Skessuhorn


Skessuhorn - 23.02.2022, Page 2

Skessuhorn - 23.02.2022, Page 2
MIÐVIKUDAGUR 23. FEBRÚAR 20222 Víða rafmagns- truflanir VESTURLAND: Á mánu­ dagskvöld og fram á þriðjudag var víða rafmagnslaust á Vestur­ landi þegar djúp lægð gekk yfir landið með tilheyrandi hvass­ viðri og úrkomu. Um tíma á mánudagskvöldið var straum­ laust í Borgarfirði og á Snæfells­ nesi og á sama tíma á norðan­ verðri Hvalfjarðarströnd. Raf­ magnsbilun varð einnig á Landsnetinu og því straumlaust frá Glerárskógi í Dölum. Á þriðjudag var m.a. straumlaust í Lundarreykjadal og á nokkrum bæjum á ofanverðum Mýrun­ um. -mm Þriggja bíla árekstur RIF: Á tólfta tímanum á laugar­ daginn varð þriggja bíla árekstur við afleggjarann að Rifi á Snæ­ fellsnesi. Tölvuverðar skemmd­ ir urðu á tveimur bílum. Ekki urðu slys á fólki. Skafrenningur var á svæðinu og lítið skyggni. -af Erlendir ferða- menn í vanda BORGARFJ: Hringt var í Neyðarlínuna rétt eftir kvöld­ matarleytið á mánudaginn og tilkynnt um bílveltu á þjóðveg­ inum við Hraunfossa í Borgar­ firði. Þar var um að ræða er­ lenda ferðamenn, hjón með fjögur börn sem höfðu komið sér í vandræði, en þegar björg­ unarsveit kom á staðinn kom í ljós að ekki var um bílveltu að ræða heldur einungis hræðslu þeirra við að bíllinn myndi velta. Vitlaust veður var á vett­ vangi og var fólkið ferjað yfir í björgunarsveitarbíl og komið í skjól. -vaks Bíll rann til á annan AKRANES: Í óveðrinu um níuleytið á mánudagskvöldið rann bifreið til og fauk á aðra kyrrstæða bifreið í mikilli hálku á bílastæði við Jaðarsbakka. Öku maður slapp ómeiddur og lítið tjón var á bifreiðunum. -vaks Fastir á Bröttubrekku DALABYGGÐ: Hringt var í Neyðarlínuna seinni part mánudags þar sem vegfar­ andi hafði tilkynnt um erlenda ferðamenn sem voru fastir á ferð sinni í Bröttubrekku, en gat ekki aðstoðað þá. Björg­ unarsveit var kölluð út og sótti fólkið en alls voru þrír í bílnum. -vaks Landinn hefur verið duglegur samkvæmt fréttum að skella sér suður á bóginn í vetur og forða sér frá þessu skítaveðri sem hef- ur verið duglegt að minna á sig síðustu daga og vikur. Það er því líklegt að þeir sem hafa hug á því að skella sér í gott sumar- frí erlendis næsta sumar séu á fleygiferð þessa dagana á takka- borðinu á tölvunni að panta sér ferð. Svo eru það hinir sem velta sér ekki mikið upp úr veðrinu enda búum við á Íslandi og bíða bara átekta. Svo er bara að vona að veðrið hér heima verði bara fínt í sumar og þá sérstaklega þar sem maður sjálfur býr. Á fimmtudag er gert ráð fyr- ir norðan 13-18 m/s og éljum en léttskýjuðu sunnan heiða. Frost 1 til 8 stig. Lægir seinni- partinn, styttir upp og herðir á frosti. Á föstudag gengur í suð- austan hvassviðri eða storm með snjókomu, fyrst sunnan til. Suðlægari og rigning eða slydda á láglendi eftir hádegi, en lengst af úrkomulítið norðaustanlands. Hlýnandi veður, hiti um frost- mark um kvöldið. Á laugardag má búast við suðvestan strekk- ingi og éljum, en bjart með köfl- um á Norður- og Austurlandi. Frost víða 0 til 5 stig. Á sunnu- dag verður fremur hæg breyti- leg átt og él á víð og dreif. Frost 1 til 6 stig. Í síðustu viku var spurt á vef Skessuhorns: „Á hvaða áratug var besta tónlistin að þínu mati?“ Mjótt var á munum á fyrstu þremur en 33% sögðu áratuginn 1960-1969 bestan, 30% sögðu 1970-1979 og 25% sögðu 1980- 1989. Aðeins 8% sögðu 1990- 1999 og áratugirnir 2000-2009 og 2010-2019 ráku lestina með aðeins 2%. Í næstu viku er spurt: Hver af þessum dögum (í næstu viku) er í mestu uppá- haldi hjá þér? Húsasmiðir hafa aldrei haft jafn mikið að gera og þessa síðustu daga og mánuði. Þeir þurfa oft að vinna við alls kyns aðstæður og ansi lengi þessa dagana. All- ir húsasmiðir, nær og fjær, eru Vestlendingar vikunnar. Spurning vikunnar Til minnis Vestlendingur vikunnar Veðurhorfur Þýska fyrirtækið Baader hefur eignast allt hlutafé í Skaginn 3X, en samningur þess efnis var undir­ ritaður á mánudaginn. Baader keypti eins og kunnugt er 60% hlutafjár í fyrirtækinu í lok árs 2020 eftir að fyrrum eigendur leit­ uðu eftir fjárfestum til að styðja við félagið og rekstrarfélög þess. Baader hefur nú keypt eftirstand­ andi 40% hlut af IÁ­hönnun, fyr­ irtækis í eigu Ingólfs Árnasonar frumkvöðuls og fjölskyldu hans. „Þetta eru góðar fréttir fyrir fyrir­ tækið og starfsmenn þess og fyrir­ tækið verður nú betur í stakk búið að takast á við skuldbindingar sín­ ar og þær kröfur sem gerðar eru til fyrirtækisins,“ segir Jeff Dav­ is, stjórnarformaður Skaginn 3X, í tilkynningu sem send var fjölmiðl­ um síðasta mánudag. Skaginn 3X verður nú að öllu leyti hluti Baader samstæðunn­ ar og hefst samþætting starfsemi félaganna nú þegar og er reiknað með að henni ljúki á næstu mánuð­ um. Jeff Davis, sem gegnt hef­ ur starfi stjórnarformanns, verður áfram í því hlutverki og Guðjón Ólafsson mun áfram gegna starfi sem tímabundinn forstjóri. mm Á fundi byggðarráðs Borgarbyggð­ ar síðastliðinn fimmtudag urðu töluverðar umræður um byggingar­ og skipulagsmál í Borgarnesi. Með­ al annars var fjallað um „ramma­ samning um samstarf við upp­ byggingu íbúðahverfis í Bjargslandi II,“ sem undirritaður var við hátíð­ lega athöfn 11. mars 2021 við ný­ stofnað fyrirtæki Slatta ehf. Slatti ehf. er félag í eigu þriggja fyrir­ tækja í Borgarbyggð; Steypustöðv­ arinnar, Eiríks J Ingólfssonar og Borgarverks. Fyrirtækið var stofn­ að í þeim tilgangi að sinna gatna­ Slatti vill hverfa frá slatta af byggingaráformum sínum gerð og byggja upp íbúðarhús­ næði við göturnar sem í núgild­ andi deiliskipulagi nefnast Sól­ eyjarklettur, Fífuklettur og Birki­ klettur í Bjargslandi II. Í samn­ ingnum við Borgarbyggð var skil­ greint að í fyrri áfanga verkefnisins yrðu byggð sex fjölbýlishús við Sól­ eyjarklett, með alls 30 íbúðum. Frá því skrifað var undir samninginn og til dagsins í dag er eitt fjölbýlis­ húsanna risið, sökklar komnir að tveimur að auki og byrjað á jarð­ vegsskiptum á næstu lóðum. Tafir hafa orðið á að hægt væri að bjóða íbúðirnar til sölu þar sem fyrr­ greind sex fjölbýlishús í fyrri áfanga voru skilgreind á einni lóð. Unnið er að skipulagsbreytingu til að lag­ færa það. Í öðrum áfanga verkefnis­ ins skyldi svo byggja um fjöru­ tíu rað­ og einbýlishús við göturn­ ar Fífuklett og Birkiklett, en Slatti ehf. hefur nú lýst áhuga sínum á að losa sig undan öðrum áfanga samn­ ingsins. Í bókun af fundi byggðarráðs segir: „Fyrir liggur að Slatti ehf. hefur óskað eftir því að endurskoða samkomulag um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Bjargslandi. Sveitarstjóra er falið að leggja fram tillögur að breytingum á sam­ starfssamningi. Byggðarráð leggur áherslu á að ekki verði frekari tafir á uppbyggingu á svæðinu.“ Ekki kemur fram í bókun byggðarráðs hver ástæða breyttra forsenda er af hálfu Slatta ehf. Þór­ dís Sif Sigurðardóttir sveitarstjóri segir í samtali við Skessuhorn að ástæðan sé einkum góð verkefna­ staða fyrirtækjanna sem standa að baki félaginu. Það sé í eðli sínu já­ kvætt að fyrirtækin hafi nóg fyrir stafni. Þórdís segir að nú sé unnið að samningi við Slatta ehf. til að unnt verði að gera upp verkefnið. „Ég lít þannig á að í þessu felist tækifæri, þótt vissulega hefði verið ánægjulegt að geta lokið verkefninu samkvæmt rammasamningnum við Slatta ehf. Sveitarfélagið mun nú ljúka við gerð skipulags fyrir ann­ an áfanga verkefnisins og í leiðinni skoða hvernig staðið verði að gatnagerð og uppbyggingu íbúðar­ húsnæðis á svæðinu. Við leggjum áherslu á að lóðirnar verði tilbúnar til byggingar sem fyrst enda mikil eftirspurn eftir lóðum og húsnæði í Borgarnesi.“ Á sama fundi byggðarráðs kom fram að samþykkt var úthlutun þriggja einbýlishúsalóða við göturn­ ar Stöðulsholt og Stekkjar holt. Eft­ ir úthlutun þeirra eru engar lausar einbýlishúsalóðir í Borgarnesi. Því samþykkti byggðar ráð einnig fyrir sitt leyti að hefja vinnu við skipulag nýrrar götu. Hin nýja gata hefur ekki hlotið nafn, en verður Borg­ arfjarðarmegin í Bjargslandinu í beinu framhaldi af Fjólukletti, vest­ an Kveldúlfshöfða. Þar yrðu allt að 23 lóðir samkvæmt fyrstu hug­ myndum um nýtt skipulag. mm Undir lok síðustu viku var unnið við jarðvegsskipti undir fleiri fjölbýlishús við Sóleyjarklett. Eitt húsanna er risið og komnar botnplötur að næstu tveimur. Ljósm. mm. Athafnasvæði Skaginn 3X á Akranesi. Ljósm. mm. Baader eignast allt hlutafé í Skaginn 3X

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.