Skessuhorn


Skessuhorn - 23.02.2022, Qupperneq 9

Skessuhorn - 23.02.2022, Qupperneq 9
MIÐVIKUDAGUR 23. FEBRÚAR 2022 9 Skrifstofustjóra Reykhólahrepps Dagur í lífi... Nafn: Ásta Sjöfn Kristjánsdóttir Fjölskylduhagir/búseta: Hús­ freyja á Litlu Grund, gift Guð­ mundi Ólafssyni og á fjögur börn, Heklu, Tind, Ketil og Kristján. Tvö barnabörn, Móa og Hjalti og tvær ömmustelpur til viðbótar, Ingibjörgu og Melkorku. Starfsheiti/fyrirtæki: Skrifstofu­ stjóri Reykhólahrepps. Áhugamál: Hef gaman að matar­ gerð og prjóna stundum í frístund­ um. Dagurinn: Föstudagurinn 18. febrúar. Klukkan hvað vaknaðirðu og hvað var það fyrsta sem þú gerð- ir? Ég vaknaði klukkan 7 og snús­ aði til klukkan 7:18. Fór svo nið­ ur þar sem húsbóndinn var tilbú­ inn með töfluskammtinn, borðaði morgunmat og fór í sturtu. Hvað borðaðirðu í morgunmat? Ég ákvað að breyta til og fá mér kæfubrauð og vatnsglas. Hvenær fórstu til vinnu og hvernig? Ég var aðeins of sein, mætti klukkan 8:06 og fór á bíln­ um mínum. Fyrstu verk í vinnunni? Fara yfir verkefni dagsins með Ingibjörgu Birnu sveitarstjóra. Hvað varstu að gera klukkan 10? Var í bankaafstemmingum. Hvað gerðirðu í hádeginu? Á föstudögum er pylsudagur hjá okk­ ur á skrifstofunni og dagurinn í dag var engin undantekning. Að þessu sinni kom ég með Air fryer­ inn minn og voru pylsurnar eldaðar í honum. Mjög gott! Hvað varstu að gera klukkan 14? Reikna út rafmagnsgjaldið fyrir Reykhólahöfn. Hvenær hætt og það síðasta sem þú gerðir í vinnunni? Það síðasta sem ég gerði í vinnunni var að taka til á skrifborðinu mínu, læsa og fór heim kl. 14:45 (stytting vinnuvik­ unnar). Hvað gerðirðu eftir vinnu? Ég tók til heima og svo kíkti vinkona mín í heimsókn. Við fengum okkur bubblur í tilefni dagsins og fögnuð­ um ástinni. Hvað var í kvöldmat og hver eld- aði? Á föstudögum borða ég bara mat sem byrjar á P. Er alltaf með pitsu á föstudögum sem ég elda með mínum hundtrygga pitsuað­ stoðarmanni, Silvíu systur minni. Hvernig var kvöldið? Átti gott kvöld, systir mín og mágur komu í heimsókn ásamt ömmustelpun­ um mínum. Besta vinkona mín og dóttir hennar gistu hjá mér og stóru strákarnir mínir sem eru bú­ settir á Akranesi komu heim. Við horfðum á Gísla Martein og höfð­ um það notalegt. Hvenær fórstu að sofa? Ég fór að sofa um miðnætti. Hvað var það síðasta sem þú gerðir áður en þú fórst að hátta? Ég slökkti ljósin og lagðist á kodd­ ann. Hlustaði á Stellu Blómkvist og Morðin í Háskólabíó. Hvað stendur upp úr eft- ir daginn? Hvað ég er heppin að vera umvafin skemmtilegu og góðu fólki. Eitthvað að lokum? Njóttu lífsins á meðan þú getur. Skólastjóri Auðarskóla Laus er til umsóknar embætti skólastjóra Auðarskóla í Dalabyggð sem er sameinaður leik-, grunn- og tónlistarskóli. Ráðið verður í stöðuna frá og með 1. ágúst næstkomandi. Skólastjóri ber faglega ábyrgð á starfsemi skólans og hefur forystu um að skapa skólaumhverfi sem stuðlar að og eflir áhuga nemenda á námi og að þeir nái sem bestum árangri á öllum sviðum skólastarfsins. Umsóknarfrestur er til og með 7. mars 2022 og umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is. Upplýsingar veita Hafdís Ósk Pétursdóttir (hafdis@intellecta.is) og Thelma Kristín Kvaran (thelma@intellecta.is) í síma 511 1225. Nánari upplýsingar um starfið má lesa á www.intellecta.is. Ásta Sjöfn ásamt eiginmanni, börnum og tengdasyni. Í síðustu viku urðu þau tíma­ mót hjá Guðmundi Arasyni öku­ kennara í Borgarnesi þegar hann fylgdi í ökupróf síðasta nemanda sínum á ferlinum, eftir nær 55 ára starf við ökukennslu. Hinn ungi ökumaður heitir Patrik Dagur Sigurðsson og er lang­ afabarn Guðmundar. Patrik Dagur varð sautján ára daginn eftir að ökuprófið var þreytt og kvaðst aðspurður ætla á rúnt­ inn þegar klukkan sló miðnætti. Guðmundur kvaðst stoltur af því að ungi maðurinn fór villu­ laust í gegnum verklega hluta prófsins og fékk einungis eina villu á því bóklega, en þekkt er að bókleg ökupróf nú til dags geta verið svínslega erfið og því eins gott að læra umferðar­ reglurnar utan að. Guðmundi til halds og trausts við kennsl­ una með Patrik Degi var Sigrún Sjöfn Ámundadóttir, dótturdótt­ ir Guðmundar, en sjálf hefur hún öðlast kennsluréttindi og er byrjuð að gera út á ökukennslu. „Strákurinn var samstarfsverk­ efni okkar Sigrúnar og gaman að það skuli vera einn úr heima­ ræktuninni sem er síðasti nem­ andinn,“ segir Guðmundur og hlær. Sigrún Sjöfn, sem býr nú í Mosfellsbæ og starfar þar í lög­ reglunni, segist jöfnum hönd­ um bjóða upp á ökukennslu fyr­ ir sunnan en einnig í Borgarnesi. Þá er hún enn að spila í körfu­ boltanum, æfir og keppir með meistaraflokki Fjölnis í Grafar­ voginum. Langafabarnið var síðasti ökunemi Guðmundar 1.166 ökunemar Guðmundur Arason hóf kennslu á bíl árið 1967. Spurður kvaðst hann giska á að hann hefði frá upphafi kennt eitthvað um sex til átta hundruð manns á bíl. Blaðamaður, sem reyndar var einn af ökunem­ um hans fyrir 42 árum, vildi þó fá aðeins fá nákvæmari tölu. All­ ar kennslubækur voru til staðar og kom þá í ljós við talningu að fjöldi ökunema var talsvert meiri, eða 1.166 ökunemar. „Fyrstu nemarnir mínir í öku­ kennslunni voru Trausti Jóhanns­ son og Hilmar Helgason. Ég fékk réttindin 1967 en þeir fara í gegn­ um prófið sitt árið eftir. Ég tók meirapróf aðeins sautján ára gam­ all. Fékk undanþágu frá dóms­ málaráðuneytinu til að taka það ári eftir að ég tók bílpróf, en meira­ prófsskírteinið fékk ég þó ekki af­ hent fyrr en þegar ég varð tvítug­ ur,“ segir Guðmundur, en hann er fæddur árið 1940. Á þriðja tug bíla Líkt og aðrir ökukennarar í Borgar­ nesi á þessum árum vann Guð­ mundur alltaf fulla vinnu samhliða ökukennslunni. Var skrifstofumað­ ur hjá Vegagerðinni í Borgarnesi. Spurður segist hann hafa átt ágætt samstarf við aðra ökukennara, en þeirra á meðal var Halldór Valdi­ marsson fyrstu árin og síðar Krist­ ján Björnsson og fleiri. „Ég var alltaf mest að kenna í Borgarnesi en fór einnig í skólana í héraðinu, á Varmaland og í Reykholt, en þar voru margir á bílprófsaldri með­ an var og hét.“ Þegar Guðmundur er spurður hversu marga bíla hann hefur notað við kennsluna í gegn­ um tíðina, segist hann hreinlega ekki hafa tölu á þeim. „Þeir eru fjöl­ margir. Fyrst var það Volkswagen bjalla, en síðar voru það nokkrir Volvo bílar, Toyota og Ford Focus sem ég hef verið að kenna á. Þeir eru örugglega á þriðja tuginn.“ Æfingaakstur mesta framförin Ökukennsla hefur tekið miklum breytingum á þeim 55 árum sem Guðmundur hefur verið að kenna. Almennt segir hann að kennslan hafi gengið vel, en auðvitað hef­ ur hún ekki alltaf verið dans á rós­ um. Fólk er jú misjafnlega mót­ tækilegt fyrir akstri og bílum og stundum féllu nemendur á öku­ prófi, nokkrum sinnum eða jafn­ vel oft. „Mestu framfarirnar urðu þegar æfingaaksturinn var tekinn upp. Það á við um ökukennslu eins og annað að æfingin skapar alltaf meistarann. Meiri og markvissari æfingaakstur er einfaldlega að skila nemendum betri ökumönnum út í umferðina. Nú keyrir unga fólkið þrisvar sinnum meira áður en það fer eitt og óstutt út í umferðina.“ mm Hér er Patrik Dagur, síðasti ökunemi Guðmundar, nýkominn úr ökuprófi. F.v. Sigrún Sjöfn Ámundadóttir, Patrik Dagur Sigurðsson og Guðmundur Arason.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.