Fréttablaðið - 04.08.2022, Qupperneq 14
Allt er kynningarblað sem býður auglýsendum
að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og
umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit-
stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Oddur Freyr
Þorsteinsson, oddurfreyr@frettabladid.is s. 550 5766 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir,
sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Starri Freyr Jónsson starri@frettabladid.is,
s. 550 5767 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768
Útgefandi:
Torg ehf
Ábyrgðarmaður:
Jón Þórisson
Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652,
Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann
Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir,
ruth@frettabladid.is, s. 694 4103.
Þórunn Heba byrjaði fyrst árið
2015 að selja hárteygjur með
handgerðum slaufum á Facebook
undir nafninu Hebuslaufur. „Ég
fékk nokkrar pantanir og var alsæl
með það. Svo breytti ég Facebook
síðunni í Habe by Heba og fór að
setja inn hluti úr keðjum. Ég man
ekki alveg af hverju ég byrjaði með
keðjurnar, og þó? Ég elska chokera
og hafði keypt þannig og hugsaði
með mér að ég gæti alveg prófað
að gera líkamskeðjur og chokera
sjálf,“ segir Þórunn Heba.
„Margir þekkja mig enn undir
Habe by Heba, enda hef ég lengst
af notast við það nafn, en ég varð
þreytt á þessu „by“, því það eru svo
margir að nota það í dag. Svo núna
er ég bara Habe sem gerir keðju
dót! Habe var svo frátekið á Insta
gram svo chainwork varð fyrir val
inu eftir miklar vangaveltur. Ég tók
mér pásu við sköpunina árið 2021
vegna veikinda en er núna byrjuð
á fullu aftur.“ Hægt er að nálgast
verkin hennar Þórunnar Hebu á
Instagram @habe_chainwork. „Ég
fylgist ekki jafn vel með Facebook
síðunni svo það er best að hafa
samband við mig á Instagram.“
Hrá, áberandi og djörf
Þórunn Heba er 31 árs og lauk
stúdentsprófi ásamt hönnunar og
handverksbraut við Tækniskólann.
Hún er langt komin með BA í
mannfræði við HÍ. Þegar hún er
ekki að skapa úr keðjum og leðri
þá vinnur hún á leikskóla. Þórunn
Heba lítur á verkin, sem hún býr til
úr keðju, leðri/pleðri, kristöllum
og perlum, sem listsköpun fremur
en söluvöru, þó svo auðvitað sé
hægt að kaupa þau.
„Ég myndi lýsa verkunum
mínum sem hráum, áberandi og
djörfum. Til þess að fá innblástur
sest ég vanalega fyrir framan
gínu og byrja á því að leika mér í
einhverju fikti með hráefnið. Ég
fæ líka hugmyndir af netinu og
úr sjónvarpinu og geri að mínu.
Til dæmis byrjaði ég fyrst að gera
hárkeðjur þegar ég sá konu með
svoleiðis syngja fyrir hönd Lett
lands í Eurovision eitthvert árið.
Fólk hefur líka sent mér hlekki
af Pinterest og ég hef gert mínar
eigin útgáfur. Það verður aldrei
nákvæmlega eins og fyrirmyndin.“
Hvað er það sem heillar þig við
hráefnin sem þú notar?
„Keðjur heilla mig vegna þess að
þær eru fjölbreyttar í útliti og ég
elska að tengja þær saman. Leður/
pleður nota ég mikið því ég elska
leður og það er létt að skera það til
og festa saman á viðeigandi hátt.
Ég hef líka aðeins verið að fikta
með perlur því ég elska steina, en
það er ekki nærri því eins vinsælt.
Flest af hráefnunum kaupi ég á
netinu, í nytjamörkuðum og svo í
byggingarvöruverslunum.“
Elskar að vinna með fólki
Þórunn Heba segist ekki hafa
hugmynd um hversu margar
líkamskeðjur og fylgihluti hún
hefur gert. „Ég er að búa þetta til
heima í stofunni. Þá tek ég bæði
við pöntunum frá viðskiptavinum
og geri líka persónulega fyrir fólk.
Mér þykir rosalega gaman að
vinna með fólki og er alltaf með
opinn hug þegar fólk sendir mér
línu. Ef ég er að gera líkamskeðju
fyrir fólk þá bið ég um brjóst,
mjaðma og mittismál. Einstaka
sinnum geri ég bara eitt stykki af
einhverju og þá tek ég það sérstak
lega fram. Ég hef líka gert prívat
fyrir ljósmyndatökur.
Einnig gerði ég mikið af líkams
keðjum og fylgihlutum fyrir
hljómsveitina Kæluna miklu fyrir
tónleika á árunum 2016–2020.
Ég veit ekki til þess að f leiri hafi
skartað mér á sviði. Ég hef hins
Þórunn segir
að keðjur heilli
hana vegna
þess að þær eru
fjölbreyttar í
útliti og henni
finnst gaman
að tengja þær
saman.
FRÉTTABLAÐIÐ/
VALLI
Skartið er gróft
og skemmtilegt.
Hér má sjá úrval af keðjum sem Þórunn hefur gert.
Þórunn hefur
gert marga fylgi-
hluti fyrir hljóm-
sveitina Kæluna
miklu.
Jóhanna María
Einarsdóttir
jme
@frettabladid.is
vegar fengið skiptidíl við nokkra
áhrifavalda, fengið myndir í
skiptum fyrir skart.“
En hvað með nafnið Habe?
Er þetta orðagrín eða er dýpri
merking að baki? „Það er reyndar
skemmtilegt að segja frá því að
þegar ég var í grunnskóla fórum
við í heimsókn á sjúkrahúsið. Í
heimsókninni var okkur, sem
höfðum alltaf búið í sveitar
félaginu, gefin mynd sem við
teiknuðum í fjögurra ára skoðun.
Ég hafði teiknað mannveru og
skrifað stórum stöfum HABE, en
ekki Heba. Mér finnst þetta svo
fyndið og hef hlegið mikið að
þessu með mínum nánustu. Svo já
og nei, orðagrín. Myndi samt segja
já.“ n
Til dæmis
byrjaði ég
fyrst að
gera hár-
keðjur
þegar ég sá
konu með
svoleiðis
syngja
fyrir hönd
Lettlands í
Eurovision
eitthvert
árið.
2 kynningarblað A L LT 4. ágúst 2022 FIMMTUDAGUR