Skessuhorn


Skessuhorn - 23.02.2022, Side 5

Skessuhorn - 23.02.2022, Side 5
MIÐVIKUDAGUR 23. FEBRÚAR 2022 5 VERKEFNASTJÓRI BROTHÆTTRA BYGGÐA Í DALABYGGÐ Hefur þú brennandi áhuga á uppbyggingu samfélaga? Við auglýsum eftir verkefnisstjóra til að leiða verkefni brothættra byggða í Dalabyggð. Verkefnið er fjölbreytt og tengist byggðaþróun í víðum skilningi. Verkefnið er hluti af verkefnum Brothættra byggða og er samstarfsverkefni Byggðastofnunar, Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) og Dalabyggðar. Um fullt starf er að ræða með starfsstöð í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal og þarf viðkomandi að geta hafið störf sem fyrst. Helstu verkefni og ábyrgð:  Fylgja eftir ákvörðunum verkefnisstjórnar til eflingar byggðar og mannlífs í Dalabyggð  Hafa frumkvæði að nýjum verkefnum á svæðinu  Miðlun upplýsinga og skýrslugerð til samstarfsaðila og íbúa  Íbúafundir og þátttaka í samfélagsverkefnum í byggðalaginu  Önnur verkefni í samstarfi við sveitarfélagið samkvæmt samkomulagi Menntunar- og hæfniskröfur  Menntun sem nýtist í verkefninu, háskólamenntun er kostur  Haldbær starfsreynsla og reynsla af verkefnastjórnun  Þekking, skilningur og reynsla af byggðamálum mikilvæg  Góð tölvu- og tæknifærni  Frumkvæði, sjálfstæð vinnubrögð og mjög góð færni í mannlegum samskiptum Verkefnisstjóri verður starfsmaður Samtak sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) sem vinnur að ýmiskonar samstarfsverkefnum fyrir sveitarfélögin á Vesturlandi, auk þess að sinna stoðþjónustu hvað varðar atvinnulíf, byggðaþróun, menningu og ferðaþjónustu. Hjá SSV eru 12 starfsmenn sem starfa um allt Vesturland. Auk þess mun verkefnastjóri starfa náið með sveitarfélaginu Dalabyggð. Í Dalabyggð búa um 660 manns, þar af um 40% í Búðardal. Sveitarfélagið nær frá Álftafirði á Snæfellsnesi til Gilsfjarðar á mörkum Vestfjarða og býr yfir mikilli náttúrufegurð. Dalabyggð er friðsælt og rótgróið samfélag, hlaðið sögu og menningu. Umsóknarfrestur er til 7. mars 2022. Umsóknir skal senda á netfangið ssv@ssv.is Nánari upplýsingar veita: Páll S. Brynjarsson framkvæmdastjóri SSV - pall@ssv.is - 433-2310 Kristján Sturluson sveitarstjóri í Dalabyggð - sveitarstjori@dalir.is - 430-4700 Í Skessuhorni í síðustu viku var sagt frá því að Akraneskaupstaður hefði samþykkt að gera leigusamning við Línuvélar ehf. um húsnæði fyr­ ir Fjöliðjuna að Smiðjuvöllum 28 til þriggja ára. Skessuhorn heyrði í Gísla Kristóferssyni, eiganda Línu­ véla fyrir helgi, og segir hann að þessa dagana séu þeir að innrétta og breyta húsnæðinu en húsið var upphaflega byggt af Skagaverki. Húsið er samtals um tólf hundruð og fimmtíu fermetrar að grunn­ fleti og er að stærstu leyti á tveim­ ur hæðum. Hluti af skjólstæðingum Fjöliðjunnar verða með starfsemi í austurendanum á jarðhæð hússins en sá hluti er einn tíundi af stærð hússins og er stefnt að því að starf­ semin verði færð í húsið á næstu dögum eða vikum. Gísli segir að húsið sé hólfað niður og eru alls 14 möguleg rými eftir því hvernig á það er litið. „Við eigum í samtali við einn aðila af svæðinu um mögu­ lega leigu á stærsta hluta hússins en það er ekki frágengið. Þetta tekur allt sinn tíma en við stefnum á að ljúka samningum vonandi á allra næstu dögum,“ segir Gísli. vaks Rithöfundarnir Einar Kárason og Óttar Guðmundsson munu laugar­ daginn 26. febrúar klukkan 14 ræða meðal annars um Eyrbyggju og Sturlungu eins og þeim einum er lagið. Samkoman verður í Skildi í Helgafellssveit. Einar og Óttar hafa báðir, hvor á sinn hátt, gert Íslendingasögurn­ ar að umfjöllunarefni í bókverk­ um sínum undanfarin misseri. Ein­ ar, einn ástælasti höfunda lands­ ins, hefur skrifað fjórar bækur sem byggja á sögulegum viðburð­ um þrettándu aldar. Bækurnar eru Óvinafagnaður, Ofsi sem hlaut Ís­ lensku bókmenntaverðlaunin, Skáld og Skálmöld. Bækur Einars hafa hlotið einróma lof og vak­ ið áhuga fólks á þessu róstursama tímabili Íslandssögunnar. Óttar Guðmundsson geðlæknir og rithöfundur hefur undanfarin ár velt fyrir sér geðrænum vandamál­ um í Íslendingasögunum á þrett­ ándu öld. Bækur Óttars; Frygð og fornar hetjur, Hetjur og hugarvíl og Sturlunga geðlæknisins, fjalla á einn eða annan hátt um geðvanda­ mál sögupersóna í Íslendinga­ sögunum og hvaða áhrif þau höfðu á framgang sagnanna auk þess sem Óttar gerir ástalíf höfuðpersónanna að umfjöllunarefni í þeim. Helstu sögupersónur Íslendingasagnanna leggjast á bekkinn á geðlækninum. Blásið er til sagnaskemmtunar í Skildi á vegum Eyrbyggjasögu­ félagsins í Helgafellssveit. Félagið hefur undanfarið ár unnið að undir­ búningi sýningar í félagsheimil­ inu Skildi, byggða á Sögu Þórsnes­ inga, Eyrbyggja og Álftfirðinga þar sem sögusvið hennar er í næsta ná­ grenni auk þess að teygja sig víðar um Snæfellsnes. Sagan skipar sér í hóp fimm bestu og margslungnustu Íslendingasagnanna að mati fræði­ manna. Margar sögur innan úr heildarverkinu eru vinsælar t.a.m. sagan um Berserkina sem hvert skólabarn á Snæfellsnesi þekkir. Á síðasta ári stóð félagið fyrir þremur gönguferðum á söguslóðir sögunn­ ar og var þátttaka góð. Námskeiðið Undur Eyrbyggju með Torfa Tuliniusi prófessor í miðaldabók­ menntum í Háskóla Íslands var svo haldið í tengslum við gönguferð­ irnar og var góður rómur gerður af námskeiðinu og þátttaka fra m úr björtustu vonum. Á árinu er ætl­ unin að brydda upp á enn frekari dagskrá í tengslum við söguna í fé­ lagsheimilinu á Skildi auk þess sem Húsið á Smiðjuvöllum er um rúmlega tólf hundruð fermetrar að grunnfleti. Ljósm. vaks Fjöliðjan fer með hluta af sinni starfsemi á Smiðjuvelli 28 Sagnaskemmtan í Skildi í Helgafellssveit unnið verður hörðum höndum að undirbúningi Eyrbyggjusýningar­ innar sjálfrar. Allir eru hjartanlega velkomn­ ir, aðgangseyrir 1000 kr. Kaffi­ veitingar. -fréttatilkynning www.skessuhorn.is

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.