Skessuhorn


Skessuhorn - 23.02.2022, Blaðsíða 13

Skessuhorn - 23.02.2022, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 23. FEBRÚAR 2022 13 Byggðarráð Borgarbyggðar hefur ákveðið að auglýsa eftir áhugasöm­ um samstarfsaðilum um skipulags­ mál og uppbyggingu í Brákar­ ey, svo sem með stofnun þróunar­ félags, þar sem unnið verður úr þeim hugmyndum og íbúafund­ um sem haldnir hafa verið undan­ farin ár. „Í slíkri uppbyggingu telur byggðarráð mikilvægt að haldið sé í sérkenni eyjunnar, þar sem meðal annars sé litið til þess að varðveita „Burstirnar þrjár“ og hugsanlega fleiri byggingar sé það raunhæft fyrir uppbyggingu svæðisins. Á svæðinu skuli vera blönduð byggð, með íbúðabyggð, menningar­ tengdri starfsemi, léttum iðnaði, útivist og frístundastarfsemi, í sátt við núverandi starfsemi,“ segir í bókun af fundi byggðarráðs síðast­ liðinn fimmtudag. „Byggðarráð hefur væntingar um að hægt sé að líta til sambæri­ legra verkefna sem hafa verið unn­ in hér á landi og erlendis á aflögð­ um iðnaðar­ og athafnasvæðum þar sem uppbyggingin miðast við að halda í sögu og menningu svæðis­ ins og tengja við framtíðarsýn og starfsemi sem tengist þörfum sam­ tímans.“ mm Sveitamarkaðurinn Ljómalind í Borgarnesi fékk á dögunum hin virtu Prestige Awards 2021/2022 verðlaun fyrir að vera sveitamarkaður ársins. Frá þessu er greint á heimasíðu fyr­ irtækisins. „Það er með ótrúlegu stolti sem við segjum frá því að við unnum til verðlauna, en við erum að fá viðurkenningu fyrir áralangt starf ­ og ótrauð höldum við áfram.“ Uppgangur Ljómalindar hefur verið mikill undanfarin ár. Líkt og margir vita býður Ljómalind upp á matvörur og handverk úr héraði og raunar af öllu Vesturlandi. Það er matsnefnd sem tryggir að allar þær vörur sem fara til sölu í versluninni hverju sinni fá stimpilinn gæða­ matur. vaks Stefna að blandaðri byggð í Brákarey Sveitamarkaðurinn Ljómalind fær virt verðlaun að hann vill að við Íslendingarnir tveir verðum áfram í landinu og fær­ um í veiðitúra með skipinu, en það átti að fara til rækjuveiða. En það var auðvitað ekkert inn í samkomu­ laginu og eftir að við neituðum því þá fengum við loks vegabréfin aftur í hendur.“ Beindu vélbyssum að okkur. Á meðan skipverjar dvöldust í Dou­ ala voru þeir með öryggisverði með sér ef þeir þurftu að ferðast um borgina. Eitt kvöldið þá nenntu þeir ekki að bíða eftir lífvörðunum og ákváðu að taka leigubíl heim á hót­ elið. Á leiðinni var bifreiðin stöðv­ uð af hermönnum með alvæpni. Þeir rannsökuðu bílinn og sá sem fór fyrir þeim sá myndavél sem við vorum með og heimtaði að fá hana. Ég gaf mig ekki og sagðist ekki af­ henda honum vélina, en ég var með í brjóstvasanum hjá mér miða með nafni útgerðarmannsins sem átti skipið og rétti honum miðann. Hann virtist kannast við nafnið og allt breyttist við það sem betur fór, en spurði nú samt hvort að værum með viskí í bílnum, ég sagði honum að svo væri en hann fengi það ekki heldur. Ég var alveg rólegur þrátt fyrir allt. En á sama tíma beindi her­ maður Kalynakof vélbyssu að gagn­ auga vélstjórans. Vélstjórinn var eðlilega skelfingu lostinn. En her­ maðurinn bakkaði fljótlega frá og þeir hleyptu okkur síðan áfram. Ég held að þeir hafi bara verið að reyna að ræna okkur með því að stöðva bifreiðina.“ Eftir að heim til Íslands var kom­ ið eftir þessa ævintýraför réði Ein­ ar sig aftur á Skeiðfaxa en svo var Sementsverksmiðjan seld og áhöfn­ in missti því sjálfkrafa vinnuna. Þá var haft samband við hann og hon­ um boðið skipstjórastarf á skipinu Bravo sem sigldi með fisk frá Íslandi til Færeyja og Skotlands. Einar segir að það hafi verið góður og skemmti­ legur tími með góðum mannskap. Var þar um borð í tvö ár. Fór svo á fiskveiðiskipið Ernir um tíma. Flutningaskipið Jaxlinn Svo kom af kaflanum með flutn­ ingaskipið Jaxlinn. Ragnar Magn­ ús Traustason keypti skipið til vöru­ flutninga til Vestfjarða. „Við fór­ um út og sóttum skipið árið 2004. Skipið var eingöngu í flutning­ um til Vestfjarða. Fórum á flestar Vestfjarðahafnir. Vorum síðan í skemmtilegum verkefnum eins og að ferja efni til staða eins og Að­ alvíkur og út í Æðey. Þetta var skemmtilegt ævintýri og stóð í tæp þrjú ár þar til skipið var selt til Dan­ merkur.“ Siglt um öll heimsins höf Eftir þetta ákvað Einar að fara í land. Vann þá m.a. í söludeildinni hjá Samskip í þrjú ár. En þá kom símtal frá aðila í Noregi sem rak fyr­ irtækið Silver Sea sem hafði aðset­ ur þar í landi en Samskip átti helm­ ingshlut í þessu fyrirtæki. Spurt var hvort hann væri til í að taka við skipi sem hann var nýlega búinn að kaupa. Einar sló til og var með frystiskip á vegum fyrirtækisins í tæp þrjú ár sem hét Silver River. „Á þeim tíma náði ég mér í lóðsréttindi og náði mér einnig í réttindi til þess að stýra olíuflutningaskipum en þau réttindi tók ég í Gdansk í Póllandi, sem var þriggja vikna námskeið. Ég færði mig síðan yfir til annars fyrir­ tækis sem tilheyrði sömu eigendum og hét Seatank Cartering og sigldi olíu og frystiskipum á vegum fyr­ irtækisins m.a. til Afríku um Mið­ jarðarhafið, Rússlands og Litháen. Ég var samfellt í siglingum í heilt ár án þess að koma til Íslands. Þetta var að sjálfsögðu erfiður tími fyrir mig og fjölskylduna sem bjó á Íslandi. En ég ákvað að hafa þetta svona. Síðan fæ ég hringingu frá Sam­ skipum um að það vanti skipstjóra á Helgafellið. Ég sló til og hef ver­ ið skipstjóri á skipinu síðustu fimm árin.“ Áfengisbanni komið á Einar segir að það hafi að mörgu leyti verið erfitt að taka við skip­ inu, því hann vildi gera veigamikl­ ar breytingar hjá áhöfninni. Ein var sú að hann setti á algert áfeng­ isbann um borð líkt og hann hafði gert á öðrum skipum sem hann hef­ ur stýrt hér heima og í Noregi. Það hefur því miður verið töluvert um óreglu hjá áhöfnum skipa í gegnum tíðina. Þeir sem ekki sættu sig við þessar nýju reglur lét hann fara. Ein­ ar segist hafa orðið fyrir erfiðri lífs­ reynslu árið 2001 þegar einn góður vinur hans og skipsfélagi hafi ölvað­ ur hent sér í sjóinn þegar skipið lá við bryggju hér á landi. Náðst hefði að bjarga honum upp úr sjónum og koma honum undir læknishendur en því miður lést hann skömmu síð­ ar. „Þetta hafði mikil áhrif á mig og ákvað ég eftir þetta að hætta alveg að drekka og hefur ekki farið dropi ofan í mig síðan. Ég fer ekki ofan af því að þetta er ein besta ákvörðun sem ég hef tekið. Það voru engin stór vandamál hjá mér með áfengi en mér leið bara svo miklu betur eftir að ég hætti þessu.“ Einar hefur verið farsæll skipstjóri og yfirleitt heppinn með áhafnir. Hann segir að í áhöfn Helgafells­ ins séu ellefu menn. Það er ákveðinn rúntur tekinn frá Íslandi. Eftir lestun í Vestmannaeyjum er komið við í Runavík í Færeyjum og endað í Álasundi í Noregi. Hver túr tekur um tvær vikur. Yfirleitt tekur áhöfn­ in tvo túra og tekur tvo í frí í aðra tvo túra. „En Covid ástandið fer illa með okkur. Við þurfum að fara í kovid­ próf í hvert skipti sem við förum út og þegar við komum heim aftur og megum ekki fara frá borði erlendis. Þannig að við erum í algjörri ein­ angrun. Þetta reynir á og er orðið afskaplega þreytandi.“ Fjölskyldan og áhugamálin Eiginkona Einars er Sigríður Ólafs­ dóttir sem hann kynntist þegar hann var á vertíð á Höfn í Horna­ firði sumarið 1978 og eiga þau tvær dætur; Margréti sem býr á Akur­ eyri ásamt eiginmanni sínum Jóni Ingvari Þorsteinssyni og Írisi Dögg sem býr í Hafnarfirði ásamt eigin­ manni sínum Birni Stefánssyni leik­ ara og tónlistarmanni. Barnabörnin eru orðin sjö. En það er ekki hægt að ljúka spjallinu öðruvísi en að ræða áhuga­ málin sem eru fótbolti og golf. Í boltanum er það að sjálfsögðu ÍA og svo Manchester United. „Ég er svo sem ekkert rosalega góður í golfi, en ég hef gaman að þessu; útiveran, hreyfingin og félagsskapurinn gefur mér mikið. Svo var það stóra stundin þegar ég fór loksins á Old Trafford síðastliðið haust og sá mína menn vinna Crystal Palace 1:0 og sjálfur Ronaldo skoraði sigurmarkið. Það var frábær upplifun að koma þarna og upplifa stemninguna á vellin­ um. Þetta var örugglega ekki síðasta skiptið sem ég fer á þennan völl.“ Það er við hæfi að Einar, eða Nenni eins og hann er yfirleitt kall­ aður, endi á þann hátt sem hann endar á þegar hann er að tjá gleði sína, eða bræði, yfir gengi Manche­ ster United. Ekki síst þegar hann er að svara skotum frá vinum sínum um gengi liðsins á samfélagsmiðlin­ um Facebook. Svo er hann duglegur að deila myndum og myndbrotum af ferðum Helgafellsins og lífinu um borð og loksetningin er ætíð; „það er gaman að segja frá því.“ se Einar Vignir og Sigríður í hópi Skagamanna á leið á tónleika með Fleetwood Mac í Berlín. Á Old Trafford.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.