Breiðholtsblaðið - 01.05.2022, Blaðsíða 5

Breiðholtsblaðið - 01.05.2022, Blaðsíða 5
5BreiðholtsblaðiðMAÍ 2022 sími Óskar R. Harðarson og Jason Guðmundsson hdl. og löggiltir fasteignasalar Þröstur Þórhallsson lögg. fasteignasali Sími: 897 0634 Ragnheiður Pétursdóttir hdl. og löggiltur fasteignasali Ólafur Finnbogason lögg. fasteignasali Sími: 822 2307 Jórunn Skúladóttir lögg. fasteignasali Sími: 845 8958 Harpa Rún Glad hdl. og löggiltur fasteignasali Svan G. Guðlaugsson lögg. fasteignasali Sími: 697 9300 Þórunn Pálsdóttir lögg. fasteignasali Sími: 773 6000 Gunnar S. Jónsson lögg. fasteignasali Sími: 899 5856 Hilmar Jónasson lögg. fasteignasali Sími: 695 9500 Helgi Jónsson aðstm. fasteignasala Sími: 780 2700 Gunnar Helgi Einarsson lögg. fasteignasali Sími: 615 6181 Jón Rafn Valdimarsson lögg. fasteignasali Sími: 695 5520 Atli S. Sigvarðsson lögg. fasteignasali Sími: 899 1178 Axel Axelsson lögg. fasteignasali Sími: 778 7272 Bryndís Alfreðsdóttir lögg. fasteignasali Sími: 569 7024 Páll Þórólfsson aðstm. fasteignasala Sími: 893 9929 Jason Ólafsson lögg. fasteignasali Sími: 775 1515 Ásgrímur Ásmundsson hdl. og lögg. fasteignasali Sími: 865 4120 Fasteignasalan Miklaborg Lágmúla 4 108 Reykjavík 569 7000 www.miklaborg.is Með þér alla leið , lögg. fasteignasali gh@miklaborg.is sími: 615 6181 , lögg. fasteignasali sími: 775 1515 Verð : Fasteignasalan Miklaborg Lágmúla 4 • 108 Reykjavík • Sími 569 7000 www.miklaborg.is Ekkert val um loftslagavána Hvernig framtíðarborg viljum við fyrir börnin okkar spyr Sara sjálfa sig „Ég tel að fólk eigi að hafa val um fjölbreytta samgöngumáta og það er okkar í stjórnmálum að skapa það val en við höfum ekkert val með loftslagsvánna. Þar verðum við að horfast í augu við staðreyndir þess vegna er uppbygging innan hverfanna svo misvæg. Skapa umgjörð til að íbúar geti nálgast nauðsynjar daglegs líf í nágrenninu. Ég held að mikilvægt sé að ná þjónustunni til baka. Að fólk geti valið um að skilja bílinn eftir heima og ganga eða hjóla eftir því sem vantar. Bíllinn verður alltaf til staðar en ég hygg að fólk fari að nota hann með öðrum hætti. Minna verði um að hann verið notaður til þess að fara til vinnu og með vaxandi samtengingu skóla, frístundastarfs og íþrótta megi draga úr skutli og styttri ferðum með börnin á milli staða eftir skóla.“ Reykjavík á réttri leið Sara segir samgöngukostnað heimila vera næstan á eftir húsnæðiskostnaði. „Það munar miklu hvort fólk er með einn bíl á heimili, tvo eða vill lifa bíllausum lífstíl. Með vali um fjölbreytta ferðamáta geta fjölskyldur dregið úr samgöngukostnaði í heimilisbókhaldinu. Þetta hangir saman við þéttingu byggðar. Með þéttingu byggðar skapast ný tækifæri fyrir fjárfestingar í hverfunum okkar. Fólksfækkun er snúið við með því að fá inn nýjar íbúðir, fleiri íbúa ­ fjölbreytt fólk og fjölskyldur. Hópa sem nýta innviði sem fyrir eru innan hverfanna en á sama tíma skapa grundvöll fyrir frekari þjónustu í blandaðri byggð. Íbúar halda uppi þjónustu, atvinnulíf dafnar og dregur að sér enn þá meiri fjárfestingu. Forsendur skapast fyr i r hágæða almennings samgöngur eins og Borgarlínu. Þetta helst í hendur, íbúar, þjónusta og vistvænir fjölbreyttir ferðamátar. Byggðin var þanin út eftir 1960 og því fylgja ýmsir ókostir. Ekki síst í samgöngum. Hugmyndir um stóraukna útþenslu og dreifingu byggðar í Reykjavík ganga gegn þessari hugmyndafræði. Íbúar í Reykjavík þurfa að vita að ekki er hægt að setja tug milljarða í gróin hverfi samhliða því að leggja tug milljarða í ný hverfi frá grunni. Það eru ekki til neinar „ódýrar lóðir“ eins og sumir tala um. Lóðir í nýjum hverfum í útjaðri borgarinnar auka kostnað allra sem búa í borginni. Þær nýta ekki fyrirliggjandi innviði og eru mun dýrari, bæði til lengri og skemmri tíma. Mér finnst Reykjavík vera á réttri leið.“ Hækkum frístundakortið í 75 þúsund – Jöfnum tækifæri barna Við stoppuðum aðeins við f jöl ­ menninguna sem hefur verið að þróast í Breiðholti. Sara segir eftir að hafa búið í þremur löndum hafi áhugi sinn á ólíkri menningu vaxið. Hún segir að fjölbreytileikinn í Breiðholti skipti miklu máli. „Við búum hér við mikinn mannauð en þurfum líka að hlú að þessum margbreytilega hóp sem hefur valið að búa hér. Samfylkingin leiddi á kjörtímabilinu þriggja ára tilraunaverkefni sem gengur út á að hækka frístundakortið um 30 þúsund krónur fyrir krakka í fyrsta og öðrum bekk. Nú fer fram markviss kynning á íþrótta­ og frístundastarfi sem er sameiginlegt verkefni Þjónustumiðstöðvar Breiðholts, grunnskólanna og íþrótta­ og frístundaaðila í hverfinu í náinni samvinnu við samtök íbúa af erlendum uppruna. Þessu var ýtt til að ná til sem flestra, sérstaklega þeirra sem eru ekki virk í frístundastarfi en um 200 börn hafa fengið stuðning í þessu mikilvæga verkefni.“ Samfylkingin vill betri borg fyrir börn. Við ætlum að hækka frístundarstyrkinn í 75 þúsund krónur og 100 þúsund fyrir tekjulægri fjölskyldur. Þannig jöfnum við tækifærin fyrir börnin í borginni enn betur. Hærri frístundastyrkur er ein leið í því. Nýr stuðnings­ og styrktarsjóður, sem við í Samfylkingunni viljum koma á fyrir öll hverfi borgarinnar, mun fá vannýtt fé frístundarkortsins með að markmiði að auka tækifæri og möguleika fleiri barna og fjölskyldna þeirra innan hverfanna. Ríkistjórnin hunsar börn af erlendum uppruna „Í þessu sambandi get ég ekki látið hjá líða að minnast á Jöfnunarsjóð sveitarfélaga. Það vita ekki allir borgarbúar að Reykjavíkurborg er eina sveitarfélagið í landinu þar sem skólabörn og börn af erlendum uppruna fá núll krónur í framlag frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Þetta er sorgleg staðreynd og mikið ójafnrétti sem felst í þessari mismunun á börnum á grundvelli búsetu og uppruna sem er ábyrgð stjórnmálamanna sem fara fyrir málefnum barna og sveitarstjórnarmála á landinu. Þetta er látið viðhafa þrátt fyrir að reykvískir launþegar borgi lang mest í sjóðinn, bæði með útsvari sínu og tekjuskatti en í sjóðinn rennur hluti útsvarstekna sveitarfélaga auk mótframlags úr ríkissjóði.“ Sara segir að í greinargerð með fjárhagsáætlun borgarinnar 2021 komi fram að Reykjavíkurborg muni greiða rúmlega 50 milljarða í Jöfnunarsjóð sveitarfélaga á næsta kjörtímabili í formi útsvars. „Á sama tímabili fær borgin tæpa 27 milljarða úr sjóðnum en langstærsti hluti er framlag vegna sérþarfa fatlaðra nemenda. Greiðsla Reykjavíkurborgar inn í sjóðinn umfram framlög eru tæplega 24 milljarðar og munar það mestu um að borgin fær ekki framlag til grunnskólanna. Það er staðreynd að börnum með annað móðurmál en íslensku hefur línulega fjölgað í leik­ og grunnskólum borgarinnar síðustu sex árin. Hvergi á Íslandi er fjölbreyttari samsetning íbúa en í hverfinu okkar, Breiðholti. Þegar horft er á fjölgun barna yfir síðasta kjörtímabil í grunnskólum borgarinnar hefur þeim fjölgað úr rúmlega 2.200 yfir í tæplega 3.000 börn á árinu 2021.“ Verða af 390 milljónum fyrir árið 2021 Sara heldur áfram að ræða um Jöfnunar­ sjóð. Þegar tölurnar eru reiknaðar upp þá greiðir Jöfnunarsjóður um 130 þúsund krónur með börnum allra annarra sveitarfélaga en Reykjavík og því verða börn af erlendum uppruna búsett í Reykjavík af tæplega 390 milljónum króna bara fyrir árið 2021. Umreiknað á heilt kjörtímabil erum við að tala um rúmlega 1,4 milljarð króna sem börn af erlendum uppruna hafa verið sniðgengin um og fjölmennasti hópurinn býr í hverfinu okkar ­ Breiðholti. Svimandi háar fjárhæðir sem hefðu gagnast við íslenskukennslu, margvíslegum stuðningi í leik­ og grunnskólum sem og frístundastarfi þessara barna. Það er algerlega ótækt að stjórnmálaflokkar mismuni börnum á grundvelli búsetu og uppruna eins og gert er í dag.“ Framlög til íslenskukennslu hækkuð um tæpan helming „Við í Samfylkingunni settum í kosninga­ stefnu okkar árið 2018 aðgerðaáætlun í málefnum barna með annað móðurmál en íslensku og hún er komin í framkvæmd. Með henni var lögð rík áhersla á að jafna tækifæri þessara barna og jafnaldra þeirra til menntunar enda er íslensku færni grund vallaratriði varðandi lýðræðis lega þátttöku, jafnrétti í skóla­ og frístunda­ starfi og samfélaginu öllu. Framlög til íslenskukennslu voru hækkuð um tæpan helming eða 143 milljónir á ári eða 429 milljónir króna alls. Samfylkingin mismunar ekki börnum út frá uppruna og búsetu eins og Framsóknarflokkurinn gerir. Fáum við skýrt umboð frá borgarbúum í kosningunum 14. maí n.k. munum við áfram forgangsraða í þágu barna með annað móðurmál en íslensku enda ekkert eins mikilvægara og að tryggja börnum jöfn tækifæri til menntunar.“ Breiðholt framtíðar „Ég er stolt af því að tilheyra því frábæra samfélagi sem er í Breiðholti og mögnuðum félagsauð sem finnst í hverfinu okkar. Uppbygging síðustu ára mun ekki bara styrkja hverfið enn frekar, heldur skapa Breiðholt framtíðar fyrir komandi kynslóðir. Reykjavík er á réttri leið,“ segir Sara Björg Sigurðardóttir að lokum.

x

Breiðholtsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðholtsblaðið
https://timarit.is/publication/1113

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.