Skessuhorn


Skessuhorn - 23.02.2022, Qupperneq 16

Skessuhorn - 23.02.2022, Qupperneq 16
MIÐVIKUDAGUR 23. FEBRÚAR 202216 Það var margt um manninn í versl­ uninni Módel á Akranesi á sunnu­ daginn, þegar blaðamaður leit þar við skömmu eftir hádegi. Konu­ dagurinn er jú þennan dag og fjöl­ margir sem vildu færa elskunni sinni eða nákomnum ættingja eða/ og vini glaðning af því tilefni. Að sögn Guðna Tryggvasonar kaup­ manns byrjaði konudagsumferðin strax á laugardagsmorgun og þurfti að fara aukaferð eftir meiri blóm­ um þegar líða tók á daginn. Opn­ að var að nýju klukkan 9 á sunnu­ daginn og var stöðugur straum­ ur allan daginn, að sögn Guðna og útlit fyrir að þetta yrði ein stærsta konudagshelgin í versluninni frá upphafi í þrjátíu ára sögu hennar. mm Snæbjörn Gíslason á Akranesi er elstur núlifandi karlmanna á Ís­ landi. Hann varð 104 ára í gær, fæddur 22. febrúar 1918. Snæbjörn er hógvær og vill helst ekki gera mikið úr þessum áfanga, en starfs­ fólk á Hjúkrunarheimilinu Höfða, þar sem hann býr, fékk leyfi hans til að senda Skessuhorni mynd og smá frétt í tilefni dagsins. Snæbjörn fagnaði deginum með afmælisköku og kaffi og gestir litu við. Starfsfólk Höfða vill senda Snæbirni innilegar hamingjuóskir í tilefni dagsins. Snæbjörn er fæddur á Litla­ ­Lambhaga í Skilmannahreppi 22. febrúar 1918, sonur Gísla Gísla­ sonar bónda og kennara og Þóru Sigurðardóttur. Hann átti sjö systk­ ini sem sum hafa náð háum aldri. Kristín systir hans náði 100 ára aldri, Elísa varð 96 ára og Þórður 97 ára. Snæbjörn giftist ekki og á ekki börn, en systkinabörn hans fylgj­ ast með honum. Snæbjörn starfaði við byggingavinnu en var lengstan sinn starfsaldur í fiskvinnslu hjá HB&Co. Síðastliðin átta ár hefur Snæbjörn búið á Hjúkrunarheimil­ inu Höfða á Akranesi. Það eru ekki margir Íslendingar sem hafa lifað jafnmarga stórvið­ burði á ævi sinni. Snæbjörn er fædd­ ur frostaveturinn mikla, nokkrum mánuðum áður en Katla gaus og Ís­ land fékk fullveldi. Hann hefur lif­ að tvær heimsstyrjaldir svo ekki sé talað um allar þær miklu breytingar á lifnaðarháttum Íslendinga sem orðið hafa á þessum 104 árum. mm Í dag fara Vegagerðin og Strætó af stað með þjónustu þar sem boðið er upp á að panta ferð fyr­ ir hjólastóla með leið 57 á Vestur­ landi og leið 51 sem fer á Suður­ land. Landsbyggðarvagnarnir hafa hingað til ekki verið aðgengileg­ ir fyrir hjólastóla en það eru að­ eins ákveðið margir vagnar með lyftu fyrir hjólastóla og nú verður hægt að panta slíkan vagn ef þörf er á. „Það þarf að panta vagn með að­ gengi fyrir hjólastól deginum áður en til að byrja með verður þetta að­ eins í boði í ákveðnum ferðum og því miður eru bara ákveðnar bið­ stöðvar sem hægt verður að nota, hjólastólaaðgengi er ekki nógu gott við þær allar,“ segir Guðmundur Heiðar Helgason upplýsingafull­ trúi fyrir verkefnið. Þær biðstöðvar á leið 57 sem eru aðgengilegar fyrir hjólastóla eru í Mjódd, Akratorgi á Akranesi, Borgarnesi, Staðarskála, Blönduósi, Sauðárkróki og Hofi Akureyri. arg Verðlaun voru veitt í síðustu viku í eldvarnagetraun Landssambands slökkviliðs­ og sjúkraflutings­ manna. Sigurður Þór Elísson eldvarnaeftirlitsmaður hjá Slökkvi­ liði Akraness og Hvalfjarðar fór þá í Grundaskóla og afhenti Laufeyju Svanbergsdóttur nemanda í 3. bekk verðlaun. Nafn hennar hafði verið dregið út og fékk Laufey að laun­ um viðurkenningarskjal og gjafa­ kort í Spilavinum. mm Í gær, þriðjudaginn 22.02.2022, voru áætluð alls fjórtán svoköll­ uð „drop in“ brúðkaup í Akranes­ kirkju. Í þeim hópi voru meðal annars nýgiftu hjónakornin Har­ aldur Valtýr Hinriksson og El­ ísabet Sæmundsdóttir sem tóku þá ákvörðun fyrir stuttu að gifta sig á þessari flottu dagsetningu. Þess má geta að þau trúlofuðu sig fyrir tveimur árum, nánar tiltekið þann 20.02.2020. Það var Þóra Björg Sigurðardóttir prestur sem gaf þau saman. Í gær voru alls þrír prestar í Akra­ neskirkju á vaktinni fram á kvöld en Akraneskirkja annaðist athöfn­ ina án endurgjalds með presti, org­ anista og kirkjuverði. Hver athöfn tók ekki lengri tíma en 30 mínútur og var þetta tilvalinn dagur til að ganga í heilagt hjónaband. Því fyr­ ir utan þessa flottu dagsetningu þá var allt kapp lagt á að þetta yrði há­ tíðlegt, skemmtilegt og ástin blóm­ strandi yfir öllum þeim brúðhjón­ um sem létu verða af því að gifta sig á þessum Drottins dýrðar degi í gær. vaks Bræðurnir Þórður t.v. og Snæbjörn Gíslasynir að undirbúa síldarsöltun á eyrinni árið 1965 – en Snæbjörn var á þessum tíma 47 ára. Ljósm. Haraldarhús. Snæbjörn Gíslason fagnaði 104 ára afmæli í gær Snæbjörn Gíslason á afmælisdaginn. Ljósm. Höfði. Halli og Ellý innsigla hjónabandið með kossi. Ástin blómstraði í Akraneskirkju Haraldur Valtýr og Elísabet alsæl eftir athöfnina. Var dregin út í eldvarnagetraun Þær Aldís Petra Sigurðardóttir og Hlín Sigurðardóttir að binda blómvendi og pakka fyrir viðskiptavini. Lífleg sala í blómum alla helgina Strætó fyrir hjólastóla á landsbyggðinni Strætó á leið 57 framan við N1 í Borg- arnesi. Ljósm. úr safni.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.