlaust að giska á fjöldann.“ Aðspurður segist hann hafa gleðina í hjartanu og þó það sé mikið að gera sé ótrúlega gaman að vera til. „Púlsinn er góður þótt hann sé hraður. Það var svo gaman að vera í opnuninni og finna hvað fólk var tilbúið að koma saman. Þetta var mátuleg blanda af pólitík, aktífisma og góðri gleði. Maður fann að þetta var eitthvað sem fólk þurfti og við erum lukkuleg.“ n Öll fræðsla og viðburðir á einum og sama stað Hinsegin dagar voru settir í Bankastræti, þar var málaður regnbogi á götuna. Hátíðinni lýkur á sunnudag. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Gunnlaugur Bragi Björns- son. Hannes Finnsson Skálholtsbiskup andaðist á þessum degi árið 1796. Hannes fæddist í Reykholti í Borgar- firði 8. maí árið 1739, sonur prests- hjónanna þar, séra Finns Jónssonar, sem síðar varð biskup í Skálholti, og Guðríðar Gísladóttur. Hannes útskrifaðist sextán ára úr Skálholtsskóla 1755 og hélt um sumarið til guðfræðináms við Hafnar- háskóla. Embættispróf í guðfræði tók hann 1763. Á þeim tólf árum, sem Hannes dvaldist samfleytt í Kaupmannahöfn, kynntist hann mörgum helstu fræði- mönnum Danmerkur. Hannes sneri heim í Skálholt til að aðstoða föður sinn við ýmis fræðistörf árið 1767. Hann hélt aftur til Kaupmannahafnar 1770 og dvaldi þar næstu árin við störf í íslenskum fræðum. Hannes var vígður aðstoðarbiskup til Skálholts 1777. Séra Finnur lét af embætti árið 1785 og var Hannes þá einn biskup. Árið áður höfðu Suðurlandsskjálftar lagt Skálholtsstað meira og minna í rúst og átti að flytja biskupsstólinn til Reykjavíkur. Hannes keypti þá Skálholtsstað og fékk að sitja þar áfram sem hann og gerði til æviloka. Hannes dó hinn 4. ágúst 1796 í Skálholti eftir skyndileg veikindi. Á síðustu æviárunum skrifaði hann tvö merkustu rit sín: Um mannfækkun af hallærum á Íslandi og Kvöldvökur. n Þetta gerðist: 4. ágúst 1796 Hannes biskup ber beinin Hannes var vígður aðstoðarbiskup til Skálholts 1777. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Okkar elskulega, Steinunn Vigfúsdóttir (Una) Skúlagötu 40a, áður til heimilis á Seyðisfirði, lést á Líknardeild Landspítalans í Kópavogi þann 20. júlí. Bálför hefur farið fram. Minningarathöfn auglýst síðar. F. h. aðstandenda Guðsteina Hreiðarsdóttir Faðir okkar, Gísli Arnór Víkingsson sem lést mánudaginn 18. júlí verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju föstudaginn 12. ágúst kl. 13. Fyrir hönd aðstandenda, Ögmundur Viðar Rúnarsson Ingibjörg Helga Gísladóttir 1704 Enskar og hollenskar sveitir hertaka Gíbraltar. 1796 Hannes Finnsson Skálholtsbiskup andast. Hann er einn menntaðasti Íslendingur sinnar tíðar. Af ritum hans má til dæmis nefna Um mannfækkun af hallærum á Íslandi. 1903 Giuseppe Melchiorre Sarto verður Píus 10. páfi. 1907 Ungmennafélag Íslands stofnað og er fyrsti for- maður þess Jóhannes Jósefsson. 1928 Ásta Jóhannesdóttir syndir frá Viðey til Reykjavíkur. Sundið tekur tæpar tvær klukkustundir og er um fjórir kílómetrar. 1944 Gestapómenn ryðjast inn í fylgsni fjölskyldu Önnu Frank og hand- taka alla sem þar hafast við. 1947 Hæstiréttur Japans er stofnaður. 1972 Idi Amin tilkynnir að allir asískir verkamenn með bresk vegabréf verði að hverfa frá Úganda innan þriggja mánaða. 1974 Italicus-sprengjan: Sprengja springur um borð í lest á milli Flórens og Bologna. 12 látast. 1977 Orkustofnun Bandaríkjanna er stofnuð. 1977 Sprengjumaðurinn frá Gladsaxe sprengir sína fyrstu sprengju í símaklefa í Kaupmannahöfn. 1979 Stokkhólmsmaraþonið er hlaupið í fyrsta skipti. 1984 Efri-Volta tekur upp nafnið Búrkína Fasó. 1993 Alríkisdómari dæmir tvo lögreglumenn frá Los Angeles í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hafa brotið á réttindum Rodneys King, eins og það var orðað 1995 Króatíuher hefur Stormaðgerðina gegn Króatíuserb um í Krajinahéraði. 1997 185.000 bílstjórar hjá United Parcel Service fara í verkfall. 1998 Afríkustríðið mikla hefst í Kongó. 2006 17 hjálparstarfsmenn eru myrtir í bænum Muttur á Srí Lanka. 2007 Phoenix, geimskipi NASA, er skotið á loft. Merkisatburðir TÍMAMÓT FRÉTTABLAÐIÐ 4. ágúst 2022 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.