Fréttablaðið - 04.08.2022, Síða 2

Fréttablaðið - 04.08.2022, Síða 2
Ég bý á þriðju hæð og finn nánast alla skjálfta sem mælast. Ég er bara mjög hrædd við þetta og þess vegna er ég svona glöð. Dijana Una Jankovic Sumarsigling Rólegt var yfir Reykjavíkurhöfn í gær þótt eldgos væri hafið á Reykjanesskaga. Seglskúta lá við festar og ungmenni sigldu um á lystibáti með regnbogafána við hún. Inni í bænum halda Hinsegin dagar áfram með sinni fjölskrúðugu dagskrá og gleði. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Dijana Una Jankovic, starfs- maður á bæjarskrifstofu Grindavíkur, las fréttir í gær og sá að eldgos væri hafið og skjálftahrinunni líklega lokið. Dijana er hrædd við jarðskjálfta og ákvað því að gleðjast, brunaði út í bakarí og keypti marsípanköku fyrir samstarfsfólk sitt – sem gladdist með enda kakan góð. benediktboas@frettabladid.is SAMFÉLAG Dijana Una Jankovic, star fsmaður á bæjarskrifstofu Grindavíkur, fagnar að eldgos sé hafið að nýju og skjálftahrinunni sé þar með væntanlega lokið. Um leið og Dijana sá fréttirnar um að gos væri hafið brunaði hún út í bakarí og keypti marsípan- köku fyrir starfsmenn bæjarskrif- stofunnar, með bleiku kremi. „Ég er svo hrædd við jarðskjálfta og þegar ég heyrði fréttirnar um að gos væri byrjað fór ég og keypti köku fyrir starfsfólkið hér á bæjar- skrifstofunni,“ segir Dijana. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, og forsetafrú, Eliza Reid, voru stödd í Grindavík í gær þar sem þau stoppuðu meðal ann- ars á bæjarskrifstofunni og sýndu Dijönu og öðrum bæjarbúum stuðning enda hafa Grindvíkingar verið svefnvana undanfarið í skjálftahrinunni. „Við fengum heimsókn frá for- setanum og Elizu. Þau stoppuðu hér á skrifstofunni og sýndu okkur mikinn stuðning,“ segir Dijana sem stólar á forsetahjónin í framtíðinni. „Það er ljóst að þau verða að drífa sig hingað aftur ef jarðskjálftarnir byrja á ný því þá hætta þeir og gosið byrjar,“ segir hún og hlær. Dijana vinnur í afgreiðslunni á bæjarskrifstofunni og býr í blokk í Grindavík á þriðju hæð. Hún segir að hver einasti skjálfti sem mælist finnist heima hjá henni og það sé allt annað en skemmtilegt. Hún er frá fyrrum Júgóslavíu þar sem jarð- skjálftar þekkjast varla. „Það er ekki mikið um jarð- skjálfta þar. Ég bý á þriðju hæð og finn nánast alla skjálfta sem mæl- ast. Ég er bara mjög hrædd við þetta og þess vegna er ég svona glöð.“ Dijana brunaði á Víkurbrautina þar sem hún stoppaði Hjá Höllu og keypti dásamlega marsípanköku sem starfsmenn bæjarskrifstofunn- ar gæddu sér á og glöddust innilega yfir því að þurfa ekki lengur að sofa í jarðskjálftum og hristingi. n Fagnaði lokum jarðskjálfta og upphafi gossins með köku Eldgosskaffi á bæjarskrifstofum Grindavíkur. Frá vinstri; Guðbjörg Eyjólfs- dóttir, Dijana Una Jankovic og Fanný Þóra Erlingsdóttir. MYND/ELLEN AGATA JÓNSDÓTTIR gar@frettabladid.is SAMGÖNGUR Guðni Sigurðsson, star fsmaður á samskiptasviði Icelandair, segir að umferð um vef félagsins hafi aukist verulega eftir að tíðindin af gosinu í Meradölum spurðust út í gær. Enn sé of snemmt að segja til um hvort gosið skili sér í aukningu í bókunum. „Við sjáum þetta betur með tíð og tíma. Þetta fer dálítið eftir því hvernig umfjöllunin um gosið verð- ur í erlendum miðlum og hvort fólk sjái þetta sem spennandi atburð að fylgjast með,“ segir Guðni. Gengi hlutabréfa í Icelandair hækkaði um 3,21 prósent í Kaup- höll Íslands eftir að fréttir bárust af eldgosinu í gær. Ekki fengust upplýsingar frá flug- félaginu Play í gær um hugsanleg áhrif eldgossins á bókunarstöðu félagsins. n Margir skoðuðu síðu Icelandair Hlutabréf í Icelandair hækkuðu við tíðindi af gosinu. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR ragnarjon@frettabladid.is VEÐUR Óvenju kalt hefur verið í Drekagili við eldfjallið Öskju í sumar en snjór hefur fallið þar sjö daga í röð. Sigurður Erlingssonar landvörður segir þetta ansi óvenju- legt. „Það kemur alltaf fyrir að snjói en að það sé snjór í Öskju um mánaða- mótin júlí og ágúst í heila viku, ég man ekki eftir því,“ segir Sigurður og bætir við: „hér byrjaði að snjóa á föstudagskvöld og það hefur bara ekki hætt síðan og þetta er ekki einu sinni fyrsti snjór vetrarins, það var 3. júlí,“ segir Sigurður og bætir kíminn við að „þetta er samt þann- ig að veturinn þetta sumarið er búinn að vera tiltölulega mildur.“ n Sjöundi dagur snjókomu í Drekagili Óvenjukalt hefur verið í Drekagili undan- farna daga. MYND/AÐSEND 2 Fréttir 4. ágúst 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.