Fréttablaðið - 04.08.2022, Síða 11
Endur-
skoð-
andinn vill
sem sagt
senda mig
í geitarhús
að leita
ullar!
Fyrir viku greindi Viðskipta-
Mogginn frá þeim stórtíðindum
að verðtrygging hefði hækkað
skuldir ríkissjóðs það sem af er
þessu ári um 100 milljarða króna.
Það minnir okkur á að ríkis-
stjórnin var ekki mynduð til að
treysta efnahagslegan stöðugleika
heldur pólitískan.
Áhugavert er að bera hana
saman við Viðreisnarstjórnina á
sjöunda áratugnum, sem þykir
í sögulegu samhengi hafa tekið
öðrum fram um pólitískan
stöðugleika.
Kerfisbreytingar
Viðreisnarstjórnin var að vísu
ekki mynduð um pólitískan stöð-
ugleika heldur kerfisbreytingar.
Innflutningshöft voru afnumin,
uppbótakerfið lagt af, þátttaka í
fjölþjóðlegu gjaldmiðlasamstarfi
innan Bretton Woods var virkjuð
og aðild að EFTA ákveðin og algjör
bylting gerð í orkuöflun og iðnaði.
Pólitíski stöðugleikinn varð
smám saman ávöxtur af sam-
stöðu stjórnarflokkanna um þessi
árangursríku umskipti.
Jaðarflokkarnir í núverandi
stjórn tryggja pólitískan stöðug-
leika hins vegar með samstöðu
um að setja stærstu mál sam-
félagsins í biðflokk til úrlausnar
fyrir næstu ríkisstjórn.
Skuldavandi í biðflokk
Það voru Samtök atvinnulífsins
sem fyrst komust þannig að orði í
gagnrýni á ríkisstjórnina að hún
væri að skjóta skuldavandanum
fram á næsta kjörtímabil fyrir
nýja ríkisstjórn til að leysa.
Í tvígang hefur þetta verið
þungamiðjan í gagnrýni atvinnu-
lífsins á fjármálaáætlun ríkis-
stjórnarinnar vegna þess afstöðu-
leysis, sem þar birtist til lausnar á
skuldavanda ríkissjóðs. Við-
skiptaráð hefur svo sagt að með
þessu sé ríkisstjórnin að kynda
undir verðbólgu.
Málamyndabreytingar, sem
gerðar voru rétt fyrir þinglok,
breyta ekki þessari stóru mynd.
Pólitískur stöðugleiki er tryggður
með því að setja úrlausn skulda-
vandans í biðflokk fyrir næstu
ríkisstjórn.
Loftslagsmarkmið í biðflokk
Ríkisstjórnin hefur sett sér metn-
aðarfyllri markmið í loftslags-
málum en f lest önnur ríki. Í heil
fimm ár hefur forsætisráðherra
talað um Ísland sem forysturíki á
þessu sviði í heiminum öllum.
Á loftslagsdeginum í vor sagði
umhverfisráðherra hins vegar
að Ísland stæði að baki öðrum
þjóðum. Ungir umhverfissinnar
gáfu stjórninni síðan falleinkunn
í loftslagsmálum.
Í grænni skýrslu trúnaðar-
manna ríkisstjórnarinnar segir
að hún hafi ekki fylgt eftir
markmiðum um orkuskipti með
ákvörðunum um orkuöflun.
Loftslagsráð segir að enn standi
upp á ríkisstjórnina að skýra
hvernig hún ætlar að ná losunar-
markmiðunum.
Umhverfisráðherra segir gagn-
rýnina rétta en höfðar til almenn-
ings og atvinnulífsins um að taka
forystu. Við ríkisstjórnarborðið
er þetta risavaxna verkefni eftir
fimm ára samstarf á leið í bið-
f lokk fyrir næstu stjórn.
Réttlæti í biðflokk
Matvælaráðherra segist brenna
fyrir réttlæti í sjávarútvegi og
forsætisráðherra hefur þungar
áhyggjur.
Lítill ágreiningur er um grund-
völl fiskveiðistjórnunarkerfisins.
Réttlætið snýst um hitt að tíma-
binda veiðiréttinn, ákveða gjald
í samræmi við verðmæti þess
einkaréttar og takmarka sam-
þjöppun.
Í fimm ár hafa forsætisráð-
herra og matvælaráðherra hins
vegar í þágu pólitísks stöðugleika
hallað sér að þeim sem ekki hafa
áhyggjur og drepið allar umbóta-
tillögur.
Það þarf pólitíska ákvörðun til
að höggva á hnútinn. Öll sjónar-
mið eru þekkt. Samt þótti rétt að
koma málinu fyrir í 46 manna
nefndakerfi embættismanna,
stjórnmálamanna, sérfræðinga og
hagsmunagæslufulltrúa.
Þetta brennandi réttlætismál
matvælaráðherra og áhyggjuefni
forsætisráðherra er þannig komið
í biðflokk fyrir næstu ríkisstjórn.
Breytt heimsmynd í biðflokk
Grundvöllurinn að efnahagslegu
sjálfstæði, pólitísku öryggi og
fullveldi landsins byggist á lifandi
og virkri þátttöku í fjölþjóðlegu
samstarfi á innri markaði ESB og
í NATO.
Flestar þjóðir Evrópu hafa
brugðist við breyttri heimsmynd
með því að skjóta sterkari stoðum
undir fjölþjóðlega samvinnu
í efnahagsmálum og varnar-
málum.
Utanríkisráðherra hefur tryggt
að við framkvæmum þær ákvarð-
anir, sem NATO tekur og að okkur
snúa. En við getum ekki tekið
frumkvæði. Það myndi raska
pólitískum stöðugleika.
Eins er með fjölþjóðlegt efna-
hagssamstarf. Ísland hefur fallið
niður í botnsæti í samkeppnis-
hæfni í alþjóðaviðskiptum og
erlendri fjárfestingu. Framfara-
skref til að styrkja stöðu Íslands
myndu raska pólitískum stöðug-
leika.
Viðbrögð við breyttri heims-
mynd eru því í biðflokki fyrir
næstu stjórn.
Skaðsemi
Pólitískur óróleiki með örum
stjórnarskiptum er óæskilegur og
jafnvel skaðlegur.
Langtíma pólitískur stöðug-
leiki, sem byggist á því að of mörg
stór mál fara í biðflokk fyrir næstu
stjórn, getur þó reynst enn skað-
legri. n
Of stór biðflokkur
Þorsteinn
Pálsson
n Af Kögunarhóli
Jaðarflokkarnir í
núverandi stjórn
tryggja pólitískan
stöðugleika hins vegar
með samstöðu um að
setja stærstu mál sam-
félagsins í biðflokk til
úrlausnar fyrir næstu
ríkisstjórn.
Ég hef í tveimur greinum fjallað um
niðurstöður ársreiknings útgerðar-
félagsins Vísis hf. árin 2013 og 2020.
Tilefnið er samningur um kaup
Síldarvinnslunnar á félaginu. Ég
taldi að eignir félagsins eins og þær
birtast í ársreikningi væru verulega
vanmetnar bæði árin.
Reikningarnir eru áritaðir af
endurskoðendum félagsins. Stjórn-
endur félagsins skýra skilmerki-
lega frá kvótastöðu félagsins í
þorskígildiskílóum. Hvorki þeir
né endurskoðendur félagsins gera
hins vegar tilraun til að meta verð-
mæti kvótans, þótt slík umfjöllun
um raunveruleg verðmæti ófærðra
eigna sé óumdeilanlega afar mikil-
vægar upplýsingar fyrir lesendur og
því hluti af þeirra glöggu mynd sem
ársreikningurinn skal birta.
Efnahagsreikningurinn gefur því
ófullkomna mynd af fjárhagsstöðu
félagsins þrátt fyrir skýrar leiðbein-
ingar í 5. grein ársreikningslaga og
hvað varðar ársreikning félagsins
2021 með hliðsjón af ákvæðum
laga nr. 102/2020 um gagnsæi
stærri kerfislega mikilvægra fyrir-
tækja sem varða almannahag. Þeim
lögum, sem sett voru eftir ábend-
ingar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, er
m.a. og sérstaklega beint að sjávar-
útvegsfyrirtækjum. Sú staðreynd að
eignastaða félagsins Vísis hf. er mun
betri en endurskoðaður efnahags-
reikningur gefur til kynna kann að
hafa átt sinn þátt í að félagið fékk
lækkun á veiðigjaldi árið 2013. Þá
verður vanmat eigna í ársreikningi
til þess að þegar sala félagsins á sér
stað virðist sem eigendur selji hverja
krónu eigin fjár fyrirtækis á þrjár
krónur þegar raunhæfari útreikn-
ingar benda til þess að eigendur
hafi selt hverja krónu á 50 aura
eða minna. Bæði þessi atriði kalla
á umræðu og vangaveltur og eiga
erindi við almenning, því rétt eins
og endurskoðandi Vísis hf. bendir
á í grein í Fréttablaðinu 28.7. sl. eru
sterkir almannahagsmunir tengdir
við stóru sjávarútvegsfyrirtækin
sbr. einnig ákvæði laga nr. 102/2020.
Sú ófullkomna mynd sem árs- og
efnahagsreikningur dregur upp í til-
felli Vísis hf. getur ekki verið í sam-
ræmi við ákvæði þeirra laga. Röng
upplýsingagjöf um markaðsvirði
fyrirtækisins er til þess fallin að
leiða almenna umræðu á villigötur,
hvort sem það er tilgangurinn eða
ekki. Í stað þess að spyrja hvort eig-
endur Vísis hf. séu að „gefa“ Síldar-
vinnslunni eignir er býsnast yfir að
eigendur Vísis séu að selja á þreföldu
verði.
Annar tveggja endurskoðenda
Vísis hf. fyrtist við vegna athuga-
semda minna. Virðist hann ekki
átta sig á að athugasemdir mínar
eru almenns eðlis og beinast
ekki að honum persónulega. Ég
beini augum að því sem kalla má
„íslenska endurskoðunarvenju“
varðandi umfjöllun í ársreikningi
um óefnisleg réttindi (kvóta), en
sum íslensk sjávarútvegsfyrirtæki
fá slík réttindi, sem eru afar verð-
mæt, nánast ókeypis til ráðstöf-
unar. Án kvótans væru útgerðar-
fyrirtækin varla rekstrarhæf. Samt
láta endurskoðendur íslensku
útgerðarfyrirtækjanna eins og
þessi réttindi séu borðskraut á
skrif borði forstjóra fyrirtækjanna
þegar gerð er grein fyrir þeim í árs-
skýrslu í trássi við ótal ákvæði laga
og reglugerða!
Endurskoðandinn virðist telja að
gagnrýni á störf fólks í hans starfs-
stétt eigi ekki erindi við almenning.
„Leiðbeinir“ hann mér með því
að benda mér á að senda athuga-
semdir við framkvæmd hans og
annarra á ársreikningslögunum
til Ársreikningaskrár. Fyrir þá sem
ekki vita þá rekur Ársreikningaskrá
pósthólf á vegum Ríkisskattstjóra.
Þar er tekið við ársreikningum og
þeim komið í almenna birtingu á
vef RSK. Ársreikningaskrá hefur
heimildir til að sekta lögaðila sem
ekki virða tímafresti eða skila
Í geitarhús að leita ullar?
Þórólfur
Matthíasson
hagfræðiprófessor
við Háskóla
Íslands
ófullnægjandi gögnum. Ársreikn-
ingaskrá hefur að öðru leyti ekk-
ert eftirlitshlutverk með túlkun
stjórnenda fyrirtækja eða endur-
skoðenda á ákvæðum ársreikn-
ingslaga, a.m.k. ekki hvað varðar
upplýsingar sem þarf að birta til
að reikningur gefi glögga mynd af
árangri í rekstri félags, stöðu þess
og þróun. Endurskoðandinn vill
sem sagt senda mig í geitarhús að
leita ullar!
Endurskoðunarráð er eftirlitsað-
ili með störfum endurskoðenda,
auk þess sem Fjármálaeftirlitið
hefur eftirlitshlutverki að gegna
gagnvart endurskoðun félaga sem
sterkir almannahagsmunir eru
tengdir við (sjá VIII. kaf la laga
nr. 94/2019). Ég vil benda þessum
aðilum á ummæli sem höfð eru
eftir endurskoðandanum í sam-
tali við vefmiðilinn visir.is 28. júlí
sl. Þar er haft eftir endurskoðand-
anum: „Hann (Þórólfur, innskot
ÞM) er í heilagri pólitískri baráttu
gegn sjávarútvegi og kvótakerfi og
öllu því.“ Mér þykir rétt að Endur-
skoðunarráð og eftir atvikum
Fjármálaeftirlit athugi hvort þessi
ummæli brjóti ekki gegn ákvæðum
23. og 24. gr. laga númer 94/2019.
Enn fremur hvort endurskoðaður
og áritaður reikningur Vísis hf.
vegna ársins 2020 og síðar standist
kröfur sem gerðar eru í lögum nr.
102/2020 og hvort áritun endur-
skoðanda á þau uppfylli ákvæði
104. gr. ársreikningslaganna.
Endurskoðandinn endar grein
sína í Fréttablaðinu 28. júlí sl. á að
boða að hann muni kæra skrif mín
til siðanefndar Háskóla Íslands.
Yfirlýsingin minnir á atvik úr sand-
kassaleikjum bernskunnar. En
henni fylgir þó alvarlegur undir-
tónn því í henni felst tilraun til
þöggunar, ekki bara gagnvart mér
heldur gagnvart öllum öðrum
háskólamönnum sem hafa vilja og
áhuga á að tjá sig um sjávarútvegs-
mál og framkvæmd sjávarútvegs-
stefnu. Kannski er það tilgangur-
inn? n
FIMMTUDAGUR 4. ágúst 2022 Skoðun 11FRÉTTABLAÐIÐ