Vesturbæjarblaðið - des. 2021, Blaðsíða 2

Vesturbæjarblaðið - des. 2021, Blaðsíða 2
2 Vesturbæjarblaðið Útgefandi: Borgarblöð ehf. Eiðistorgi 13-15 • 172 Seltjarnarnes • Pósthólf 171 Rit stjóri: Þórður Ingimarsson • Sími: 893 5904 Netfang: thordingimars@gmail.com Auglýsingasími: 511 1188 • 552 1953 • 895 8298 Heimasíða: borgarblod.is Net fang: borgarblod@simnet.is Framkvæmda- og aug lýs inga stjóri: Krist ján Jó hanns son Um brot: Valur Kristjánsson Prentun: Landsprent ehf. Dreif ing: Póstdreifing ehf. 11. tbl. 24. árgangur Vesturbæjarblaðinu er dreift í hvert hús í póstnúmerum 107, 102 og 101. Um 12 þúsund manns hafa sest að í Reykjavík síðan 2017. Það er um það bil allur fjöldi íbúa Mosfellsbæjar. Eða íbúafjöldi Árborgar, Seltjarnarness, Grindavíkur, Hveragerðis og Ölfus til samans. Þetta kom meðal annars fram í erindi Dags B. Eggertssonar borgarstjóra á kynningarfundi á uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Reykjavík á dögunum. L jóst er að svo mikill áhugi á búsetu í Reykjavík kallar á miklar framkvæmdir í húsnæðismálum. Íbúðir vantar fyrir yngri sem eldri og verðlag húsnæðis hækkar við vaxandi eftirspurn. Á undanförnum árum hefur verið efnt til mikils átak í þéttingu byggðar í borginni. Þétting byggðar krefst nýrrar hugsunar í skipulags- og byggingamálum. Hún krefst meiri nálægðar í borgarumhverfi. Þess sér þegar merki í Vesturbæ Reykjavíkur og Miðborginni. Vissir borgarhlutar eru nær óþekkjanlegir frá því áður var. Hafnartorgið hefur verið byggt á gömlu malarbílastæði. Hverfisgatan hefur breyst úr brunarústum að hluta í blómlega byggð. Vestast í Vesturbænum eru blómleg hverfi að rísa. Þétting byggðar krefst tilkostnaðar þar sem breyta þarf gróinni byggð. Spurning er þó um hvort sá kostnaður komi ekki til með að skila sér í formi hagkvæmara umhverfis. Umræða um þróun borgar er nauðsynleg. Eflaust verða allir seint sammála. En ytri aðstæður setja þróuninni mörk eins og vikið hefur verið að. Þétting byggðar er og verður ekki umflúin. Þétting byggðar er nauðsyn NÓVEMBER 2021 ALHLIÐA MÚR- OG STEYPUVIÐGERÐIR www.husavidgerdir.is/hafa-samband info@husavidgerdir.is - Sími 565-7070 Finndu okkur á Fegrun og lenging líftíma steyptra mannvirkja er okkar áhugamál. Við höfum náð góðum árangri í margs konar múr- og steypuviðgerðum, múrfiltun, steiningu og múrklæðningum. Hafðu samband Við skoðum og gerum tilboð! Fasteignafélagið Reitir huga nú að bygginga­ framkvæmdum á Loftleiðareitnum. Gert er ráð fyrir íbúðum, matvöruverslun og líkamsrækt á svæðinu. Reitir undirrituðu kaupsamning við dótturfélag Icelandair um kaup á fasteigninni að Nauthólsvegi 50, þar sem skrifstofur flugfélagsins eru til húsa. Kaupverð er 2,3 milljarða króna. Samkvæmt kaupsamningi verður Icelandair áfram í skrifstofuhúsnæðinu, sem er 6.474 fer- metrar að stærð, næstu tvö árin en hyggst svo flytja höfuðstöðvarnar á Flugvelli í Hafnarfirði árið 2024. Í hugmyndum Reita er gert ráð fyrir að gamla Hótel Loftleiðir eða Natura verði áfram á sínum stað. Hins vegar er til skoðunar að skrifstofurými Icelandair fari til annarra nota. Er þá gert ráð fyrir svonefndum „co-living“ íbúðum þar sem íbúar deila rýmum á borð við þvottahúsi, eldhúsi og vinnuaðstöðu. Þá eru einnig hugmyndir um að koma upp matvöru- verslun, líkamsrækt og kaffihúsi á svæðinu. Verði af þessum hugmyndum mun svæðið taka miklum breytingum. Þjónustufyrirtæki muni koma á svæðið auk þess að bílastæðunum fyrir framan innganginn að hótelinu verður breytt í almenningsrými. Miklar breytingar fyrirhugaðar á Loftleiðareitnum Hugmynd um framtíðarskipulag á Loftleiðareitnum. Myndin var tekin á fundi Reykjavíkurborgar um grænar samgöngur á liðnu sumri. Unnið er að breytingum og lagfæringum á einu sögu­ frægasta húsi Reykjavíkur, Bryggju húsinu Vesturgötu 2. Í gegnum tíðina hefur byggin­ gin hýst margskonar verslanir, vöruhús, skrifstofuhúsnæði, blaðaútgáfu, kaffihús, skemmti­ stað og var um tíma eitt af stærstu veitingahúsum Reykja­ víkur. Nú fær það nýtt hlutverk. Verður mathöll í miðbænum. Bryggjuhúsið á sér langa sögu. Það var upphaflega reist af C.P.A. Koch árið 1863. Húsið var þá aðeins á einni hæð, með þaki yfir ganginn að bryggjunni, og var notað sem vöruhús og skrifstofur fyrir sjópóstþjónustu. Vegna staðsetningarinnar varð húsið fljótt að samkomustað sjómanna og annarra sem áttu erindi að bryggjunni. Árið 1888 var ákveðið að númera öll hús í Reykjavík og fékk Bryggjuhúsið fyrsta númerið Vesturgata 2. Það var jafnan mikill viðburður í fábreyttu bæjarlífi þegar póst- skipið sigldi inn í höfnina á vordögum. Fólk dreif sig niður á bryggju til að sýna sig og sjá aðra. Yfir veturinn var langt á milli skipaferða frá útlöndum og oft var það að síðasta vöruflutninga- skip, sem einnig flutti menn og póst, sem kom í nóvember og síðan ekki fyrr en í enda mars eða byrjun apríl. Fjölbreytt saga Saga Bryggjuhússins er fjöl- breytt. Árið 1917 keypti bærinn eða tók Vesturgötu eignarnámi. Þá var ætlunin að framlengja Aðalstræti niður á bryggjuna. Ekkert varð þó af þeim áformum. Á árunum 1913 til 1917 var unnið að hafnargerð á svæðinu og þá var gerð uppfylling að Tryggva- götu og stækkaði lóð Bryggju- hússins mikið við það. Árið 1939 er gerð virðing á vi ðbyggingu við húsið og byggt ofan á hana. Um leið voru þessi tvö hús sameinuð undir eitt þak. Þar kemur fram að neðri hæðin sé aðal- lega notuð undir vöru geymslu og fataklefa. Árið 1941 reisti Natan og Olsen vörugeymslu- hús úr holsteini nyrst á lóðinni sem Guðmundur Þorláksson byggingameistari teiknaði. Gamli hafnarkanturinn verður sýnilegur Með breytingunum nú verður gamli hafnarkanturinn norðan við húsið sýnilegri} en áður. Það er hlaðinn grjótgarður sem reistur var um 1890 og liggur frá vestri til austurs eftir endilöngum reitnum norðan við húsið. Þessi hafnar- kantur er elsta hafnarmannvirki í Reykjavík. Þetta er stórmerkilegt mannvirki og er friðað. Upphaf- legi hluti hússins stendur enn en það hefur verið stækkað í gegnum tíðina og byggt við það. Breytt deiliskipulag samþykkt Á fundum skipulagsfulltrúa Reykjavíkur á l iðnu hausti var fjallað um umsókn Davíðs Kristjáns Chatham Pitt, f.h. Tví- eykis ehf., um breytingu á deili- skipulagi Grófarinnar vegna lóðarinnar nr. 2 við Vesturgötu. Tillagan var grenndarkynnt frá 16. september 2021 til og með 14. október 2021. Engar athuga semdir bárust. Breytt deili skipulag var samþykkt á fundi skipulagsfulltrúa 18. október síðastliðinn. Verður mathöll í miðbænum Bryggjuhúsið við Vesturgötu 2. Bryggjuhúsið við Vesturgötu 2 lagfært

x

Vesturbæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.