Skessuhorn


Skessuhorn - 23.02.2022, Page 4

Skessuhorn - 23.02.2022, Page 4
MIÐVIKUDAGUR 23. FEBRÚAR 20224 Þegar þetta er ritað er mánudagskvöld. Ég hangi þó enn í vinnunni, á ein­ hvers konar veðurvakt, en er að ljúka skrifum á þeim fréttum sem ekki geta beðið, og leggja drög að leiðara. Úti er brostið á það sem kallað er ofsaveð­ ur, eða öllu heldur mánudagsveður. Búið er að flagga rauðu viðbúnaðar­ stigi á landinu. Víðáttumikil lægð er nú búin að æra litakóðakerfið sem veðurfræðingar okkar hönnuðu að erlendri fyrirmynd fyrir nokkrum árum og nota óspart í samstarfi við aðrar stofnanir sem vinna að almannaheill. Litakóðakerfið á að vera svo einfalt að bæði ég og aðrir eigum að skilja það. Enda er þetta ekki svo flókið. Ef við viljum ekki aka yfir á rauðu ljósi, hví ættum við þá að fara út að nauðsynjalausu á rauðu flaggi ef okkur er bann ­ að það? Þetta mun líklega vera í annað eða þriðja skiptið sem flaggað er rauða spjaldinu. Á mannamáli þýðir rauð viðvörun að lengra er ekki hægt að teygja sig í aðvörunarstigi. Hættulegt er að vera úti og við þessar aðstæður á fólk því að halda sig heima, með alla glugga lokaða og helst breiða sængina vel yfir höfuð. Vegum hefur verið lokað, ekki síst til að ofurhugar og þeir allra fífldjörfustu æði ekki út í óvissuna, fari sér að voða eða þurfi að láta leita að sér við vonlausar aðstæður. Á vef Veðurstofunnar er þessa stund­ ina ákaflega skrautlegt pastellitað kort, en litasjatteringin á því eru notaðar til að tákna mismunandi vindhraða. Fjólublátt og orange er til dæmis ör­ ugglega tákn fyrir inniveður. Þessa stundina er þetta kort svo skrautlegt að það líkist einna helst því að nútímalistamaður hafi snappað; misst úr máln­ ingardollunum ofan á Íslandskortið. Látið litina einhvern veginn renna út í hrærigraut en hlaupið svo frá öllu saman. Líklega farið undir sæng eins og við hin eigum að gera og breitt yfir haus. En þrátt fyrir allar hamfaraspár er ég nokkuð rólegur. Kannski af því ég hef upplifað miklu verra veður en þetta sem nú er að hellast yfir og átti eftir að verða raunin. Það versta sem ég hef upplifað var í febrúar 1981, í veðri sem kennt er við Engihjalla í Kópavogi af því þar fuku bílar eins og lufs­ ur um stæði. Þennan vetur var ég nemandi í Héraðsskólanum í Reykholti. Milli húsa komu svo öflugir vindstrengir ofan úr Rauðsgilinu að í einni slíkri hviðu hreinlega tókst ég á loft (þarf þó mikið til). Vissulega óþægileg tilfinning en mér til happs varð ljósastaur á leið minni sem ég greip í, lík­ lega sá eini á svæðinu og gat skriðið þaðan í húsaskjól. Vissulega ekki góð minning, en engu að síður áminning um að bera virðingu fyrir náttúruöfl­ unum. Í þá daga var ekki búið að finna upp nema tólf vindstig, enga metra á sekúndu og alls ekki pastellitakerfi listamannsins sem snappaði. Dagurinn, kvöldið og nóttin leið. Ég komst heim um kvöldið og beið frétta af þessu hamfaraveðri. Vissulega var hvasst, allavega ef marka má fréttamenn RÚV og Stöðvar 2 sem létu enn einu sinni etja sér út í að standa úti á vegi og öskra fréttir í beinni. Ég tel einboðið að það séu einhverjir innivinnandi fréttastjórar sem láta starfsmenn sína sínkt og heilagt fara út í vond veður, jafnvel þótt veðuraðstæður séu með því móti að óráðlegt er fyrir allt annað fólk að vera á ferðinni! Þessir blautu draumar fréttastjór­ anna er rannsóknarefni út af fyrir sig. En þá kem ég að því sem ég ætlaði að segja. Mér fannst veðrið síðasta mánudag ekki hafa verið með þeim hætti að nota hefði átt rauða viðvör­ un. Líklega er vandamálið það að appelsínugula viðvörunin er ekki nógu víðtæk. Hún hefði átt að gilda fyrir allt landið síðasta mánudag og sér­ fræðingarnir átt að spara þessa rauðu. Ég nefnilega óttast að ofnotkun rauðra viðvarana leiði til þess að fólk hætti að taka mark á þeim. Þá fyrst er hætta á ferðum, allavega þegar næsta Engihjallaveður brestur á. Hver kannast ekki við ævintýrið Úlfur – úlfur? Magnús Magnússon Garðabraut 2a - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá- auglýsinga er til kl. 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 4.110 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 3.550. Rafræn áskrift kostar 3.220kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.968 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 950 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Anna Rósa Guðmundsdóttir arg@skessuhorn.is Gunnhildur Lind Hansdóttir glh@skessuhorn.is Valdimar K. Sigurðsson vaks@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Díana Ósk Heiðarsdóttir auglysingar@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Ómar Örn Sigurðsson umbrot@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Leiðari Eins og abstrakt listaverk Framkvæmdir við nýtt fjörutíu húsa hverfi á Húsafelli í Borgar­ firði ganga vel að sögn Bergþórs Kristleifssonar. Að jafnaði eru 20­ 26 starfsmenn sem koma að verk­ efninu. Fjórtán hús hafa verið reist og eru fimm nálægt því að verða fokheld. Spurður hvenær megi bú­ ast við því að fyrstu eigendur geti flutt í sín hús segist Bergþór ekki geta lofað neinu um það. „Við get­ um vonandi afhent hús tilbúin til innréttinga í næsta mánuði en það er erfitt að segja nákvæmlega til um það núna,“ svarar hann og bætir við að bráðlega verði farið að smíða fleiri grindur fyrir þær plötur sem nú eru tilbúnar. „Svo verður farið að steypa meira um leið og það vor­ ar aðeins. Þetta er allt á fleygiferð,“ segir Bergþór ánægður. arg/ Ljósm. Þórður Kristleifsson Starfsfólk á Kaffi 59 í Grundarfirði tók forskot á sæluna og bauð upp á bollukaffi á sunnudaginn. Bollu­ dagurinn sjálfur er ekki fyrr en mánudaginn 28. febrúar og því ekki seinna vænna en að skella í boll­ ur. Grundfirðingar tóku framtak­ inu vel og voru duglegir að mæta og gæða sér á nýbökuðum bollum. Eflaust verður þó enn betur tekið á því við bolluát næsta mánudag. tfk Á dögunum uppgötvaðist að hluti af vatni Laxár á Breið, ofan við Rif í Snæfellsbæ, var ekki þar sem hún átti að vera, en eftir töluverða snjó­ komu síðustu daga hafði myndast krapastífla í ánni fyrir ofan gömlu brúna. Þar er varnargarður sem áin rauf. Guðjón Hrannar Björnsson hjá Vegagerðinni telur að um tí­ undi hluti af ánni hafi runnið fram hjá þessum varnargarði og hafði myndast stórt lón fyrir norðan ána. Síðast liðinn föstudag var fengin grafa frá Stafnafelli í Snæfellsbæ til að laga garðinn. Einhvern tíma mun taka fyrir vatnið að sjatna en þegar snjóa leysir kemur í ljós hvort einhverjar aðrar skemmdir hafa orðið. þa Anna Guðrún Aðal- steinsdóttir annar eigandi Kaffi 59 er hér kampakát með fullan bakka af bollum fyrir gesti. Tóku forskot á bollu-sæluna Hér má sjá hvar varnargarðurinn gaf sig. Talsvert neðar er brúin yfir ána. Vatn rauf varnargarð við Laxá á Breið Framkvæmdir ganga vel á Húsafelli

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.