Skessuhorn


Skessuhorn - 23.02.2022, Qupperneq 8

Skessuhorn - 23.02.2022, Qupperneq 8
MIÐVIKUDAGUR 23. FEBRÚAR 20228 Molakaffi og meðlæti GRUNDARFJ: „Molakaffi og meðlæti“ er yfirskrift samveru­ stunda á miðvikudögum í Sögu­ miðstöðinni. Dagskrá er á milli klukkan 14 og 16 en húsið opn­ ar klukkan 13. Þar er mikið spjallað og dagskrá getur verið breytileg. Tónlistarskólanem­ endur koma annað slagið, lista­ menn líta við en fastur punkt­ ur á hverjum hittingi eru ljós­ myndir úr safni Bærings Cecils­ sonar og að drekka saman kaffi. -vaks Ók undir áhrifum HVALFJ.SVEIT: Síðasta föstudagskvöld fór bíll út af á Akrafjallsvegi á móts við Garðavelli og fékk ökumað­ ur bifreiðarinnar aðstoð við að ýta henni aftur upp á veginn. Sá hjálplegi lét síðan Neyðar­ línuna vita og taldi að ökumað­ ur væri ölvaður. Lögregla kom á staðinn og handtók ökumann­ inn sem er grunaður um ölv­ unar­ og fíkniefnaakstur. Bíll­ inn var skilinn eftir á vettvangi en síðan sóttur af kranabíl. Mál ökumannsins fór í hefðbundið ferli og á hann von á kæru fyrir athæfið. -vaks Ók of hratt og ekki með skír- teini SNÆFELLSNES: Ökumað­ ur var tekinn á 132 km hraða á föstudagskvöldið á Snæfells­ nesvegi við Garða og var ekki með ökuskírteinið með í för. Hann fékk sekt upp á 130 þús­ und krónur sem hann greiddi á staðnum og tvo punkta í öku­ ferilsskrána. Farþegi í bílnum tók síðan við akstrinum og kom þeim á leiðarenda. -vaks Flautukonsert í tvo tíma AKRANES: Á þriðjudag í liðinni viku var hringt í Neyðar­ línuna og kvartað yfir hávaða utan dyra á Hagaflöt á Akranesi. Þegar lögregla kom á staðinn kom í ljós að um bilaða flautu á fjórhjóli var um að ræða. Hafði hún látið í sér heyra í um tvær klukkustundir. Eigandi hjóls­ ins fór síðan með það í geymslu og líklegast slökkti á flautunni í leiðinni. -vaks Endaði á toppnum BORGARFJ: Á laugardaginn varð bílvelta þegar ökumaður var að aka suður Holtavörðu­ heiði á Biskupsbrekku á eft­ ir öðrum bíl. Sá fór í gegnum snjóskafl og blindaði ökumann aftari bílsins sem missti stjórn á honum. Bíllinn lenti á vegriði, valt og endaði á toppnum. Ök­ umaður slapp ómeiddur en far­ þegi kenndi sér eymsla og voru þeir fluttir á Akranes með við­ komu á Heilsugæslunni í Borg­ arnesi. Dráttarbíll kom frá Borgarnesi og sótti bílinn sem var á hvolfi á miðjum veginum. -vaks Ekið á naut BORGARFJ: Föstudags­ kvöldið síðasta var ekið á naut á Hálsasveitarvegi við Refsstaði. Tildrög óhapps­ ins voru þau að nautgripur komst út úr girðingu upp á veg en rafmagn var farið af girðingunni sem halda átti skepnunum inni. Rétt eft­ ir að bílar höfðu mæst hafði nautið farið beint inn á ak­ brautina, í veg fyrir annan bílinn og lenti hann á naut­ inu. Farþegar bílsins sluppu ómeiddir, bifreiðin var óökufær og talsvert skemmd en aflífa þurfti nautið eftir áreksturinn. -vaks Aflatölur fyrir Vesturland Fyrir 12.-18. febrúar. Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu Akranes: 4 bátar. Heildarlöndun: 611.800 kg. Mestur afli: Hákon EA: 589.540 kg í einni löndun. Arnarstapi: Engar landanir á tímabilinu Grundarfjörður: 8 bátar. Heildarlöndun: 759.474 kg. Mestur afli: Kap II VE: 161.357 kg í sex löndunum. Ólafsvík: 15 bátar. Heildarlöndun: 521.079 kg. Mestur afli: Steinunn SH: 109.448 kg í fimm löndun­ um. Rif: 15 bátar. Heildarlöndun: 1.033.344 kg. Mestur afli: Bárður SH: 190.072 kg í sjö róðrum. Stykkishólmur: 6 bátar. Heildarlöndun: 90.056 kg. Mestur afli: Þórsnes SH: 63.414 kg í einni löndun. Topp fimm landanir á tímabilinu: 1. Hákon EA – AKR: 589.540 kg. 18. febrúar. 2. Rifsnes SH – RIF: 96.422 kg. 13. febrúar. 3. Jökull ÞH – GRU: 89.154 kg. 13. febrúar. 4. Sigurborg SH – GRU: 81.607 kg. 13. febrúar. 5. Harðbakur EA – GRU: 80.643 kg. 13. febrúar. -arg Eyjólfur Ármannsson, ásamt öðr­ um þingmönnum Flokks fólksins, og þeim Bjarna Jónssyni (VG) og Ásmundi Friðrikssyni (D) hafa flutt þingsályktunartillögu á Alþingi þar sem lagt er til að ríkið hefji nú þegar undirbúning fyrir kaup á nýrri Breiðafjarðarferju. Þar til ný ferja komi taki Herjólfur III við siglingum yfir fjörðinn. „Alþingi ályktar að fela innviða­ ráðherra að láta kaupa nýja ferju sem verði notuð í reglulegum ferjusiglingum á Breiðafirði. Ferj­ an uppfylli nútímakröfur um ör­ yggi og þægindi í farþegaflutning­ um og geti sinnt vöruflutningum fyrir atvinnulíf og íbúa á Vestfjörð­ um og við Breiðafjörð. Kannaðir verði möguleikar á að ferjan verði knúin með endurnýjanlegum orku­ gjöfum. Vegagerðin hafi virkt sam­ ráð við sveitarfélög á Vesturlandi og Vestfjörðum um hvaða kröfur ferjan skuli uppfylla. Þar til ný ferja verður tekin í notkun skuli nýta skipið Herjólf III, skráningarnúmer 2164, í reglulegum ferjusiglingum á Breiðafirði. Eins fljótt og auðið er, og eigi síðar en í júní 2022, skuli hefja framkvæmdir á hafnarmann­ virkjum á ferjuleið til að tryggja að Herjólfur III geti tekið við ferju­ siglingum sem fyrst,“ segir orðrétt í fyrstu grein tillögunnar. mm Vegagerðin hefur óskað eftir til­ boðum í nýbyggingu Vestfjarða­ vegar í Þorskafirði á um 10,4 km kafla og um 0,2 km kafla á Djúpadalsvegi. Eins og fram kemur í útboðinu er um að ræða áframhald af þverun Þorskafjarð­ ar sem unnið er við núna. Þá er eftir að bjóða út þveranir Djúpa­ fjarðar og Gufufjarðar til að ljúka við þennan hluta Vestfjarðavegar. Gert er ráð fyrir að leggja há­ spennustreng og ídráttarrör fyrir ljósleiðara meðfram veginum. Til að viðhalda sem best staðbundn­ um gróðri á vinnusvæðinu eru fyrirmæli í útboðsgögnum um að taka upp gróðurtorfur úr vegstæði og af skeringarsvæðum og setja þær aftur við lok frágangs. Sam­ kvæmt útboðsgögnum skal verk­ inu að fullu lokið 15. október 2023. vaks Á síðustu árum hefur hættan á gróðureldum aukist talsvert hér á landi m.a. vegna breytinga í veður­ fari, vaxandi gróðursældar, minnk­ andi búfjárbeitar og fleiri þátta. Samkvæmt tölfræði Húsnæðis­ og mannvirkjastofnunar (HMS) eru gróðureldar orðnir stór áhættu­ þáttur í náttúrunni hér á landi, enda geta þeir valdið miklu eigna­ og manntjóni og geta skaðað mik­ ilvæga innviði. Mikil hætta um seinustu áramót Á suðvesturhorni landsins var varað sérstaklega við hættu á gróðureld­ um í kringum síðustu áramót sök­ um veðurfars og fólk beðið um að fara með gát við notkun flugelda og meðferð elds. Þrátt fyrir slík­ ar aðvaranir hafa útköll aldrei ver­ ið fleiri vegna gróðurelda um ára­ mótin, en samtals voru 84 útköll á innan við sólarhring á suðvestur­ horni landsins. Ljóst er að mik­ ið álag var á slökkviliðum um ára­ mótin og mátti litlu muna að stór­ tjón hefði orðið en margir af þeim eldum sem kviknuðu voru rétt við hús og var mikið um brennur sem ekki var leyfi fyrir. „Við höf­ um ekki séð þennan fjölda útkalla áður á þessum tíma,“ er haft eftir Lárusi Kristni Guðmundssyni sem er settur varaslökkviliðsstjóri hjá Brunavörnum Árnessýslu. Svip­ aða sögu er að segja hér af Vestur­ landi, en á síðasta ári var barist við gróður elda á nokkrum stöðum í landshlutanum. Þörf á fleiri slökkviskjólum Á vegum HMS er að störfum starfs­ hópur um varnir gegn gróðureld­ um. Er hann skipaður fulltrúum frá Almannavarnadeild ríkislög­ reglustjóra, Félagi slökkviliðsstjóra, Húsnæðis­ og mannvirkjastofn­ un, Landssambandi slökkviliðs­ og sjúkraflutningamanna, Lögreglu­ stjórafélagi Íslands, Sambandi ís­ lenskra sveitarfélaga, Skipulags­ stofnun, Skógræktinni, Veðurstofu Íslands og Verkís. Hópurinn hef­ ur meðal annars það hlutverk að vinna að fyrirbyggjandi aðgerðum gegn gróðureldum. „Í ljósi atburða um áramótin áréttar starfshópurinn mikilvægi þess að stjórnvöld beiti sér fyrir því að tryggja slökkvilið­ um og Landhelgisgæslunni aðgengi að slökkviskjólum sem lykilbúnað til að takast á við gróðurelda hvar sem er á landinu. Í dag er einung­ is til ein slökkviskjóla sem keypt var frá Kanada í fyrra þegar eldri skjóla eyðilagðist við slökkvistörf í Heiðmörk síðastliðið vor og hefði því lítið mátt út af bregða til að illa færi. Að mati starfshópsins og mið­ að við fyrirliggjandi gögn um aukna gróður eldahættu hér á landi er nokkuð ljóst að efla þarf viðbúnað við gróðureldum með því að tryggja aðgengi að fleiri en einni slökkvi­ skjólu svo viðbragsaðilar séu í stakk búnir að bregðast við gróðurelda­ vánni,“ segir í tilkynningu. mm Leggja til nýja Breiðafjarðarferju og að Herjólfur taki við Yfirlitsmynd yfir vegarkaflann sem er í útboðinu. Ljósm. af vef Reykhólahrepps. Leiðin Þórisstaðir - Hallsteinsnes boðin út Tæplega 200 skráðir gróðureldar á síðasta ári Barist við eld í þéttum skógi við sumarhúsahverfi í Borgarhreppi fyrir nokkrum árum. Ljósm. úr safni/mm.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.