Breiðholtsblaðið - 01.05.2022, Blaðsíða 12

Breiðholtsblaðið - 01.05.2022, Blaðsíða 12
12 Breiðholtsblaðið MAÍ 2022 ERUM FLUTT Eyrartröð 16, 220 Hafnarrði sími: 537-1029, www.bergsteinar.is Eyrartröð 16 220 Hafnarrði Opnum 22. febrúar n.k. kl. 11-16 FALLEGIR LEGSTEINAR Fæst hjá N1, OLÍS, veiðibúðum og veidikortid.is veidikortid.is Frelsi til að veiða! Ertu búinn að fá þér Veiðikortið? 8.900 kr Veiðitímabilið er byrjað! Það er mikið um að vera í félagsmiðstöðvunum í Breiðholti þessa dagana. Í lok apríl fóru allar félagsmiðstöðvarnar í Breiðholti á Samfestinginn. Samfestingurinn er unglingaball og söngkeppni allra félagsmiðstöðva á Íslandi. Á föstudeginum hittust hátt í 4000 og skemmtu sér saman fram á kvöld undir tónum glæsilegra listamanna. Á laugardeginum var síðan Söngkeppni Samfés en í ár voru tveir glæsilegir fulltrúar frá Breiðholti sem tóku þátt og stóðu sig með miklum sóma. Unglingarnir í Breiðholti voru til mikillar fyrirmyndar báða þessa daga og voru þau mörg hver í skýjunum með Samfestinginn. Þessa dagana eru félagsmiðstöðvarnar að skipuleggja sumarstarfið. Við verðum með skemmtilegar og fjölbreyttar sumarsmiðjur fyrir börn fædd 2009 til 2011 frá 9. júní til 22. júlí. Allir foreldrar og forráðamenn ættu að vera búin að fá póst á mentor með dagskrá og verðskrá en þið getið skráð ykkar barn inná fristund.is. Skráning hefst 4. maí og mælum við með að fólk skrái börn sín sem fyrst en vinsælustu dagarnir eru venjulega fljótir að fyllast. Við verðum líka með sumaropnanir í félagsmiðstöðvunum fyrir unglingana sem eru að klára 8. til 10. bekk sem við munum auglýsa betur síðar. Samfestingurinn og sumarstarf félagsmiðstöðvanna í Breiðholti 4000 unglingar skemmtu sér á Ásvöllum í Hafnarfirði. Börnin á frístundaheimilum Breiðholts hafa í vetur unnið að verkefninu Álfabyggð undir handleiðslu Tönju Bjarnadóttur sem er í sérverkefnum hjá frístundaheimilunum tengt sköpun og útinámi. Tanja fór á milli frístundaheimilanna og leiðbeindi börnunum í að föndra álfahús og álfa. Efniviðurinn sem notaður var í álfahúsin var að langmestu leyti eitthvað sem annars hefði verið hent, svo sem afgangspappi, plastumbúðir og þvíumlíkt. Verkefnið var öðrum þræði hugsað til að auka á ímyndunarafl barnanna og kenna þeim að nýta allan efnivið sem fellur til á frístundaheimilunum. Afraksturinn var svo sýndur í Fella og Hólakirkju i tengslum við barnamenningarhátíð 2022 og var virkilega gaman að sjá hversu fjölbreytt og skemmtileg álfabyggð reis þar. Börnin frædd um álfabyggðir Tanja Bjarnadóttir fór á milli frístundaheimilanna og leiðbeindi börnunum í að föndra álfahús og álfa. Kjósum Breiðhylting í borgarstjórn Nánari upplýsingar um stefnumál E-listans á bestaborgin.is Ég mun beita mér fyrir: • Útibú Slökkviliðsins fyrir Breiðholt • Arnarnesveginn í stokk • Skíðabrekkan fái andlitslyftingu og verði Vetrargarður XE

x

Breiðholtsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðholtsblaðið
https://timarit.is/publication/1113

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.