Breiðholtsblaðið - 01.05.2022, Blaðsíða 4

Breiðholtsblaðið - 01.05.2022, Blaðsíða 4
Að undanförnu hefur verið unnið markvisst að margvíslegri upp­ byggingu í Breiðholtinu. Bæði er snúa að skipulagi, eins og uppkaupum á hverfiskjörnum við Arnarbakka og Völvufelli, fjárfestingu í íþróttamannvirkjum við Suður Mjódd, samgöngubrú yfir Breiðholtsbraut og endurbættum torgum í Mjódd en líka í félagsauð og mannlífi í fjölmennasta hverfi borgarinnar. Ýmsar nýjungar hafa verið til gerðar og komist til framkvæmda. Má þar nefna styrki til þátttöku í félagslífi og eflingu félagsauðs. Sérstakt verkefni til þess að auðvelda aðfluttu fólki að hefja nýtt líf í Breiðholti en þar er einhver fjölmennasta byggð fólks sem á uppruna sinn í öðrum löndum og stundum ólíku menningarumhverfi. En gefum Söru orðið. Hún byrjar á að fjalla um íbúaráðin og hlutverk þeirra. „Ein að þeim ákvörðunum sem teknar voru við myndum meirihluta í borgarstjórn að aflokunum síðustu kosningum var að endurskoða þáverandi hverfisráð. Í framhaldi af því fór fram vinna við að endurskilgreina verkefni ráðanna, þau fengu nýtt nafn og þróun þeirra áfram varð að tilraunaverkefni til tveggja ára. Eitt af því sem var lagað var samsetning hópsins en ráðsmönnum var fjölgað, fundir gerðir opnir öllum íbúum alltaf og heiti var breytt úr hverfisráðum í íbúaráð. „Eitt af því sem var gert var að opna fundi ráðanna með það fyrir augum að hver sem er gæti komið inn á fundina. Hugsunin að baki því var að tengja ráðin betur við íbúana. Vera mikilvæg brú hverfisins við stjórnsýslu borgarinnar en Kovid faraldurinn tafði þessa framkvæmd eða breytti henni um tíma vegna þess að við urðum að streyma fundunum þegar ekki var hægt að kalla fólk saman. Fjarfundir verða aldrei eins kröftugir eða skemmtilegir. En starfsemin breyttist. Áður voru þetta lokaðir pólitískri fundir en nú var þetta opnað fyrr alla. Í dag eru ráðin skipuð sex fulltrúum. Þrír þeirra eru kjörnir. Einn er valinn af handahófi, fulltrúi íbúa án neinna tengsla við borgarstjórn eða félagasamtök, einn er fulltrúi foreldrafélaganna og einn fulltrúi íbúasamtaka. Fjölbreyttur hópur sem tengist hverfinu á ólíkan hátt, er á mismunandi aldri en allir hafa það sameiginlegt bera hlýhug til hverfisins og hag þess í brjósti.“ 198 milljónir í hverfistengd verkefni Sara segir að fyrir utan að vera upplýsingabrú séu íbúaráðin mikilvægur hlekkur í að efla félagsauð, samvinnu og grasrótarstarf innan hverfanna. Hverfis­ stengd lýðræðisverkefni fara í gegnum íbúaráðin sem dæmi. Hún nefnir verkefnið „Hverfið mitt“ sérstaklega í því sambandi en þar fékk Breiðholtið 198 milljónir króna til ráðstöfunar á kjörtímabilinu. Verkefnið „Hverfið mitt“ snýst um að fá íbúa að koma inn með hugmyndir sem síðan er kosið um af hálfu íbúanna. „Mér finnst dýrmætt að gefa íbúum hverfanna tækifæri til gera hverfið sitt og umhverfi þess betri stað til að búa á. Sjá góðar hugmyndir fæðast og komast til framkvæmda eins og jólaljósin við Seljatjörn. Þar setti vaskur íbúi fram frábæra hugmynd, hún var kosin af hverfinu og sett í framkvæmd fyrir síðustu jól. Til viðbótar þessu var íbúaráðunum falið að úthluta úr hverfissjóðum Reykjavíkurborgar. Þar er um umtalsverða fjármuni að ræða og hafa gerbreytt umgjörð og möguleikum á að efla félagsauð og grasrótarverkefni í hverfinu. Stoltir Breiðhyltingar bjóða heim „Íbúaráðið í Breiðholti fær árlega 2,7 milljónir framlag úr hverfissjóði og vegna Kóvid kom einnig nýtt verkefni til undið heitinu Borgin okkar og þar vorum við í Breiðholti með 4,5 milljónir sem tengdust sumarborginni,“ heldur Sara áfram. „Þetta eru því umtalsverðir fjármunir sem Breiðholt hefur fengið til ráðstöfunar síðustu þrjú árin þegar allt er dregið saman. Við höfum meðal annars nýtt þetta til þess að styrkja félagsstarfsemi í hverfinu. Þar má nefna hátíðahöld á 17. júní. Þessar hátíðir hafa verið eftirsóttar og fjölmennar bæði í Efra Breiðholti og einnig í Bakkahverfinu. Þar unnu foreldrafélögin í skólunum saman með íþróttafélögunum í hverfinu og buðu fjölmörgum nágrönnum sínum og borgarbúum heim í frábæra viðburði og upplifun. Margar hendur sjálfboðaliða unnu saman að gera þessa hátíðir að veruleika fyrir okkur hin og fyrir það bera að þakka fyrir. Það er ekki sjálfsagt að fólk leggi svona mikla vinnu á sig til að gefa af sér fyrir okkur hin. Það segir mér að íbúar í Breiðholti eru stoltir af hverfinu sínu, þykir vænt um það og vilja bjóða heim. Svo eru líka mikil lífsgæði fólgin í því að geta gengið eða hjólað með ungana sína, hitt nágranna og vini og átt góða stund saman innan síns hverfis. Íbúar hafa kallað lengi eftir viðburðum og afþreygingu og þarna small allt saman. Fyrir þetta ber að þakka fyrir.“ Fjárfestum áfram í félagsauði og sterkri grasrót Sara bendir á að foreldrafélög og skapandi íbúar hafa líka fengið stuðning í sínum störfum og einnig viðburðir í skólunum í hverfinu þar sjónum hefur verið beint að verkefnum fyrir börnin. Þar megi meðal annars nefna jólaföndur og spilakvöld og margt fleira sem þau taka þátt í. Með þessu sé fyrst og fremst verið að efla félagsauð og fá fólk til að vinna saman. Efla grasrótina í hverfinu. Draga öflugt fólk fram, styðja og hvetja til góðra verkefna. „Íbúarnir þekkja hverfið sitt best og vita hvar styrkleikarnir liggja. Mér finnst magnað að hafa upplifað þá góðu mætingu og sterku samkennd sem hefur vaknað við 17. júní hátíðirnar. Þetta er að mestu unnið í sjálfboðaliðastarfi sem vert er að þakka fyrir. Hér er öflugt fólk sem tók að sér að vinna að þessu. Fjármunirnir sem við höfum verið að fá til ráðstöfunar skipta einnig gríðarlega miklu máli til að styðja við verkefni af þessum toga. Þetta er eitt af því sem ég er stoltust af á þessu kjörtímabil. Þessi samvinna og samhygð fólks. Samfylkingin vill halda áfram að fjárfesta í eflingu félagsauðs og fólki, við viljum halda áfram að styrkja hverfin innan, skapa umgjörð fyrir betra nærsamfélag ­ stefnum á að halda þessu áfram fáum við nýtt umboð til þess eftir kosningarnar í vor.“ Lægri hámarkshraði minnkar slysahættu Sara er mikil hjólreiðamanneskja. Hún segir gaman að sjá hvað margir eru farnir að hjóla, bæði sér til heilsubótar og sem samgöngumáta. Markviss uppbygging hjólastíga á síðustu átta árum hafi gjörbreytt sýn okkar á hjólreiðar. Að ekki sé talað um tilkomu rafmagnshjóla og rafhlaupahjóla. Hún segir að í nýsamþykktu hverfaskipulagi Breiðholts sé að finna skilgreinda hjólastíga um hverfið þvert og endilangt. „Með þeim er verið að leggja grunn að aukinni sjálfbærni. Breiðholt er vel hannað hverfi og mikilvægt fyrir okkur foreldrana að öruggar hjólaleiðir liggi innan hverfisins og milli hverfishluta. Á leið til skóla, í íþrótta­ og tómstundastarf, að verslun og þjónustu og til annarra erinda. Þessu tengdu þá samþykktum við á kjörtímabilinu nýja hámarkshraðaáætlun Reykjavíkur en þar var hraði innan Breiðholtsins lækkaður á nokkrum stöðum til að tryggja betur öryggi barna í hverfinu. Áætlunin er að koma í veg fyrir alvarleg slys á fólki í umferðinni þar sem ólíkir ferðamátar mætast verður blöndun ólíkra ferðamáta að vera á forsendum gangandi og hjólandi vegfarenda. Eitt skref í þá átt er að stuðla að lágum umferðarhraða við þær aðstæður enda ekkert eins mikilvægt eins og öryggi barna og gangandi í hverfinu okkar.“ Klárum Borgarlínu upp í Breiðholt Sara segir að Breiðholtsbúar séu heppnir að búið sé að flýta komu Borgarlínunnar upp í Mjódd og Efra Breiðholt. Tilkoma Borgarlínunnar muni gerbreyta lífsgæðum þeirra sem búa í Breiðholti. „Fólk mun geta farið um hverfið á hjóli niður í Mjódd eða nýtt sér þjónustu Borgarlínunnar til þess að fara til annarra borgarhluta. Hjólastígar og Borgarlína koma til með að vinna hvort með öðru. Fyrst við erum farið að ræða um fjölbreytta vistvæna ferðamáta vil ég benda á þá staðreynd að hjólreiðar eru ekki bara lýðheilsumál heldur einnig loftslagsmál. Eitt stærsta verkefni okkar tíma og við verðum að horfa til.“ 4 Breiðholtsblaðið MAÍ 2022 V i ð t a l i ð Breiðholt framtíðar verður til - segir Sara Björg Sigurðardóttir frambjóðandi Samfylkingarinnar fyrir borgarstjórnarkosningar- nar í vor, skipar 7. sæti listans, hefur verið varaborgarfulltrúi síðan 2019. Hún er einnig formaður íbúaráðsins í Breiðholti og tekur spjallið við Breiðholtsblaðið að þessu sinni. Sara Björg Sigurðardóttir er formaður Íbúaráðs Breiðholts og vara borgarfulltrúi Samfylkingarinnar.

x

Breiðholtsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðholtsblaðið
https://timarit.is/publication/1113

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.