Breiðholtsblaðið - 01.05.2022, Blaðsíða 19
Í byrjun maí lauk hreint út sagt
æsispennandi úrslitakeppni á
Íslandsmóti liða í keilu 2021 til
2022. Fóru báðir úrslitaleikirnir
í 3 leiki í 3. umferð. Svo jafnt
var hjá liðunum að leikar réðust
ekki fyrr en í blá lokin.
Það var lið KFRValkyrjur sem
sigruðu kvennadeildina með því
að leggja lið ÍRTT alls með 22
stigum gegn 20 en ÍRTT var með
yfirhöndina frá 1. umferð og alveg
fram að lokaleiknum. Er þetta í
13. sinn sem Valkyrjur fagna sigri
á Íslandsmóti liða og hafa lang
oftast liða sigrað deildarkeppnina.
Hjá körlum voru það ÍRPLS
sem urðu meistarar með því að
leggja lið KFRStormsveitarinnar
með alls 26 stigum gegn 16 en
þrátt fyrir að vera 10 stigum á
undan réðust úrslit ekki fyrr en í
síðasta leik síðustu umferðar en
ÍRPLS þurfti þá einungis 1 stig
af mögulegum 6 sem eftir voru
í pottinum. Tóku þeir þar 5 stig
og sigldu þessu örugglega í land.
Er þetta í 9. sinn sem PLS menn
fagna Íslandsmeistaratitlinum.
Einar Már Björnsson í ÍRPLS
átti stórleik í kvöld með 792 seríu
eða 264 í meðaltal. Voru leikirnir
hans 217 – 296 og 279. Fyrir
keilara segir það að í leik 2 þá átti
Einar séns á fullkomnum leik en
hann missti boltann í síðasta kasti
aðeins of langt út og fékk einungis
6. Í næsta leik var hann líka
með 11 fellur af 12 mögulegum í
leiknum og einu sinni 9 og feykju.
Best kvenna í kvöld spilaði
Katrín Fjóla Bragadóttir KFR
Valkyrjum en hún var með 568
seríu eða 189,3 í meðaltal.
Með þessum leikjum lauk
keppnis t ímabi l i Ke i lu sam
bandsins fyrir veturinn 2021
til 2022.
19BreiðholtsblaðiðMAÍ 2022
Áfram Ír
ALLTAF FULLT BORÐ
AF FERSKUM FISKI
OG FISKRÉTTUM
Opið alla virka daga kl. 9 – 18:30.
HeimasÍða Ír
www.ir.is
Andrésar Andarleikarnir fóru
fram seinni partinn í apríl og
áttu ÍRingar fullt af flottum
keppendum á mótinu sem allir
stóðu sig frábærlega.
Það ríkti mikil gleði á leikunum,
enda erum við búin að bíða í þrjú
ár eftir að fá loksins að keppa
aftur á þessu skemmtilegasta
skíðamóti ársins. Sólin skein alla
helgina og gerðu mótshaldarar
það að verkum að aðstæður
voru eins og best verður á kosið
í lok apríl.
Í R i n g a r n i r s t ó ð u s i g
frábærlega og unnu til fjölda
verðlauna og varð Margrét
Magnúsdóttir Andrésarmeistara
í svigi 12. ára stúlkna.
Góður árangur á Andrésar Andarleikunum
ÍR-PLS er Íslandsmeistari liða
Ef þarf að skipta út gleri,
bæta þéttingu glugga og hurða,
lagfæra glugga og hurðir
eða skipta því út fyrir nýju
erum við réttu mennirnir.
Við höfum góða reynslu í þessum efnum.
smidavik@smidavik.is
sími 898-0503
Guðlaugur
Voffsalega skemmtileg gældudýrabúð!
Ögurhvarfi 2
joserabudin.is
Joserabúðin
Kátir Íslandsmeistarar.
Víðavangshlaup ÍR nr. 107 fór fram
á sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn
21. apríl sl. Víðavangshlaupið er eitt
fjölmennasta fimm kílómetra hlaup
landsins og liggur hlaupaleiðin um
miðbæinn. Víðavangshlaup ÍR er eitt
af örfáum götuhlaupum landsins þar
sem götum er lokað og hlauparar fá
tækifæri til að leggja þær óáreittir
undir sig.
Flestir bestu hlauparar landsins
tóka þátt í hlaupinu og var hörð
baráttu um sæti og tíma. Samhliða
Víðavangshlaupinu fór einnig að venju
fram 2,7 kílómetra skemmtiskokk sem
er frábær skemmtun fyrir foreldra og
börn sem vilja gera sér glaðan dag
og fagna sumri með því að hlaupa
saman. Öll börn sem luku hlaupi fengu
sumarglaðning að því loknu.
Sigurvegari hlaupsins var Arnar
Pétursson, Breiðablik á 15:24 og
fyrst í flokki kvenna var Andrea
Kolbeinsdóttir, ÍR á 17:08.
Víðavangshlaup ÍR
Hlauparar hlupu meðal annars niður Bankastræti og beygðu inn á
Lækjargötu.