Skessuhorn


Skessuhorn - 23.02.2022, Blaðsíða 15

Skessuhorn - 23.02.2022, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 23. FEBRÚAR 2022 15 Emil Freyr Emilsson skipstjóri á beitningarvélarbátnum Lilju SH, sem gerður er út frá Rifi, seg­ ir vertíðina núna vera sannkallaða draumavertíð, þrátt fyrir tíðarfarið. Þó er annars slagið farið í víking út á land. „Það er búið að vera algjört mok þegar gefið hefur á sjó,“ seg­ ir Emil. „Enginn róður hefur far­ ið undir tíu tonnin og upp í 18 tonn á eina lögn. Ótrúlegur afli,“ seg­ ir Emil og brosir í kampinn. Hann bætir við að það er alveg sama hvar línan er lögð, það sé alls stað­ ar mokveiði og lítil innistæða hjá Hafró að skera aflann svona nið­ ur. „Það væri nær að bæta í kvót­ ann, eina sem hefur minnkað er að aflinn á löngu hefur minnkað að­ eins hjá okkur, en ýsan hefur auk­ ist töluvert, þótt við höfum reynt að forðast að fá hana. Það skipt­ ir engu, ýsan er alls staðar, en ýsu­ kvótinn var skorinn niður um 20% fyrir vertíðina. „Þrátt fyrir fjölmargar vetrar­ lægðir með tilheyrandi ótíð og ekki marga róðra verðum við að fara að hægja á veiðunum til þess að klára kvóta bátsins ekki strax,“ segir Emil. Hann segir að í febrúar hafi meðalverð á þorski verið 390 krón­ ur og meðalverð á ýsu er rétt um 440 krónur, en það hafi lækkað að­ eins að undanförnu. Leigumarkaðurinn botnfrosinn Í sama streng tekur Heiðar Magnús­ son útgerðarmaður og skipstjóri á línubátnum Brynju SH sem er gerð út frá Ólafsvík. „Það er algjört mok á miðunum í allan vetur og eins og allir vita miklar ógæftir. Engu að síður hefur verið meiri afli á hvern bala en undanfarin ár og gott verð á fiskmörkuðum framan af.“ Heið­ ar segir að vegna góðs afla og lægra verðs á mörkuðum hafi hann nú hægt á veiðunum og ekki róið á föstudögum og laugardögum. „Svo er leigumarkaðurinn botnfrosinn og erfitt að fá leigukvóta og ekki hægt að fá sporð af ýsukvóta. En eins og flestir línubátar reyni ég eftir fremsta megni að forðast að veiða ýsu. En ég hef reynt að vera á línuveiðum fram í maí undanfarin ár en verð sennilega að hætta línu­ veiðum fyrir þann tíma og reyna að fara eitthvað á ufsaveiðar á hand­ færum. Mér finnst að eigi að auka kvótann í ýsu og þorski frekar en að skerða hann svona mikið. Það er einfaldlega engin hemja að lækka þorskkvótann um 13% og svo ýsu­ kvótann um 20%,“ segir Heiðar Magnús son að lokum. af Það er sama hvaða veiðarfæri eru notuð á Breiðafirði þessa dagana, það er fiskur út um allan sjó. Sjó­ menn eru því farnir að hægja all­ verulega á veiðunum og menn rasandi yfir kvótaskerðingunni sem varð í haust. Fiskverð hefur þó á móti kætt mannskapinn og segja sjómenn sem Skessuhorn hefur rætt við að aflaverðmætið sé gott. Einn sjómaður sem rætt var við sagði að meðalverð á þorski á bát hans væri 120 krónum hærra en á síðustu vertíð. Meðfylgjandi myndir eru af dragnótarbátunum Magnúsi SH og Rifsara SH þar sem þeir voru að koma að landi í Rifi á sama tíma. Báðir höfðu þeir mokfiskað. af Oddur Orri Brynjarsson hefur í vetur verið afleysingaskipstjóri á dragnótarbátnum Steinunni SH frá Ólafsvík, en ráðgert er að hann taki innan tíðar við í brúnni af föð­ ur sínum Brynjari Kristmundssyni. Hann verður þá fjórði ættliðurinn sem er skipstjóri. Oddur Orri seg­ ir í samtali við Skessuhorn að hann sé nú bara í kennslu hjá föður sín­ um Brynjari, sem hefur verið skip­ stjóri á Steinunni í áratugi, hokinn af reynslu. Brynjar er þekktur afla­ skipstjóri á landsvísu og hefur hann og hans áhöfn flutt gífurlegt magn af fiski í land síðustu ár. Stærsti róð­ ur á þessum 150 tonna báti er um 85 tonn á nokkrum tímum. Þegar rætt var við þá feðga á fimmtu­ daginn voru þeir að koma með 31 tonn að landi. Oddur segir að hann hafi fyrst í haust farið út sem skipstjóri og gengið bara ágætlega, en nú sé faðir hans kominn um borð að nýju hon­ um til halds og trausts. Oddur seg­ ir skellihlæjandi að hann geti samt ekki verið mikið í brúnni því áhöfn­ in vilji hafa hann á dekki. „Ætli ég sé bara ekki ómissandi þar, en jú, jú ég gef mér samt tíma til að kíkja upp í brú til pabba og læra af hon­ um. Það hefur verið góður afli að undanförnu, að sögn Odds, svo það er ekki hægt að kvarta. Við hitt­ um hann við löndun en hann gaf sér lítinn tíma til að spjalla, gekk í að hjálpa strákunum að landa afla dagsins. af Oddur Orri verður skipstjóri á Steinunni Landað úr Steinunni á fimmtudaginn. Feðgarnir Oddur Orri og Brynjar Kristmundsson. Meðalverðið er 120 krónum hærra en í fyrra Emil með stórþorsk. Hann segir að það sé svo mikið af þorski í sjónum núna að hann sé farinn að éta undan sér. Draumavertíð þrátt fyrir ótíð Heiðar að landa afla dagsins sem var 13 tonn á 30 bala. Heiðar að klifra upp stigann. Línubáturinn Brynja að koma að landi með 13 tonn. Emil Freyr Emilsson og Hannes Gunnar Guðmundsson, starfsmaður Fiskmarkaðar Íslands, að landa úr Liljunni. Ljósm. úr safni.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.