Fréttablaðið - 04.08.2022, Blaðsíða 32
frettabladid.is
550 5000
RITSTJÓRN ritstjorn@frettabladid.is
AUGLÝSINGADEILD auglysingar@frettabladid.is
PRENTUN Torg ehf.
DREIFING Póstdreifing ehf.
dreifing@postdreifing.is 2022 - 2025
Kolbeins
Marteinssonar
n Bakþankar
Ég las nýverið að nýliðinn júlí-
mánuður hefði verið afleitur hvað
veðurfar varðar hér á höfuðborgar-
svæðinu. Til marks um leiðinda-
veðrið varð hámarkshiti í mánuð-
inum hér tæpar 16 gráður og lítið
sást til sólar. Ég hef áður kveinað
á þessum vettvangi yfir íslensku
veðri. En ekki í þessum pistli.
Íslenskt veðurfar er nefnilega ekki
svo slæmt.
Eitt sinn fékk ég gott ráð sem
getur nýst þegar lifað er við veðrið
hér. Það er einhvern veginn svona:
Þegar eitthvað amar að þá máttu
vera viss um að einhver hefur
það mun verra en þú. Um leið og
maður hefur meðtekið þessa visku
þá verður allt aðeins skárra.
Íslenskt veðurfar er nefnilega
ekki svo slæmt. Ég var nýverið í
stuttu fríi í sunnanverðri Evrópu
þar sem hitabylgja hefur legið yfir.
Af þeim sökum einkenndist frí
þetta af endalausri leit að kælingu,
í sundlaug, skugga eða loftkældum
rýmum og sífelldu vatnsþambi
sem síðan gufaði upp í svita. Alls
staðar var þessi alltumlykjandi
steikjandi hitasvæla sem ómögu-
legt var að flýja. Á einum tíma-
punkti var ég farinn að hlakka til
að verða aftur kalt og ég reyndi að
ímynda mér tilfinninguna með
trega. Ég verð að viðurkenna að
slíkan söknuð hef ég hvorki fyrr né
síðar upplifað.
Vísindamenn spá því að þessi
þróun muni aðeins aukast með
þeim loftslagsbreytingum sem
nú eiga sér stað. Hitabylgjur verða
almennari og tíðni þeirra mun
aukast verulega á næstu árum.
Því er gott að vita næst þegar við
ætlum að njóta íslensks sumars
í júlí, í rigningu og beljandi roki,
að einhvers staðar í heiminum er
örugglega kófsveittur miðaldra
karl sem hlakkar til að verða aftur
kalt. n
Sumarhiti
Faxafeni 11 • Sími 534 0534
Skraut og
fylgihlutir
PRIDE 25-90%
afsláttur
af völdum vörum
Skannaðu kóðann og
skoðaðu tilboðin á byko.is
Enn
meirilækkunSUMAR
MARKAÐS-
DAGAR
Fögnum
fjölbreytileikanum