Skessuhorn


Skessuhorn - 23.02.2022, Page 23

Skessuhorn - 23.02.2022, Page 23
MIÐVIKUDAGUR 23. FEBRÚAR 2022 23 Íþróttamaður vikunnar Íþróttamaður vikunnar er nýlegur liður hjá Skessuhorni. Þar leggjum við fyrir tíu spurningar til íþrótta­ manna úr alls konar íþróttum á öllum aldri á Vesturlandi. Íþrótta­ maður vikunnar að þessu sinni er körfuknattleiksmaðurinn Marinó Þór í Borgarnesi. Nafn: Marinó Þór Pálmason Fjölskylduhagir? Bý hjá foreldr­ um mínum ásamt þremur yngri systkinum. Hver eru þín helstu áhugamál? Íþróttir og bíómyndir. Hvernig er venjulegur dagur hjá þér um þessar mundir? Er að vinna alla daga til klukkan 15:30 í Öldunni. Svo kem ég heim að brasa eitthvað sniðugt í smá áður en ég fer að þjálfa og svo á æfingu. Eftir æfingu finnst mér svo gott að fara í heita pottinn áður en ég fer heim að hafa það huggulegt. Hverjir eru þínir helstu kostir og gallar? Myndi segja að helstu kostirnir væru jákvæðni og iðju­ semi á meðan gallinn er frestunar­ árátta. Hversu oft æfir þú í viku? Fimm sinnum í viku og svo er oftast einn leikur líka. Hver er þín fyrirmynd í íþrótt- um? Luka Doncic. Af hverju valdir þú körfuknattleik? Pabbi minn spil­ aði og þjálfaði körfubolta þegar ég var yngri og það hefur ýtt mér í rétta átt. Hver er fyndnastur af þeim sem þú þekkir? Samstarfsfélagar mín­ ir í Öldunni. Hvað er skemmtilegast og leiðinlegast við þína íþrótt? Skemmtilegast við íþróttina er fé­ lagsskapurinn á meðan það leiðin­ legasta er að hita upp. Félagsskapurinn er skemmtilegastur Fyrsta mótið í KB mótaröðinni hjá hestamannafélaginu Borgfirðingi fór fram í reiðhöllinni Faxaborg í Borgar nesi á laugardaginn. Keppt var í B flokki; 1. flokki, 2. flokki, ung­ mennaflokki, unglingaflokki, barna­ flokki og pollaflokki. Einnig voru veittar viðurkenningar fyrir þrjá efstu í vali íþróttamanns hestamannafé­ lagsins Borgfirðings fyrir árið 2021. Kristín Eir Hauksdóttir Holaker var valin íþróttamaður Borgfirðings og fékk hún farandbikar sem Skáneyjar­ búið gaf. Þá var Embla Móey Guð­ marsdóttir í öðru sæti og Kolbrún Katla Halldórsdóttir í því þriðja. arg/ Ljósm. Hestamannafélagið Borgfirðingur Skagamenn tóku á móti liði Selfoss í 1. deild karla á föstudagskvöldið og lauk leiknum með öruggum sigri gestanna, 71:86. Jafnræði var með liðunum í fyrsta leikhluta, jafnt nánast á öllum tölum og ÍA með þriggja stiga forystu þegar honum lauk, 19:16. Heimamenn héldu áfram að stríða gestunum og um rúman miðjan annan leik­ hluta var staðan 31:24 ÍA í vil. En þá tók Selfoss við sér og var kom­ inn með þriggja stiga forskot þegar hálfleiksflautan gall, 35:38. Spennan hélst áfram í leiknum og eftir tæplega fimm mínútna leik í þriðja leikhluta var staðan 40:45 gestunum í vil. En þeir náðu síð­ an að auka forskotið það sem eftir lifði leikhlutans og voru komnir í góða stöðu fyrir fjórða og síðasta leikhluta, staðan 48:60. Heima­ menn voru aldrei líklegir að ná að minnka muninn þar, gestirnir hleyptu þeim ekki neitt og loka­ staðan í leiknum, 71:86 fyrir Sel­ fossi. Hjá ÍA var Christopher Clover stigahæstur með 22 stig, Lucien Christofis var með 19 stig og Davíð Alexander Magnússon með 9 stig. Hjá Selfossi var Gerald Robinson með 30 stig og 10 fráköst, Gasper Rojko með 20 stig og 11 fráköst og Vito Smojver með 11 stig. ÍA situr á botni deildarinnar sem fyrr með aðeins tvö stig og Hamar þar fyrir ofan með sex stig í níunda sæti deildarinnar. Hrunamenn eru með tólf stig í áttunda sætinu og því verður að telja það ansi líklegt að fall blasi við hjá liðum Hamars og ÍA þegar deildinni lýkur seinni hlutann í mars. Næsti leikur ÍA er gegn Álftanesi föstudaginn 25. febrúar syðra og hefst leikurinn klukkan 19.15. vaks Laugardaginn 12. febrúar gerðu þau Magnús Ingi Bæringsson, æskulýðs­ og tómstundafulltrúi Stykkishólmsbæjar, og Sigríður Ólöf Sigurðardóttir sér lítið fyrir og sópuðu snjó af svellinu við flug­ stöðina í Stykkishólmi. Fjöldinn allur af Hólmurum nýtti tækifær­ ið og dustaði rykið af skautunum í kjölfarið, en frá þessu er sagt á vef­ síðu Stykkishólmsbæjar. Nú geta gönguskíðagarpar í Stykkishólmi einnig tekið gleði sína þar sem búið er að ryðja göngu­ skíðabraut á golfvellinum. Eft­ ir ábendingu frá íbúa hafði Magn­ ús samband við Kristján Auðuns­ son sem ruddi brautina með þar til gerðum búnaði. Veðrið hefur leikið við Hólmara undanfarið eins og svo oft áður að þeirra sögn og gera veðurfróð­ ir Hólmarar ráð fyrir að ekkert lát verði á því á næstu dögum. Því er um að gera fyrir bæjarbúa að njóta blíðunnar og spreyta sig á vetrar­ sportinu. vaks Lið Ármanns og Snæfells mættust á föstudagskvöldið í 1. deild kvenna í körfuknattleik og fór leikurinn fram á heimavelli Ármanns í Kennarahá­ skólanum í Reykjavík. Fyrir leik­ inn var Ármann í efsta sæti deildar­ innar með 26 stig en Snæfell í öðru sæti ásamt ÍR með 20 stig. Í fyrri leik liðanna í deildinni sem fram fór í Stykkishólmi í nóvember vann Ár­ mann nauman sigur, 76:79. Leik­ urinn á föstudaginn var jafn til að byrja með en í stöðunni 5:4 skor­ aði Ármann næstu sjö stig og hafði góða forystu eftir fyrsta leikhluta, 20:9. Lítið breyttist stigalega séð í öðrum leikhluta en Ármann þó enn með yfirhöndina og leiddi með 14 stigum í hálfleik, staðan 35:21 fyrir heimastúlkur. Snæfellinngar reyndu hvað þær gátu til að komast inn í leik­ inn í þriðja leikhluta en lítið gekk að saxa á forskotið og flest á svip­ uðum nótum og áður þegar liðin lögðu á ráðin fyrir fjórða og síð­ asta leikhlutann, staðan 52:40 fyr­ ir Ármanni. Heimastúlkur skoruðu fyrstu sex stigin í honum og lögðu grunninn að sigrinum. Þó að Ár­ mann hafi aðeins skorað tvö stig gegn níu stigum Snæfells síðustu fimm mínútur leiksins þá var sigur­ inn aldrei í hættu og sanngjarn sig­ ur Ármanns, 67:59. Hjá Snæfelli voru þær Sianni Martin og Rebekka Rán Karlsdótt­ ir sem létu eitthvað að sér kveða í leiknum. Martin var með 35 stig og Rebekka Rán með 14 stig og þá var Preslava Koleva með 17 frá­ köst. Hjá Ármanni var Schekinah Bimpa með 21 stig og 27 fráköst, Jónína Þórdís Karlsdóttir var með 19 stig og 11 fráköst og Telma Lind Bjarkadóttir með 10 stig. Næsti leikur Snæfells er gegn Aþenu­UMFK laugardaginn 26. febrúar í Stykkishólmi og hefst klukkan 16. vaks Gönguskíðabrautin á golfvellinum. Ljósm. af stykkisholmur.is Skautasvell og gönguskíðabraut í Stykkishólmi Snæfell tapaði gegn Ármanni Skagamenn töpuðu áttunda leiknum í röð Kristín Eir Hauksdóttir Holaker, Embla Móey Guðmarsdóttir og Kolbrún Katla Hall- dórsdóttir voru efstar í valinu á íþróttamanni Borgfirðings fyrir árið 2021. Eyþór Jón Gíslason formaður Borgfirðings afhenti þeim viðurkenningar og verðlaun. Kristín Eir er íþrótta- maður Borgfirðings Kristín Eir Hauksdóttir Holaker var valin íþróttamaður Borgfirðings 2021. Eyþór Jón Gíslason formaður Borgfirðings veitti henni verðlaunin.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.