Skessuhorn


Skessuhorn - 23.02.2022, Side 19

Skessuhorn - 23.02.2022, Side 19
MIÐVIKUDAGUR 23. FEBRÚAR 2022 19 Vísnahorn Lárus Salómonsson síðar lögreglu­ þjónn gaf út ljóðabók ungur að árum. Þótti þar margt nokkuð tor­ ráðið og þar á meðal þessi staka: Hælatinda húsdýrin hafa ómyndarbúning. Þeirra yndis yfirskin er með grindarsnúning. Löngu síðar voru þeir félagar Bjarni Guðmundsson blaðafulltrúi í utanríkisráðuneytinu og Sigurður Hafstað sendifulltrúi, sem var Skag­ firðingur að ætt, að velta þessari vísu fyrir sér á ýmsa vegu. Stuttu síðar fór Sigurður á ráðstefnu til Parísar og fékk þá þetta skeyti frá Bjarna: Stóli tinda áður und iðkaði kindarúning, fer nú blind- með franska hrund -fullur í grindarsnúning. Góðvinur Sigurðar Hafstað varð um líkt leyti fyrir því tjóni að kona sem hann hafði óskipulega deilt rúmi með brá staðfastlega af þeim vana og barst maðurinn lítt af um hríð uns Sigurður orti í hans orða­ stað og sendi Bjarna: Allt í lyndi lék um stund uns lostug grindarsnúnings hælatindagleðigrund mig glapti án undirbúnings. Snúnings þindarlausum leik lauk í synd og trega, hælatinda bikkjan bleik brá mér skyndilega. Trúlega mun þessi líka hafa orsakast af sama tilefni: Hælatinda húsdýr enn hylla syndarnúning, tæla lyndisljúfa menn, leika grindarsnúning. Þennan fróðleik og fleira í lík­ um dúr sendu þeir félagar á milli sín með dulmálskerfi utanríkis­ ráðuneytisins og hefur væntanlega valdið dulmálsfræðingum stórveld­ anna nokkrum heilabrotum. En svo vikið sé aftur að Lárusi þá hafði hann um hríð þann starfa að skjóta flækingshunda í Reykjavíkurborg. Eitt sinn hitti hann Stefán Jónsson fréttamann og falaðist eftir vísu. Stefán svaraði hægt og seint og tíndi orðin út úr sér og þó heldur slitrótt. Lárus gladdist í hjarta sínu við ljóð­ ið og skrifaði niður en eitthvað dró úr hrifningunni þegar vinnufélagar hans fóru með vísuna með eðlilegri hrynjandi: Langt af sínum bræðrum ber, betri verka nýtur, lítið yfir lætur sér Lárus hunda skýtur. Einn ágætur vinnufélagi Stefáns hjá útvarpinu varð fyrir því að detta af hestbaki og meiddist nokkuð. Var talað um að hefði blætt inn á heil­ ann. Um þá atburði orti Stefán: Um viðburð þennan aðeins eitt ég yrkja vil. Það blæðir aldrei inná neitt sem ekki er til. Ásmundur Jónsson frá Skúfs­ stöðum var mjög handgenginn Einari Benediktssyni um tíma og taldi hann standa flestum mönn­ um framar og raunar nær guðlegum verum en mannlegum. Af því tilefni ortu þeir í sameiningu, Bjarni Guð­ mundsson, Haraldur Á. Sigurðsson og Morten Ottesen. Í skáldskap við aðra ég sting mjög í stúf af stórbrotnu skáldjöfrakyni, ég er undarlegt sambland af Ásmundi Skúf og Einari Benediktssyni. Sigvaldi Kaldalóns fékk aftur á móti þessa kveðju frá Ásmundi: Þú slegið hefur hörpu þýða strengi af hagleik þinnar sálar vel og lengi. Svo hátt og djúpt þú hjörtun drifið getur að heilagt ljós þeim skín en gleymist vetur. Og yrkja skaltu enn á silfur- strengi við árdagsroða hárrar göfgi og snilldar. Og sólarvætti veldu þér til fylgdar svo vorsins tónar ómi frá þér lengi. Sveinn Gunnarsson frá Mæli­ fellsá var um tíma þekktur maður og hafði töluverða verslunarþörf í blóðinu. Man ekki betur en hann hafi verið með söluturn á Lækjar­ torgi um tíma. Dóttur átti hann sem Gunnþórunn hét og var kaupkona á Sauðárkróki. Eftir hana er þessi: Ef það gleður anda minn enn skal fjúka staka. Þótt hnútum kasti heimurinn hendi ég þeim til baka. Magnús Hjaltason sem er talinn vera fyrirmynd Halldórs Kiljan að Ljósvíkingnum Ólafi Kárasyni var um tíma heimiliskennari að Sæbóli á Ingjaldssandi. Einn vetur var honum samtíða nafni hans, óvígður kandi­ dat úr Prestaskólanum og kom þeim nöfnum lítt saman. Eitt sinn ávarp­ aði kandidatinn heimiliskennarann: Fæst við kennslu fyrir mat finnst ei ræfill slíkur Magnús Hjaltason svaraði sam­ stundis: en frakkaklæddur kandídat kjaftar, lýgur, svíkur. Það er nú svo með blessaða prest­ ana að þeir eru þó aldrei nema dauðlegir menn sem hafa verið menntaðir og ráðnir til ákveðinna starfa og sinna því vissulega flestir með ágætum. Held að þessi sé eftir Hlymrek Handan: Víst laginn var lítið til puðs hann Lárus, sá unnandi stuðs. Fyrst guðfræði nam hann því gjarn var á framann. Svo lærði hann að lokum til Guðs. Sagt var að einhvern tímann hafi hist í leiðindatíð á útmánuðum tve­ ir húnvetnskir bændur og tekið tal saman og annar segir; „Nú líður mér vel. Allar mínar skepnur standa við hey á húsi.“ Hinn svaraði; „Ekki liði mér vel ef svo væri ástatt hjá mér.“ Páll Guðmundsson frá Holti á Ásum orti: Stabbinn grennist, geilar víkka, gengur senn á heyjaforðann. Hokurbóndans brúnir síkka blæs af Grænlandsjöklum norðan. Alltaf kemur nú vor aftur þó eitt­ hvað þústi að um miðjan veturinn og eigum við ekki að rifja upp eina svona snemmvorsvísu eftir Bjarna frá Gröf: Hvíta skikkjan ónýt er alltaf fjölga götin. Guð má fara að gefa þér grænu sparifötin. Og svo mætti reyna að ljúka þættinum með þessari ágætu vísu Hindisvíkurklerks: Ég hef kvæði kveðið hér, kastað mæði og trega, og í næði unað mér óumræðilega. Með þökk fyrir lesturinn, Dagbjartur Dagbjartsson Hrísum, 320 Reykholt S 435 1189 og 849 2715 dd@simnet.is Tæla lyndisljúfa menn - leika grindarsnúning Hjúkrunarheimilið Silfurtún í Búðardal er einn þeirra staða í heil­ brigðiskerfinu, þar sem álag hefur verið mikið að undanförnu. Þetta hefur með tímanum haft sín áhrif á starfsfólkið og er það orðið dá­ lítið lúið. Guðný Ágústa Skúladótt­ ir og Björt Þorleifsdóttir sem vinna á heimilinu hittust nýlega og ræddu saman um vinnuna. Þeim fannst sig vanta smá birtu í daginn og veltu fyrir sér hvort ekki væri þannig komið líka með fleiri starfsmenn, enda orðið langvarandi mikið álag og erfitt að halda gleðinni og góða skapinu, þegar svo er komið. Guð­ ný Ágústa fékk þá þessa fínu hug­ mynd. Hún var að koma vinnufélögum þeirra á óvart. Þess vegna höfðu þær samband við ýmis fyrirtæki, bæði í Búðardal og annars staðar, til að athuga hvort þau væru ekki til í að leggja til eitthvert smáræði, sem væri hægt að gauka að starfsmönn­ um svo þeir gætu gert vel við sig. Skemmst er frá því að segja að viðbrögð fyrirtækjanna voru mjög góð og fengu þær sendingar frá m.a. Krambúðinni, MS, Body Shop, Vífilfelli, Vilko og L’Occitane. Þessu útbjuggu þær pakka úr til samstarfsmanna sinna og fóru með upp á Silfurtún. Þá gátu allir farið glaðir heim af vaktinni og gert sér dagamun. Þökk sé tveimur hugul­ sömum konum. bj Tími til að gera gott Pennagrein Sveitarstjórn Borgarbyggðar hefur tekið upp stefnumál Heimastjórnar­ flokksins um uppbyggingu íbúða­ hverfis í Ölduhryggnum vestan við Borg á Mýrum. Einnig er búið að setja ótímabæra friðun Borgarvogs­ ins á ís. En meðlimir Heimastjórnar­ flokksins höfðu ítrekað varað við því að friðun Borgarvogsins, eins og hún var boðuð, gæti hamlað eðlilegri upp­ byggingu, jafnt í Borgarnesi sem og í Ölduhryggnum. Augljóst er að meirihlutinn stekkur á hugmynd Heimastjórnarflokksins og að um kúvendingu er að ræða, því stuttu áður var allt annað upp á ten­ ingnum, sveitarstjórnin var nýbúin að bjóða Skotfélagi Vesturlands Öldu­ hrygginn til afnota sem útiskotsvæði. Vonandi sér meirihlutinn í Borgar­ byggð að sér í fleiri málum og fer eftir nýrri hugsun og sýn Heimastjórnar­ flokksins í fleiri stórmálum er varða íbúa Borgarbyggðar. Til að lesendur geti metið sjálf­ ir hversu augljóst sé að meirihlut­ inn hafi stokkið á hugmyndir Heimastjórnarflokksins er hér birtur hluti greinar eftir undirritaðan sem birtist í Skessuhorni þann 8. desem­ ber 2021 er fjallar um málið. „Þróun byggðar Af nógu er að taka þegar byrjað er að ræða um framtíðarmöguleika upp­ byggingar í Borgarbyggðinni. En líta verður til lengri tíma en gert hefur verið til þessa. Í Borgarnesi verður að taka ákvörðun um hvort að þétta eigi byggðina eða láta hana þróast „upp í sveit“, jafnvel allt að Einars­ nesi. Ölduhryggurinn, svæðið vestan við Borg á Mýrum er í eigu Borgar­ byggðar og það hefur oft komið til greina sem íbúðabyggð. Rétt fyr­ ir hrun var verktaki í viðræðum við Borgarbyggð um að reisa þar nokkurs konar sjálfbært þorp, íbúðarbyggð með verslun og leikskóla. Í dag er Borgarbyggð búin að gæla við frið­ un Borgarvogs sem girða myndi fyrir möguleika á að byggja í Ölduhryggn­ um.“ Hugmyndir Heimastjórnarflokks­ ins koma eins og ferskur andblær inn í staðnaða og andlausa flokkspólitík gömlu flokkanna í Borgarbyggð. Við viljum vekja athygli fólks á heimasíðu flokksins og Facebook­síðu, þar sem áhugasamir geta kynnt sér stefnuna betur og jafnvel skráð sig í flokkinn. Á stjórnarfundi Heimastjórnar­ flokksins í sl. viku var samþykkt að stjórn flokksins skipi fólki á fram­ boðslistann. Stjórnina vantar tilnefn­ ingar um fólk á lista flokksins. Fólk sem þorir að hugsa út fyrir boxið og hefur skoðanir og trú á framtíðarupp­ byggingu Borgarbyggðar. Nú þegar er ljóst að Heimastjórnarflokkurinn kemur til með að hafa mikil áhrif á gang mála í Borgarbyggð í framtíð­ inni. Varðandi önnur mál Heima­ stjórnar flokksins má meðal annars nefna heitustu kartöfluna í skipulags­ málum Borgnesinga til áratuga sem er hvort að þjóðvegurinn eigi að liggja í gegnum bæinn til allrar fram­ tíðar með tilheyrandi slysahættu og síauknum umferðartöfum. Aðr­ ir möguleikar eru að þjóðvegurinn verði lagður upp með landinu eða að gerð verði vegleg mislæg gatnamót inni í bænum svo að akandi, hjólandi og gangandi umferð geti farið örugg­ lega um í bænum án þess að þvera sí­ vaxandi þjóðvegarumferðina. Heimastjórnarflokkurinn vill leysa klúður meirihlutans í Brákareyjar­ málinu í samvinnu við félagasamtök­ in sem rekin voru út úr gamla Slátur­ húsinu. Okkur er sama hvaðan góð­ ar hugmyndir koma og tökum því undir með ritstjóra Skessuhorns um að stofnuð verði hagsmunasamtök eða eitt sameinað félag þeirra sem í húsinu voru, sem verði samnings­ aðili við sveitarstjórnina. Ein hug­ myndin er sú að sveitarfélagið gefi því félagi hluta hússins (burstirnar þrjár) til enduruppbyggingar og láti rífa það sem er ónýtt af öðrum hús­ um. Einnig kæmi til greina að fela slíku félagi að rífa ónýtu húsin í stað þess að bjóða það út. Eiríkur Þór Theodórsson Höf. er formaður Heimastjórnar- flokksins í Borgarbyggð Stefna Heimastjórnar- flokksins hefur strax áhrif!

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.