Skessuhorn


Skessuhorn - 23.02.2022, Side 6

Skessuhorn - 23.02.2022, Side 6
MIÐVIKUDAGUR 23. FEBRÚAR 20226 Snjóflóð lokaði Klofningsvegi DALIR: Stórt snjóflóð féll á mánudagsmorgun við Heina­ berg á Skarðsströnd og lok­ aði Klofningsvegi. Flóðið var um 150 metra breitt á vegi og um 2,2 metrar þar sem það var dýpst. -arg Rafrænar um- sóknir á Íbúagátt HVALFJ.SVEIT: Sveitarfé­ lagið hefur tekið í notkun On­ eLand Robot rafrænt umsókn­ ar­ og afgreiðslukerfi fyrir um­ sóknir um byggingaráform og byggingarleyfi. Hönnuðir eða eigendur geta nú með auðveld­ um hætti sent inn rafrænar um­ sóknir, tilnefnt byggingarstjóra og iðnmeistara og þeir hin­ ir sömu staðfest sig á verk. Allt ferlið er rafrænt þar sem all­ ar aðgerðir eru staðfestar með rafrænum skilríkjum í farsíma. -vaks Á sjöunda hund- rað með Covid VESTURLAND: Lögreglan á Vesturlandi birti á mánudaginn tölur um fjölda fólks í einangr­ un með Covid­19 í landshlutan­ um. Töluvert hafði fjölgað síð­ an fyrir helgi, eða um 70 manns, voru 616. Á Akranesi eru nú 353 með Covid­19, í Borgar­ byggð 100, í Stykkishólmi 57, í Snæfellsbæ 40, í Grundarfirði 36 og 30 í Dalabyggð. -mm Aukaferðir Baldurs STYKKISH: Að beiðni Vest­ urbyggðar og Tálknafjarð­ ar hafa verið settar á aukaferð­ ir nokkra daga, frá Stykkis­ hólmi kl. 9:00 og frá Brjáns­ læk kl. 12:00. Næstu aukaferðir verða miðvikudaginn 23. febr­ úar, fimmtudaginn 24. febrúar, sunnudaginn 27. febrúar, mið­ vikudaginn 2. mars og fimmtu­ daginn 3. mars. Seinni ferð ofan greinda daga er samkvæmt áætlun kl. 15:00 frá Stykkis­ hólmi og kl. 18:00 frá Brjáns­ læk. -mm Fjöliðjan fær bifreið með lyftu AKRANES: Á fundi bæjarráðs Akraness í síðustu viku var tek­ ið fyrir erindi sviðsstjóra vel­ ferðar­ og mannréttindasviðs og forstöðumanns Fjöliðjunn­ ar varðandi heimild til kaupa eða til leigu á bifreið með lyftu fyrir hjólastóla fyrir starf­ semi Fjöliðjunnar. Bifreiðarn­ ar sem eru til staðar í dag anna ekki verkefnum og möguleg staðgengilsbifreið sem er með rampi en ekki lyftu er ekki nýt­ anleg öllum þjónustuþegum þar sem sumir hjólastólarnir eru einfaldlega of þungir til að ýta upp hjólastólarampinn. Bæjar­ ráð samþykkti að ráðist verði í að leigja sérútbúna bifreið með lyftu fyrir hjólastóla fyrir starfsemi Fjöliðjunnar en mál­ ið mun koma að nýju til bæjar­ ráðs þegar fyrir liggur mögulegt leiguverð. -vaks Vetrarhátíð um miðjan mars AKRANES: Á fundi menn­ ingar­ og safnanefndar Akra­ neskaupstaðar síðastliðinn fimmtudag var ákveðið að standa fyrir Vetrarhátíð dag­ ana 17. til og með 20. mars næstkomandi. Stofnanir Akra­ neskaupstaðar og fyrirtæki verða virkjuð til sjálfsprottinn­ ar þátttöku og að glæða bæj­ arbraginn lífi, segir í fundar­ gerðinni. Þá fagnar menn­ ingar­ og safnanefnd frum­ kvæði samtakanna Hinseg­ in Vesturlands á síðasta ári og mun mælast til að stofnanir bæjarins og fyrirtæki á Akra­ nesi taki þátt í viðburði sam­ takanna á komandi sumri með sýnilegum hætti. -vaks Lítið eitt minni loðnukvóti en upphaflega var gefinn út LANDIÐ: Hafrann­ sóknastofnun lagði á föstu­ daginn til að loðnuafli á ver­ tíðinni verði ekki meiri en 869.600 tonn. Það þýð­ ir 34.600 tonna lækkun ráð­ gjafar frá þeirri sem gefin var út 1. október 2021. Ráðgjöf­ in byggir á samteknum niður­ stöðum á mælingum á stærð veiðistofns í haustleiðangri og leiðöngrum sem fóru fram frá 19. janúar til 14. febrúar. Útgerðarfyrirtækin og aðrir hagsmunaaðilar munu vænt­ anlega getað andað léttar við þessu tíðindi, þar sem allt eins var búist við meiri skerðingu í endanlegri úthlutun heimilda. -mm Mánudaginn 7. febrúar, þegar óveður gekk yfir landið, voru Grundfirðingar án læknis og þurftu að treysta á að komast yfir í nærliggjandi sveitarfélög til að sækja heilbrigðisþjónustu. Þenn­ an dag vildi svo illa til að nokkur óhöpp eða vinnuslys urðu í bæn­ um, þar af þurfti að flytja einn suð­ ur með sjúkrabíl. „Það sem við vorum sérstaklega óhress með þennan dag var að alls­ staðar voru björgunaraðilar, stofn­ anir og fyrirtæki að undirbúa sig fyrir rauða og appelsínugula við­ vörun en læknir var þó ekki kominn til okkar á mánudegi. Ég er fyrst og fremst vonsvikin því það var vitað af þessu óveðri með góðum fyr­ irvara,“ segir Björg Ágústsdóttir bæjar stjóri í Grundarfirði í samtali við Skessuhorn. Í Grundarfirði koma vaktlækn­ ar á mánudögum og fara á föstu­ dögum og um helgar þurfa bæjar­ búar að treysta á læknavakt í Ólafs­ vík. „Það er ekki fastur læknir hér og það fylgja þessu fyrirkomulagi margvísleg óþægindi. Fyrirkomu­ lagið þýðir að við erum alltaf að skipta um lækna, sem er ekki gott. Sama fyrirkomulag er á öðrum stöðum á Snæfellsnesi; í Ólafsvík og að hluta til í Stykkishólmi. Að stóla á læknaferðir á milli staða er ekki alveg einfalt, því hér á okkar svæði geta veður orðið mjög slæm, eins og í Búlandshöfða og ekki alltaf fært fyrir alla bíla hér á milli. Það eiga heldur ekki allir bíla og það eru ekki almenningssamgöngur á þessu svæði. Þetta snýst ekki bara um þann tíma sem fer í keyrslu á milli bæjarfélaga, sem er ekki lang­ ur við bestu aðstæður, heldur þá staðreynd að stundum er bara ekki hægt að fara á milli,“ segir Björg og bætir því við að vegna óveðurs og lokunar á Kjalarnesi viku seinna, mánudaginn 14. febrúar, var einnig læknislaust í Grundarfirði þann dag. „Því er öryggi okkar að mínu mati alls ekki nógu vel tryggt,“ seg­ ir Björg. „Hér á Snæfellsnesi höf­ um við sveitarstjórnarfólk átt fundi og samtöl við Heilbrigðisstofnun Vesturlands, reglulega allt þetta kjörtímabil um lausnir og tækifæri til breytinga á þessu. Engin lausn sé enn í sjónmáli,“ segir Björg. arg Í rokinu á mánudagskvöld losnaði og fauk þakdúkur af húsi Héraðs­ skólans í Reykholti, af þeim hluta sem nú hýsir varaeintakasafn Landsbókasafns Íslands. Að sögn heimamanna er ekki talin hætta á að regnvatn komist inn í húsið, en undir dúknum er timbur og steypt þakplata. Gengið verður í lagfær­ ingar strax og veður gengur niður. mm/ Ljósm. bhs Grundfirðingar án læknis í óveðrum Þakdúkur fauk af gamla héraðsskólahúsinu

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.