Fréttablaðið - 04.08.2022, Síða 4
Stundum er ódýrara
að fara strax í fram-
kvæmdir en að spara.
Marinó G.
Njálsson,
sérfræðingur í
áhættugreiningu
Raforkuverð í Norður-
Noregi er tífalt lægra en
í Suður-Noregi.
Sérfræðingur í áhættu-
greiningu telur heppilegast
að leggja sæstreng milli
Hafnarfjarðar og Keflavíkur.
Háspennulínurnar á Reykja-
nesi séu í mun meiri hættu á
að verða hrauni að bráð en
Reykjanesbrautin.
kristinnhaukur@frettabladid.is
ORKUMÁL Þörf er á sæstreng milli
Keflavíkur og Straumsvíkur til að
tryggja raforkuflutning til Reykja-
ness, að mati Marinós G. Njálssonar,
sérfræðings í áhættugreiningu, sem
meðal annars hefur gert greiningu á
Keflavíkurflugvelli. Háspennulín-
urnar séu í mun meiri hættu af eld-
gosum heldur en Reykjanesbrautin.
„Ef menn ætla að hafa áhyggjur
af Reykjanesbrautinni þurfa menn
fyrst að hafa áhyggjur af spennu-
línunum,“ segir Marinó en varað
hefur verið við því að ef Reykjanes-
brautin og Suðurstrandarvegurinn
færu undir hraun væru flóttaleiðir
og flugsamgöngur á Keflavíkurflug-
velli í hættu.
Raforkulínurnar eru hins vegar
allar sunnan við Reykjanesbrautina
og mun nær gosbeltunum. Á Reykja-
nesi eru bæði Reykjanesvirkjun og
Svartsengi en engu að síður eru um
70 prósent orkunnar aðflutt með
Suðurnesjalínu.
Eldgosin núna hafa komið upp
á miðju Reykjanesinu en gosbeltin
eru nokkur. „Sagan segir okkur að
eldvirknin færist til eftir Reykja-
nesskaganum. Á allri þeirri línu eru
loftlínur Landsnets sem flytja raf-
magn til Suðurnesja,“ segir Marinó.
Erfiðara yrði að verja línurnar en
Reykjanesbrautina og rafmagns-
truflanir eða skortur myndi hafa
Sæstrengur til Keflavíkur betri vörn
gegn eldgosum en núverandi loftlína
Hafnarfjörður
Straumsvík
Kleifarvatn
Gosstöðvar
Reykjanesbær
Grindavík
Núverandi línur 132 kW
Núverandi línur 220 kW
Núverandi jarðstrengir
Núverandi tengivirki
gríðarlega mikil áhrif á alla starf-
semi á Reykjanesi, þar á meðal flug-
völlinn.
Til að tryggja raforkuf lutning
til Reykjanesskaga telur Marinó
öruggast að leggja sæstreng milli
Keflavíkur og Straumsvíkur í Hafn-
arfirði. Sú vegalengd er á bilinu 20
til 30 kílómetrar. Ólíklegra sé að
sæstrengur á þessu svæði yrði fyrir
áhrifum eldsumbrota en loftlínur á
núverandi stað.
Marinó segir að með sæstreng
til Keflavíkur væri hægt að svara
raforkuþörf Suðurnesjamanna um
langa hríð og þörfin sé mikil. Auk
þess að vera ört vaxandi svæði, hvað
mannfjölda varðar, þá er hugur
í bæjarstjórn Reykjanesbæjar að
reisa vetnisverksmiðju í Helguvík
og óumflýjanleg rafvæðing í f lugi
kalli á mikið rafmagn til f lugvalla.
Aðspurður um kostnað segir
Marinó að þær tölur liggi ekki fyrir.
Framkvæmdin yrði sjálfsagt dýr en
ekki óyfirstíganleg. Tveir sæstrengir
eru í notkun hér á landi, Vest-
mannaeyjalína og Dalvíkurlína sem
flytur rafmagn til Hríseyjar. Aðrar
eyjabyggðir eru knúnar með dísil-
rafstöðvum. Þá hefur verið í umræð-
unni að leggja sæstreng frá væntan-
legri Hvalárvirkjun á Ströndum til
Ísafjarðar.
Marinó segir loftlínur vissulega
ódýrari kost, en þó hugsanlega
aðeins til skamms tíma ef illa fer.
„Stundum er ódýrara að fara strax
í framkvæmdir en að spara,“ segir
hann. n
ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR • S. 590 2300
OPIÐ VIRKA DAGA 10-17 • LOKAÐ Á LAUGARDÖGUM Í SUMAR JEEP.IS
EIGUM BÍLA
TIL AFHENDINGAR
STRAX!
PLUG-IN HYBRID
Jeep® Wrangler Rubicon 4xe goðsögnin rafmagnaða
hefur svo sannarlega slegið í gegn og sannað gildi
sitt við íslenskar aðstæður. Bjóðum upp á 35”-37”
og 40” breytingapakka.
gar@frettabladid.is
ORKUMÁL Svíar kaupa um þessar
mundir ódýra raforku frá Norður-
Noregi og selja hana síðan áfram til
Suður-Noregs á miklu hærra verði.
Þetta kemur fram í frétt norska rík-
isútvarpsins.
Vitnað er til greiningaraðila
sem bendir á að álíka mikil raf-
orka sé f lutt til Suður-Noregs frá
Þrændalögum í miðju landinu eins
og frá Suður-Noregi til Englands
eða Þýskalands. Einnig sé f lutt út
mikil raforka frá miðhluta Noregs
og Norður-Noregi til Svíþjóðar og
Finnlands. Þetta sé sérlega gróða-
vænlegt fyrir Svía sem geti keypt
ódýra orku fyrir norðan og selt hana
dýrt aftur inn til Noregs í suðri.
Raforkuframleiðslan í Norður-
Noregi er langt umfram það sem
notað er þar á svæðinu. Hins vegar
er ekki til staðar næg flutningsgeta
í Noregi til að senda orkuna sunnar
í landið. Þetta gagnast Svíum sem
hafa mun betra flutningskerfi.
Raforkuverð í Norður-Noregi er
1 norsk króna á kílóvatt, 5 krónur í
Suður-Svíþjóð og 10 krónur í Norð-
ur-Noregi. n
Svíar selja Norðmönnum eigið rafmagn á uppsprengdu verði
Norskar vatnsaflsvirkjanir eru víða um landið. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
gar@frettabladid.is
TAÍVAN Fyrsta heimsókn eins af
æðstu embættismönnum Banda-
ríkjanna til Taívan í aldarfjórðung
gæti haft alvarlegar afleiðingar fyrir
Taívana. Kínverjar höfðu varað
Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar
Bandaríkjaþings, við Taívanför.
Kínverjar efna nú til mikilla her-
æfinga sem fram fara nær ströndum
Taívan en áður. Sérfræðingar segja
þetta merkja aukna ógn af hálfu
Kínverja gagnvart Taívönum sem
líkja þessu við umsátur og herkví af
hálfu Kínverja. n
Heimsókn Pelosi í
Taívan dýrkeypt
Nancy Pelosi í Taívan.
ragnarjon@frettabladid.is
BANDARÍKIN Íbúar í Kansas-fylki í
Bandaríkjunum höfnuðu stjórnar-
skrárbreytingu sem hefði fellt úr
gildi réttindi til þungunarrofs.
Um er að ræða fyrstu almennu
kosninguna af þessu tagi í Banda-
ríkjunum síðan fordæminu sem
Roe gegn Wade setti var snúið við
af Hæstarétti. Þannig helst réttur
kvenna til þungunarrofs stjórnar-
skrárvarinn í Kansas en ríkjum
Bandaríkjanna er nú í sjálfsvald sett
að viðalda slíkum rétti eður ei. n
Kansas viðheldur
rétti kvenna til
þungunarrofs
4 Fréttir 4. ágúst 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ