Skessuhorn


Skessuhorn - 23.02.2022, Side 14

Skessuhorn - 23.02.2022, Side 14
MIÐVIKUDAGUR 23. FEBRÚAR 202214 Fram kemur í Húsnæðisáætlun Akraneskaupstaðar fyrir árið 2022 að umtalsverð eftirspurn hefur ver­ ið eftir öllum tegundum íbúðar­ húsnæðis í bæjarfélaginu og hef­ ur Akraneskaupstaður átt í fullu fangi við að mæta þeirri eftirspurn. Nú er staðan sú að metfjöldi íbúða er í byggingu og framundan er út­ hlutun eða sala á lóðum á Sements­ reit, Dalbrautarreit og Skógarhverfi sem er að mæta betur uppsafn­ aðri þörf. Eftirspurn er mikil eft­ ir húsnæði á höfuðborgarsvæðinu sem hefur ekki verið mætt og hefur það haft þau áhrif að eftirspurn er búin að færast til nágrannasveitar­ félaganna. Akranes er því bæði að þjóna innri vaxtarþörf sem er til­ komin vegna eðlilegrar stækkunar bæjarins sem og ytri vaxtarþörf sem er tilkomin vegna skorts af öðrum svæðum, sem og vegna sóknar í at­ vinnumálum. Samhliða uppbyggingu almennra íbúða er unnið eftir aðgerðaráætl­ un um uppbyggingu húsnæðis fyr­ ir ákveðna hópa eins og fatlaða og aldraða. Gert er ráð fyrir byggingu fjögurra íbúðakjarna fyrir fatlaða á næstu árum á Akranesi. Fyrsti bú­ setukjarninn kemur til vegna til­ flutnings á húsnæði fatlaðra innan bæjarins en aðrir eru til að mæta fyrirsjáanlegri þörf á næstu árum fyrir íbúðir fatlaðra. Í uppbyggingu fyrir aldraða er fjölbýlishús með samtals 31 íbúð í samstarfi við Leigufélag aldraða sem er ætlað að mæta þörf fyrir öruggt leiguhús­ næði fyrir eldri borgara. Það hús er að rísa við Dalbraut 6, við hlið þjónustumiðstöðvar aldraða á Dal­ braut 4. Skortur hefur verið á öruggu leiguhúsnæði á Akranesi fyrir fólk með lágar­ og millitekjur og hefur verið ráðist í uppbyggingu í sam­ starfi við Bjarg húsnæðisfélag á 24 íbúðum á Asparskógum 3. Þá er fyrirhugað að selja hluta þeirra eigna sem Akraneskaupstaður á sem hafa verið félagslegar leigu­ íbúðir og bjóða fólki önnur bú­ setuúrræði. Skessuhorn heyrði í nokkrum byggingafyrirtækjum á Akranesi til að skoða stöðuna á markaðinum, hver helstu verkefnin hafi verið síðustu mánuði og hvern­ ig verkefnastaðan liti út á þessu ári. Eru að skoða það að bæta við mannskap Halldór Stefánsson er fram­ kvæmdastjóri hjá Trésmiðjunni Akri og hann segir að nóg af verk­ efnum séu framundan. „Við erum í rauninni farin að skrifa út verkefni á næsta ári. Það er ótrúlegt hvað hefur tikkað inn í boxin í janúar og febrúar á þessu ári og það verður mikið að gera á þessu ári.“ Halldór segir að Akur sé aðal­ lega í því að byggja hús og selja, bæði á heimamarkaðinum á Akra­ nesi, í Hvalfjarðarsveit og víðar um land. Hér heima eru þeir að klára fjögurra íbúða raðhús við Akralund 20­26 og verður þeim íbúðum skil­ að eigendum næsta sumar. Síðan er að hefjast bygging á fimm íbúða raðhúsi við Álfalund 34­42. „Við byggjum húsin úr einingum hér í trésmiðjunni og förum svo á stað­ inn og reisum þær þar. Svo erum við í ákveðinni þjónustu, bæði við Elkem og Norðurál, og erum einnig að sinna alls kyns verkefn­ um.“ Alls eru stöðugildin 19 hjá Akri og segir Halldór að þeir séu að skoða alla möguleika í því að bæta við mannskap en það gangi erfið­ lega og það séu allir í þeirri stöðu. „Það er búið að vera nóg að gera síðustu ár hjá okkur, verkefnum fækkaði mikið eftir bankahrunið 2008 og þá sérstaklega í sambandi við húsbyggingar, en síðan árið 2014 er búið að vera góður gang­ ur í þessu hjá okkur og reksturinn gengur alveg ágætlega. Trésmiðj­ an Akur hefur alla tíð verið lánsamt með starfsfólkið sitt og eru mörg hver búin að vinna tugi ára hjá fyrir tækinu, þar af eru tvö búin að vinna lengur en fjörutíu ár. En sem betur fer er alltaf ákveðin endur­ nýjun í gangi og er ánægjulegt að segja frá því að nú eru sex húsa­ smíðanemar í vinnu hjá okkur.“ Verkefnastaðan á þessu ári mjög góð Heimir Einarsson hjá Sjamma ehf. segir að þeir séu ansi sáttir með veturinn, næg verkefni hafa verið í gangi en alls vinna í heildina 25 starfsmenn hjá Sjamma ehf. Hver eru svona helstu verkefnin sem þið hafið verið að vinna við í vetur? „Helstu verkefnin hafa verið á leik­ skólanum á Asparskógum, fjölbýli á Asparskógum 17 og svo Dalbraut 6 fyrir BM Vallá þar sem Leigufé­ lag aldraða er að byggja. Við höfum verið með fína verkefnastöðu í vet­ ur, bæði byggingar sem við höfum verið að reisa sjálfir og selja og eins höfum við verið í útboðsverkum og þess háttar. Svo erum við að þjón­ usta BM Vallá eins og áður.“ Í hverju eruð þið helst? „Nán­ ast í öllu þannig lagað, við höfum verið að byggja parhús, raðhús og fjölbýli. Svo höfum við átt í góðu samstarfi við BM­Vallá varð­ andi uppsetningu forsteyptra ein­ inga. Einnig höfum við verið í út­ boðsverkum, til dæmis byggðum við starfsstöð fyrir Veitur upp í Lækjarflóa ásamt góðum hópi öfl­ ugra verktaka af Skaganum og núna erum við að vinna við uppsetningu burðarvirkis á nýjum leikskóla að Asparskógum.“ Sjammi hefur verið að auglýsa eftir starfsmönnum, hvernig geng­ ur sú leit? „Já, það er rétt, við búum sem betur fer að því að vera með gríðarlega öflugan hóp starfsmanna með mikla reynslu og þekkingu en við höfum verið að vonast til að geta fjölgað í hópnum og hefur það gengið ágætlega. Einnig höfum við fengið öfluga nema til okkar sem hafa síðan ílengst hjá okkur og ætl­ um við að halda því áfram.“ Heimir segir að hann sé mjög bjartsýnn á framhaldið og að þetta líti vel út eins og staðan er núna. „Verkefnastaðan á þessu ári er mjög góð, við sjáum alveg fram á næg verkefni út þetta ár og eitt­ hvað fram á það næsta. Það er búið að vera mikill uppgangur síðustu ár og mikið að gerast á Akranesi. Þá er mikill gangur í sveitarfélaginu, Akraneskaupstaður er að koma með mörg verkefni í útboð og svo höfum við einnig verið duglegir að skapa okkar eigin verkefni.“ Mikið að gera Bræðurnir Sturla og Fannar Magn­ ússynir eru eigendur SF Smiða. Fyrirtækið er frekar ungt, hóf starf­ semi árið 2017 en alls eru starfs­ menn 23. En hver hafa helstu verk­ efnin verið í vetur? „Við höfum ver­ ið á Sjúkrahúsinu að vinna við nýju skurðstofuna og einnig unnið að al­ gerum endurbótum sem hafa átt sér stað á A og B deild sjúkrahússins. Þeim er að ljúka núna í mars/apr­ íl en þær hafa staðið yfir frá því í júní í fyrra. Þá hefur mikið ver­ ið að gera í Brekkubæjarskóla eft­ ir brunann, verkefni við endurbæt­ ur og viðhald. Við höfum verið að vinna í blokkinni upp á Asparskóg­ um 18 á vegum Uppbyggingar og þá höfum við mikið verið að vinna í Akraborg á Kalmansvöllum. Einnig er vinna hjá okkur fyrir Brynju Ör­ yrkjabandalag þar sem við höfum verið að endurnýja nokkrar íbúðir fyrir þá á Akranesi og í Borgarnesi en langflest verkefni SF smiða eru á Akranesi og nágrenni.“ Hvað gerið þið ykkur helst út fyrir að vera? Við erum mikið í viðhaldi, í tryggingatjónum og í endurbótum á gömlu húsnæði. Þá erum við einnig í nýbyggingum og vinnu í nýjum húsum fyrir fólk.“ Sturla og Fannar segja að eins og hjá öllum iðnaðarmönnum þessa dagana sé allt of mikið að gera og verkefnastaðan afar góð og nái inn í næsta ár. „Næsta stóra verkefnið hjá okkur er upp á Dvalarheimil­ inu Höfða þar sem miklar endur­ bætur eru í gangi og þar á að rífa út úr gömlu húsnæði og endurbæta. Það verkefni er hafið en fer á fullt í byrjun mars og á að ljúka í maí 2023. Svo er einnig í startholun­ um hjá okkur fjórbýli á Suðurgötu, alls fjórar lóðir í kringum gamla AA húsið.“ Alltaf hægt að bæta við verkefnum Þráinn E. Gíslason hjá Trésmiðju Þráins segir að veturinn sé búinn að vera fínn hjá þeim og nóg hefur verið að gera. „Við vorum að vinna við færanlegu skólastofurnar í Grundaskóla og svo tókum við þátt í að reisa blokkirnar upp á Aspar­ skógum. Núna upp á síðkastið hafa flestir hjá okkur verið að vinna á Korputorgi þar sem verið er að breyta Bónus versluninni sem var þar í lager og skrifstofur og höfum við verið á kafi í því verkefni síðustu þrjá mánuði.“ Þráinn segir að þeir séu nánast í öllu sem tengist smíðavinnu nema að smíða innréttingar, en hvernig eru horfurnar fram á vor og sum­ ar? „Það er allt í ágætis gír, þegar snjóinn tekur upp þá er hægt að fara í útiverkefni og þá er það bara mjög gott. Það er aldrei svo mik­ ið að gera að það sé ekki hægt að bæta við verkefnum og við reynum hiklaust að taka þátt í öllum útboð­ um.“ Þráinn segir að veltan hjá þeim í fyrra hafi verið helmingi meiri en árið áður en nafni fyrirtækisins var breytt um áramótin úr GS Import í Trésmiðju Þráins Gíslasonar en er á sömu kennitölu. Varðandi hvort hann sé ekki bjartsýnn á fram­ haldið, svarar Þráinn: „Ef ég er það ekki hver á þá að vera það?“ vaks Þráinn E. Gíslason í Trésmiðju Þráins. Næg verkefni fyrir smíðafyrirtæki á Akranesi Halldór Stefánsson hjá Trésmiðjunni Akri. Heimir Einarsson er annar eigandi Sjamma ehf. Bræðurnir Sturla og Fannar eru eigendur SF Smiða.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.