Skessuhorn


Skessuhorn - 23.02.2022, Side 11

Skessuhorn - 23.02.2022, Side 11
MIÐVIKUDAGUR 23. FEBRÚAR 2022 11 • Bílasprautun • Bílaréttingar • Framrúðuskipti BÍLASPRAUTUN VESTURLANDS Sími: 860-0708 • bv.sprautun@gmail.com Vinnum fyrir öll tryggingafélög Alls voru 110 nemendur braut­ skráðir frá Háskólanum á Bifröst á laugardaginn, 48 nemendur með bakkalárgráðu og 62 nemendur með meistaragráðu. Þá luku tve­ ir háskólagátt á Bifröst og voru því samtals 112 nemendur braut­ skráðir. Brautskráningin fór fram á háskólahátíð í Hriflu, hátíðarsal Háskólans á Bifröst, þeirri fyrstu sem farið hefur fram með hefð­ bundnu sniði um þó nokkurt skeið sökum heimsfaraldursins. Að vanda afhentu deildarforset­ ar nemendum skírteini sín, Stefan Wendt, að hálfu viðskiptadeildar, Elín H. Jónsdóttir, að hálfu laga­ deildar og Njörður Sigurjónsson, að hálfu félagsvísindadeildar. Í lok athafnarinnar ávarpaði rektor Margrét Jónsdóttir Njarðvík hina brautskráðu. Hvatti rektor hinn nýja Bifrastar­árgang m.a. til þess, að láta muna um sig og verða leið­ togar í eigin lífi. Einnig hvatti hún þau til að nýta menntun sína vel. Nýja prófgráðan geti bæði vaxið og rykfallið í höndum þeirra. Þá kom í máli rektors einnig fram að fjöldi doktorsmenntaðra starfs­ manna við Háskólann á Bifröst hafi tvöfaldast á undanförnum tveimur árum. Samfara því hafi rannsókna­ virkni aukist svo um munar. Nem­ endafjöldi hafi jafnframt aldrei ver­ ið meiri við háskólann. Á yfirstand­ andi haustönn luku, eins og áður segir, 110 háskólanámi. Af 48 nem­ um í grunnnámi brautskráðust tíu úr félagsvísindadeild, sex úr laga­ deild og 32 úr viðskiptadeild, en af þeim 62 sem voru í meistaranámi, brautskráðust fimm úr félagsvís­ indadeild, fjórir úr lagadeild og 53 úr viðskiptadeild. Sem kunnugt er hljóta efstu nemendur í annars vegar grunn­ námi og hins vegar meistaranámi sín hvor útskriftarverðlaun fyr­ ir framúrskarandi námsárangur. Að þessu sinni hrepptu hnossið Heiðrún Jónsdóttir og Axel Ingi Þeir hafa ekki látið kuldann og vetrarveðrið á sig fá ferðamennirn­ ir sem hafa verið að fara í ferðir með Láka tours undanfarna daga frá Ólafsvík. Láki tours hóf hvala­ skoðunarferðir aftur í síðustu viku og hefur verið nóg af hvölum á Breiðafirði, ef marka má frétt á heimasíðu Láka tours. Greinilegt er að ferðamönnum fer jafnt og þétt fjölgandi á landinu og verður spennandi að sjá hvernig þessi grein mun þróast á næstu misserum. Á myndinni er hvalaskoðunarbátur­ inn Íris á leið út í skoðunarferð frá Ólafsvík. mm 112 nemendur brautskráðir frá Háskólanum á Bifröst Árnason í félagsvísindadeild og Valdís Ósk Óladóttir og Heiðdís Rósa Sigurjónsdóttir í lagadeild. Hins vegar hlutu fjórir nemend­ ur úr viðskiptadeild útskriftarverð­ laun, einn úr grunnnámi og þrír úr meistaranámi eða; Alexandra Mjöll Jóhönnudóttir, Kristinn Vignis­ son, Jónína Rut Matthíasdótt­ ir og Katrín Valdís Hjartardóttir, en þannig háttar til, að Kristinn, Jónína Rut og Katrín Valdís luku öll meistaranámi með hnífjafnar einkunnir. Hæstu meðaleinkunn á haustönn hlaut svo Kristín Jak­ obsdóttir, félagsvísindadeild, með 9,1 í meðaleinkunn. Í lagadeild var Pétur Birgisson efstur, með 8,6 í meðaleinkunn og í félagsvísinda­ deild var það Einar Freyr Elínar­ son sem var efstur með 8,9. Ávarp fyrir hönd útskrifaðra grunnnema flutti Vera Dögg Petru dóttir félagsvísindadeild, El­ mar Guðlaugsson fyrir lagadeild og Alma Katrín Einarsdóttir fyr­ ir viðskiptadeild. Ávarp fyrir hönd útskrifaðra meistaranema flutti Marlena Rzepnicka. Sólveig Hallsteinsdóttir, verk­ efna stjóri nemendaskrár, leiddi útskriftarathöfnina. Karlakórinn Söngbræður söng fyrir gesti við undirleik Birgis Þórissonar. Stjórn­ andi kórsins er Viðar Guðmunds­ son. mm/bifrost.is Margrét Jónsdóttir Njarðvík rektor skólans ávarpaði útskriftarhópinn og aðra gesti. Hvalaskoðun hafin að nýju frá Ólafsvík

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.